Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Íbúarnir stofna saman matvöruverslun

Íbú­ar í Ár­nes­hreppi, þar sem get­ur ver­ið ófært hátt í fjóra mán­uði yf­ir vet­ur­inn, söfn­uðu sjö­tíu hlut­höf­um að nýrri versl­un.

Íbúarnir stofna saman matvöruverslun

Íbúar í Árneshreppi á Ströndum hafa tekið sig saman og stofnað matvöruverslun með framlagi 70 hluthafa. Aðeins 43 íbúar eru skráðir til heimilis í hreppnum.

Kaupfélagið í Norðurfirði lagðist niður síðastliðið haust og hafa íbúarnir þurft að panta vörur með flugi. Þetta mun breytast í vor, þegar ný samvinnuverslun fjármögnuð að fjórum milljónum króna verður opnuð. 

Stofnfundurinn var haldinn síðasta föstudag. „Það var góð mæting og ríkti bjartsýni á fundinum. Félagið fékk nafnið Verzlunarfjelag Árneshrepps og er stefnt að því að opna með takmarkaðan opnunartíma strax á vormánuðum og síðan með fullum opnunartíma í sumarbyrjun,“ segir í tilkynningu frá Vestfjarðastofu.

Fram kemur að sett var 100.000 króna hámark á hlutafjárkaup til að tryggja dreifða eignaraðild að nýju versluninni.

Undanfarin misseri hafa staðið yfir deilur í hreppnum um hvort heimila eigi framkvæmdir við Hvalárvirkjun við Ófeigsfjörð og Eyvindarfjörð, sem myndi leiða til þess að fossar á svæðinu ýmist skertust eða hyrfu, sem og víðfeðmustu samfelldu óbyggðir Vestfjarða.

FækkunÁrneshreppur komst í hámæli eftir að áform um svokallaða Hvalárvirkjun urðu opinber.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalárvirkjun

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu