Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Íbúarnir stofna saman matvöruverslun

Íbú­ar í Ár­nes­hreppi, þar sem get­ur ver­ið ófært hátt í fjóra mán­uði yf­ir vet­ur­inn, söfn­uðu sjö­tíu hlut­höf­um að nýrri versl­un.

Íbúarnir stofna saman matvöruverslun

Íbúar í Árneshreppi á Ströndum hafa tekið sig saman og stofnað matvöruverslun með framlagi 70 hluthafa. Aðeins 43 íbúar eru skráðir til heimilis í hreppnum.

Kaupfélagið í Norðurfirði lagðist niður síðastliðið haust og hafa íbúarnir þurft að panta vörur með flugi. Þetta mun breytast í vor, þegar ný samvinnuverslun fjármögnuð að fjórum milljónum króna verður opnuð. 

Stofnfundurinn var haldinn síðasta föstudag. „Það var góð mæting og ríkti bjartsýni á fundinum. Félagið fékk nafnið Verzlunarfjelag Árneshrepps og er stefnt að því að opna með takmarkaðan opnunartíma strax á vormánuðum og síðan með fullum opnunartíma í sumarbyrjun,“ segir í tilkynningu frá Vestfjarðastofu.

Fram kemur að sett var 100.000 króna hámark á hlutafjárkaup til að tryggja dreifða eignaraðild að nýju versluninni.

Undanfarin misseri hafa staðið yfir deilur í hreppnum um hvort heimila eigi framkvæmdir við Hvalárvirkjun við Ófeigsfjörð og Eyvindarfjörð, sem myndi leiða til þess að fossar á svæðinu ýmist skertust eða hyrfu, sem og víðfeðmustu samfelldu óbyggðir Vestfjarða.

FækkunÁrneshreppur komst í hámæli eftir að áform um svokallaða Hvalárvirkjun urðu opinber.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalárvirkjun

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár