Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Yfirlýsing Procar stenst ekki skoðun

Bíla­leig­an Procar kenn­ir fyrr­ver­andi starfs­manni um að hafa lækk­að kíló­metra­stöðu tuga bif­reiða áð­ur en þær voru seld­ar. Yf­ir­lýs­ing­in stang­ast á við gögn sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um.

Yfirlýsing Procar stenst ekki skoðun
Breytti sjálfur kílómetramælum Gunnar Björn Gunnarsson,framkvæmdastjóri Procar, breytti sjálfur stöðu kílómetramæla bíla fyrirtækisins, þvert á það sem hann hélt fram við fréttaskýringaþáttinn Kveik.

Fullyrðing bílaleigunnar Procar um að hætt hafi verið árið 2015 að eiga við kílómetramæla í bílum sem fyrirtækið hugðist selja er röng. Þetta sýna gögn sem Stundin hefur undir höndum. Umrædd gögn eru samningar um útleigu á bílum en í þeim var kílómetrastaða bílanna skráð. Á þeim kemur fram að í kílómetramælum á þriðja tug bíla, hið minnsta, var breytt og þeir færðir niður árið 2016. 

Forsvarsmenn fyrirtæksins hafa skellt skuldinni á fyrrverandi starfsmann, en gögn sýna fram á að tveir lykilstarfsmenn sem framkvæmdu niðurfærslurnar eru enn starfandi, og er annar þeirra framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Kveikur greindi frá því í gær að bílaleigan Procar hefði lækkað kílómetrastöðu tuga bíla um allt að 105 þúsund kílómetra áður en þeir voru seldir og þannig aukið virði þeirra með því að blekkja kaupendur. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins aflaði um nokkurt skeið gagna sem sýndu fram á umrædda háttsemi og afhenti hann Kveik þau gögn. Stundin hefur einnig undir höndum gögn sem sýna athæfi lykilstarfsmanna bílaleigunnar. Gögnin stangast í meginatriðum á við yfirlýsingu Procar í gærkvöldi. 

Framkvæmdastjórinn færði sjálfur kílómetramæla niður

Í umfjöllun Kveiks í gær kom fram að ítrekað hefði verið óskað eftir viðtali við Gunnar Björn Gunnarsson, forstjóra Procar, vegna umfjöllunarinnar. Gunnar Björn hafnaði viðtali og sagðist ekki kannast við að kílómetrastöðu bíla hefði verið breytt. Í umfjöllun Kveiks kom fram að gögnin sýni að hans eigin aðgangur að kerfi bílaleigunnar hefði verið notaður til að skrá lækkaða kílómetrastöðu. Gögn sem Stundin hefur undir höndum sýna einnig að svo sé.

„Sá sem bar ábyrgð á þessari framkvæmd hefur hætt störfum og kemur ekki lengur nálægt rekstri fyrirtækisins.“

Í yfirlýsingu sem bílaleigan Procar sendi frá sér í gærkvöldi, eftir að þáttur Kveiks var sýndur, er beðist afsökunar á þessari hegðun. Þar segir einnig: „Þessum inngripum í akstursskráningu bílanna var hætt árið 2015. Sá sem bar ábyrgð á þessari framkvæmd hefur hætt störfum og kemur ekki lengur nálægt rekstri fyrirtækisins.“

Gögn sem Stundin hefur undir höndum sýna að þetta er rangt í tveimur meginatriðum.

Annars vegar var stöðu kílómetramæla bíla Procar breytt og hún færð niður langt fram á árið 2016, að minnsta kosti fram í maímánuð það ár.

Í yfirlýsingunni kemur sem fyrr segir fram að sá sem hafi borið ábyrgð á þessari framkvæmd hafi hætt störfum hjá fyrirtækinu og komi ekki lengur nálægt rekstri þess. Meðal þeirra sem endurstilltu kílómetramæla í bílum fyrirtækisins voru hins vegar Gunnar Björn, þáverandi og núverandi framkvæmdastjóri þess. Þá sýna gögn að í á þriðja tug tilfella, hið minnsta, breytti starfsmaður fyrirtækisins, Smári Hreiðarsson, stöðu kílómetramæla bílanna á árinu 2016. 

Smári er, eftir því sem næst verður komist, ennþá starfsmaður Procar. Hann var hins vegar ekki við á bílaleigunni þegar Stundin hafði samband í morgun. „Hann er mjög upptekinn,“ sagði starfsmaður bílaleigunnar.

Kílómetrastaða bíla fölsuð svo nam 100 þúsund kílómetrum

Þá er fullyrðing Procar í yfirlýsingunna um að í flestum tilfellum hafi niðurfærsla kílómetramælanna numið 15 til 30 þúsund kílómetrum verulega hæpin. Stundin fór yfir gögn um tuttugu bíla þar sem kílómetramælum var breytt á árinu 2016. Af bílunum tuttugu voru tveir þar sem breyting á kílómetrastöðu var á bilinu 15 til 30 þúsund kílómetrar og ein þar sem breytingin var lægri, 9 þúsund kílómetra niðurfærsla. Í hinum sautján tilfellunum var um að ræða meiri breytingu og í sumum tilfellum var kílómetrafjöldinn færður niður um nálægt 100 þúsund kílómetrum. Stærsta breytingin sem gerð var á kílómetrastöðu mælis var framkvæmd á bíl af tegundinni Suzuki Jimny, 13. apríl 2016 af Smára Hreiðarssyni. Þar var kílómetrastaða mælis bílsins færð úr 170.347 eknum kílómetrum og niður í aðeins 64.589 ekna kílómetra. Alls nam niðurfærslan því 105.758 kílómetrum, sem jafngildir rúmlega 79 ferðum um hringveginn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
5
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
6
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Domino's-þjóðin Íslendingar
8
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár