Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Logi hafnaði boði um að senda Jóni Baldvin heillaóskir: „Segir sig algerlega sjálft“

Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi for­ystu­mað­ur jafn­að­ar­manna á Ís­landi, er óánægð­ur með að fá ekki stuðn­ing frá þing­flokki Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Formað­ur flokks­ins seg­ir þing­flokk­inn ekki skulda Jóni Bald­vin neitt.

Logi hafnaði boði um að senda Jóni Baldvin heillaóskir: „Segir sig algerlega sjálft“

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, kærði sig ekki um að skrifa undir heillaóskir til Jóns Baldvins Hannibalssonar í tilefni af áttræðisafmæli og útgáfu bókar um stjórnmálaferil hans.

„Ég get alveg staðfest að ég var beðinn um að vera á þessum lista og hafnaði því,“ segir Logi aðspurður um málið. 

Fréttablaðið birti grein í morgun eftir Jón Baldvin, fyrrverandi forystumann jafnaðarmanna á Íslandi, þar sem hann svarar alvarlegum ásökunum fjölda kvenna á hendur sér og setur fram kenningar um þær hvatir sem búi að baki ásökununum.

Í niðurlagi greinarinnar beinir Jón Baldvin spjótum sínum að þingflokki Samfylkingarinnar. „Athygli mín hefur verið vakin á því, að enginn í þingflokki Samfylkingar, sem telur sig a.m.k. á tyllidögum vera arftaka jafnaðarstefnu í íslenskum stjórnmálum, þorði að birta nöfn sín á heillaóskaskrá til „hins aldna leiðtoga íslenskra jafnaðarmanna“,“ skrifar hann.. „Vildu þau kannski ekki? Eða þorðu þau einfaldlega ekki fyrir sitt litla líf að rísa gegn tyftunarvaldi öfgafeminista, sem hafa hreiðrað um sig í valdastöðum í flokknum? Hvort heldur er, vil ég segja við þá eftirfarandi: Heigulsháttur er alvarlegur ljóður á ráði stjórnmálamanna.“

„Í mínum huga segir það sig algerlega sjálft“

Logi Einarsson segir augljóst hvers vegna hann skrifaði ekki undir heillaóskir til Jóns Baldvins. „Það þarf ekkert að útskýra hvers vegna. Í mínum huga segir það sig algerlega sjálft. Og það að styðja eða styðja ekki Jón Baldvin er ekki spurning um heigulshátt eða eitthvert sérstakt kjark eða þor.“

Logi segist aldrei hafa starfað með Jóni Baldvin. „En ég tel mig tilheyra flokki sem praktíserar jafnaðarstefnuna jafnt á tyllidögum sem og í hversdeginum. Ég ber engan kinnroða fyrir því að fullyrða það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

MeToo sögur um Jón Baldvin

Dóttir Þóru: Stolt af því að hafa rofið þögnina
Fréttir

Dótt­ir Þóru: Stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina

„Ég er stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina með því að koma dag­bók mömmu á fram­færi sem og bréf­inu sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi henni,“ seg­ir Val­gerð­ur Þor­steins­dótt­ir, dótt­ir Þóru Hreins­dótt­ur en Stund­in fjall­aði um bréf­ið og dag­bók­ina á dög­un­um. Pabbi Val­gerð­ar sem var í sam­búð með Þóru fyr­ir um fjöru­tíu ár­um, eig­in­kona hans og syst­ir Val­gerð­ar segja að frið­helgi einka­lífs Þóru sé rof­in og van­virt.
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Greining

Tíu ár af nýj­um vitn­is­burð­um um hátt­semi Jóns Bald­vins

Frá því að Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ir steig fram fyr­ir 10 ár­um síð­an og op­in­ber­aði bréf sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi þeg­ar hún var ung­ling­ur hafa tug­ir annarra frá­sagna um hátt­semi hans kom­ið fram. Jón Bald­vin hef­ur reynt að fá fólk til að skrifa und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu en á sama tíma eiga sér stað ný at­vik þar sem kon­ur upp­lifa hann sem ógn.
Þegar konur eru stimplaðar geðveikar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar kon­ur eru stimpl­að­ar geð­veik­ar

„Þetta á ekk­ert er­indi við al­menn­ing, frek­ar en geð­veiki dótt­ur minn­ar,“ voru við­brögð Jóns Bald­vins við birt­ingu bréfa sem hann skrif­aði til ungr­ar stúlku í fjöl­skyld­unni. Í til­raun til að varpa at­hygl­inni frá sér benti hann á dótt­ur sína, sem svar­aði fyr­ir sig og var fyr­ir vik­ið dreg­in fyr­ir dóm af föð­ur sín­um. „Ég gat ekki sætt mig við að vera út­mál­uð geð­veik.“

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár