Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð

Eig­end­ur Procar, þeir Gunn­ar Björn Gunn­ars­son og Har­ald­ur Sveinn Gunn­ars­son, greiddu sér 48 millj­óna arð út úr fyr­ir­tæk­inu þeg­ar svindlið með kíló­metra­mæla stóð sem hæst.

Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð

Bílaleigan Procar ehf. seldi bíla fyrir meira en tvo milljarða árin 2014, 2015 og 2016. Á þessum árum stóð fyrirtækið í stórtæku svindli þar sem átt var við kílómetrastöðu notaðra bíla til að gera þá söluvænlegri.

Kveikur fjallaði um málið í gær en fyrirtækið hefur sent út yfirlýsingu þar sem háttsemin er að hluta viðurkennd. 

200 milljóna hagnaður var af rekstri bílaleigunnar árin 2015 og 2016 ef litið er fram hjá fjármagnsliðum, en alls voru rekstrartekjurnar 2,2 milljarðar árið 2016 og 1,3 milljarðar árið 2015. Þetta kemur fram í ársreikningum félagsins. Procar er í eigu Gunnars Björns Gunnarssonar og Platinum ehf., eignarhaldsfélags Haraldar Sveins Gunnarssonar.

Þegar vaxtagjöld eru tekin með í reikninginn hagnaðist fyrirtækið um 21 milljón árin 2015 og 2016. Hagnaðurinn var meiri árin á undan, 51 milljón árið 2014 og 11,3 milljónir 2013. Þetta gerði eigendum kleift að greiða sér út arð upp á 48 milljónir króna, en ákvörðunin var tekin á aðalfundi félagsins þann 27. júlí 2015. 

Samkvæmt yfirlýsingu sem Procar sendi út í gær var átt við kílómetramælana frá 2013 til 2015. Eins og Stundin greindi frá í dag stóð svindlið þó yfir langt fram eftir árinu 2016 og benda fyrirliggjandi gögn til þess að Gunnar Björn, eigandi og framkvæmdastjóri, hafi sjálfur tekið þátt í því. Eignir fyrirtækisins voru metnar á um milljarð í árslok 2016 en eigið fé þess nam 23 milljónum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
6
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu