Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Íbúarnir stofna saman matvöruverslun

Íbú­ar í Ár­nes­hreppi, þar sem get­ur ver­ið ófært hátt í fjóra mán­uði yf­ir vet­ur­inn, söfn­uðu sjö­tíu hlut­höf­um að nýrri versl­un.

Íbúarnir stofna saman matvöruverslun

Íbúar í Árneshreppi á Ströndum hafa tekið sig saman og stofnað matvöruverslun með framlagi 70 hluthafa. Aðeins 43 íbúar eru skráðir til heimilis í hreppnum.

Kaupfélagið í Norðurfirði lagðist niður síðastliðið haust og hafa íbúarnir þurft að panta vörur með flugi. Þetta mun breytast í vor, þegar ný samvinnuverslun fjármögnuð að fjórum milljónum króna verður opnuð. 

Stofnfundurinn var haldinn síðasta föstudag. „Það var góð mæting og ríkti bjartsýni á fundinum. Félagið fékk nafnið Verzlunarfjelag Árneshrepps og er stefnt að því að opna með takmarkaðan opnunartíma strax á vormánuðum og síðan með fullum opnunartíma í sumarbyrjun,“ segir í tilkynningu frá Vestfjarðastofu.

Fram kemur að sett var 100.000 króna hámark á hlutafjárkaup til að tryggja dreifða eignaraðild að nýju versluninni.

Undanfarin misseri hafa staðið yfir deilur í hreppnum um hvort heimila eigi framkvæmdir við Hvalárvirkjun við Ófeigsfjörð og Eyvindarfjörð, sem myndi leiða til þess að fossar á svæðinu ýmist skertust eða hyrfu, sem og víðfeðmustu samfelldu óbyggðir Vestfjarða.

FækkunÁrneshreppur komst í hámæli eftir að áform um svokallaða Hvalárvirkjun urðu opinber.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalárvirkjun

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár