Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aldís Schram ekki með örorkumat

„Enn ein lygi Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar hrak­in“ skrif­ar Al­dís Schram dótt­ir hans og birt­ir vott­orð frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins.

Aldís Schram ekki með örorkumat

Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar, birtir vottorð frá Tryggingastofnun ríkisins á Facebook síðu sinni í dag. Í því kemur fram að hún sé ekki með örorkumat frá stofnuninni.

Sjö konur hafa stigið fram undir nafni og sakað Jón Baldvin um kynferðislegra áreitni. Alls hafa 23 konur birt sögur sínar á vefsíðu og halda frásagnir áfram að berast í sérstökum MeToo hópi kvennanna á Facebook. Jón Baldvin hefur ítrekað sagt að sögurnar eigi allar rætur að rekja til veikinda dóttur sinnar. Hefur Aldís birt vottorð sálfræðings sem segir hana ekki sýna merki geðhvarfasýki, en einkenni áfallastreitu. Birti hún sömuleiðis vottorð heimilislæknis um að í viðtölum við hann hefðu ekki  komið fram einkenni geðsjúkdóma.

Aldís var sex sinnum nauðungarvistuð á geðdeild Landspítalans. Hefur hún borið föður sinn þeim sökum að hafa farið fram á nauðungarvistun í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Hann hefur hafnað því. Fjórar beiðnir um nauðungarvistun bárust frá honum á meðan hann var erlendis að störfum sem sendiherra. 

Jón Baldvin skrifaði grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann fjallaði ítarlega um meint veikindi Aldísar og umfjöllun Sigmars Guðmundssonar á RÚV um hans mál. „Ef það er satt, sem Sigmar hefur eftir Aldísi í viðtalinu, að hún sé ranglega greind með geðhvarfasýki, ber þá ekki Tryggingastofnun ríkisins, sem að fengnu áliti sérfræðinga Landspítalans hefur skilgreint Aldísi sem „geðfatlaða“, að endurskoða þá málsmeðferð og þar með greiðslu örorkubóta, sem byggðar eru á þessu mati?“

„Enn ein lygi Jóns Baldvins Hannibalssonar hrakin,“ skrifar Aldís. „Jón Baldvin Hannibalsson ku skv. nýjustu fréttum halda því fram að ég sé á orörkubótum - sem er sannanlega ranghugmynd hans meðf. skjali tryggingarstofnunar samkvæmt.“

Skjalið er dagsett í dag, 7. febrúar. „Það vottast hér með, að Aldís Schram [...] er ekki með örorkumat frá Tryggingastofnun ríkisins,“ segir í skjalinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár