Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Jón Bald­vin spyr hvort endur­skoða eigi ör­orku­greiðslur til dóttur sinnar

Jón Bald­vin Hanni­bals­son bein­ir spjót­um sín­um að Sig­mari Guð­munds­syni, frétta­manni á RÚV, í að­sendri grein í Morg­un­blað­inu. Þá fjall­ar hann ít­ar­lega um meint veik­indi dótt­ur sinn­ar.

Jón Bald­vin spyr hvort endur­skoða eigi ör­orku­greiðslur til dóttur sinnar

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar heilsíðugrein í Morgunblaðið í dag þar sem hann segir ástæður þess að dóttir hans hafi sakað hann um kynferðisbrot vera þær að hún kenni honum um nauðungarvistanir á geðdeild. Þá spyr hann hvort endurskoða eigi örorkumat og greiðslur til hennar, fyrst hún sé ranglega greind með geðhvarfasýki.

Sjö konur hafa stigið fram undir nafni og sakað Jón Baldvin um kynferðislegra áreitni. Alls hafa 23 konur birt sögur sínar á vefsíðu og halda frásagnir áfram að berast í sérstökum MeToo hópi kvennanna á Facebook. Jón Baldvin hefur ítrekað sagt að sögurnar eigi allar rætur að rekja til veikinda dóttur sinnar.

Í grein með titlinum „Sannleikurinn er sagna bestur“ beinir Jón Baldvin spjótum sínum að viðtali Sigmars Guðmundssonar við Aldísi Schram, dóttur Jóns Baldvins, á RÚV 18. janúar. Fjórar beiðnir um nauðungarvistun bárust frá Jóni Baldvini á meðan hann var erlendis að störfum sem sendiherra. Hefur Aldís birt vottorð sálfræðings sem segir hana ekki sýna merki geðhvarfasýki.

„Eru íslenskir ríkisborgarar virkilega núorðið varnarlausir frammi fyrir níðrógi og mannorðsmorðum af þessu tagi?“ skrifar Jón Baldvin „Það hlýtur að teljast grafalvarlegt mál, að alvörufjölmiðill – eins og RÚV er ætlað að vera – skuli bera á borð fyrir hlustendur sína falsfréttir af þessu tagi.“

Rekur Jón Baldvin ferlið frá því að Aldís var fyrst nauðungarvistuð árið 1992 og segir það alltaf hafa verið með hennar samþykki fram til ársins 2012. „Sjálfur á ég í fórum mínum eftirfarandi vottorð frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 5. janúar 2012: „Lögreglan hefur nokkrum sinnum á undanförnum árum haft afskipti af Aldísi Baldvinsdóttur [...] eða sinnt verkefnum vegna hennar. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að foreldrar hennar, Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson, hafa aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi hennar vegna. Þetta staðfestist hér með.“ (Undirskrift: Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri.)“

Loks segir Jón Baldvin að Sigmar hafi ekki spurt réttra spurningar eða fengið svör. „Ef það er satt, sem Sigmar hefur eftir Aldísi í viðtalinu, að hún sé ranglega greind með geðhvarfasýki, ber þá ekki Tryggingastofnun ríkisins, sem að fengnu áliti sérfræðinga Landspítalans hefur skilgreint Aldísi sem „geðfatlaða“, að endurskoða þá málsmeðferð og þar með greiðslu örorkubóta, sem byggðar eru á þessu mati?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár