Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Starfshópur náði ekki samstöðu um að gera kjarasamningsbrot refsiverð

Sam­starfs­hóp­ur fé­lags- og barna­mála­ráð­herra legg­ur til víð­tæk­ar að­gerð­ir gegn brot­a­starf­semi á vinnu­mark­aði, með­al ann­ars gegn kenni­töluflakki og launa­þjófn­aði og vill að hægt sé að svipta fólk heim­ild til að stjórna fyr­ir­tækj­um.

Starfshópur náði ekki samstöðu um að gera kjarasamningsbrot refsiverð
Myndin tengist greininni óbeint. Mynd: Stundin

Samstarfshópur skipaður af félags- og barnamálaráðherra telur eitt brýnasta verkefnið í baráttunni gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði vera að taka markvisst á kennitöluflakki. Samstarfshópurinn var skipaður 14. september og skilaði skýrslu sinni í dag, en hana má lesa hér.

Hópurinn lagði meðal annars fram tillögur til að vinna gegn skipulögðum launaþjófnaði, gegn mansali og nauðungarvinnu, og til að koma á formlegu samstarfi eftirlits hins opinbera og aðila vinnumarkaðarins.

Meðal annars er lagt til að ríkisskattstjóri fái lagaheimildir til að svipta einstaklinga tímabundið heimild til að taka þátt í stjórnun fyrirtækja, en til þess þurfa þeir að teljast vanhæfir vegna „óverjandi viðskiptahátta og rökstudds grunar um refsiverða háttsemi í tengslum við atvinnurekstur“.

Lagt er til að komið verði á formlegu samstarfi milli lögreglunnar, ríkisskattstjóra, Vinnueftirlitsins og Vinnumálastofnunar gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði. Hingað til hefur starfið verið óformlegt, en ríkisskattstjóri sagði sig úr samstarfi með verkalýðsfélögunum árið 2017 sökum niðurskurðar hjá embættinu. Margir innan verkalýðshreyfingarinnar eru sammála um að það hafi dregið verulega úr skilvirkni eftirlitsins.

Samstarfshópur skilar skýrsluSamstarfshópurinn var skipaður af Ásmundi Einar Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra. Fyrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson, var formaður hópsins.

Einnig er mælt með formlegu samstarfi ríkisstjórnar, stjórnvalda, og aðila vinnumarkaðarsins að norskri fyrirmynd þannig að hægt sé að skiptast á upplýsingum um brotastarfsemi á vinnumarkaði, eins og til dæmis skattskil, aðstæður á vinnustað, eða launakjör starfsmanna.

Ósamstaða um keðjuábyrgð

Samstarfshópurinn telur mikilvægt að koma á keðjuábyrgð sem kveður á um skyldur verkkaupanda sem nái utan um laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar, og önnur réttindi starfsmanna sem koma að verkinu, hvort sem þeir séu starfsmenn verktaka, undirverktakar, eða komi að verkinu í gegnum starfsmannaleigu.

„Mikilvægt er að keðjuábyrgð verkkaupa nái til réttinda starfsmanna og til skila á sköttum og skyldum“, segir í skýrslunni. Nú þegar liggur fyrir lagafrumvarp um þessar tillögur að því er varðar opinber innkaup, en ósætti voru innan hópsins um hvort lögin ættu að ná lengra en það.

Alþýðusamband Íslands lagði til að lög um keðjuábyrgð yrðu sett yfir allan vinnumarkaðinn, en Samtök atvinnulífsins töldu slíkt of víðtækt og að eftirlitið yrði of kostnaðarsamt. SA lagði frekar til sértækar aðgerðir þar sem vitað væri um vandamál á vinnumarkaðinum.

Varnaðaráhrif gegn kjarabrotum

Í skýrslunni er lagt til að auka heimildir stjórnvalda til að beita stjórnvaldssektum og þvingunarúrræðum „til að knýja á um fylgispekt við kjarasamninga og kjör starfsmanna í alvarlegustu tilvikum.“ Meðal annars er lagt til að hægt verði að beita þá aðila þvingunarúrræðum sem ítrekað hafa verið staðnir að því að brjóta með alvarlegum hætti gegn kjarasamningum. Þvingunarúrræðin verði í formi lokana eða dagsekta í þeim tilvikum sem tilmælum um úrbætur er ekki fylgt.

Ekki náðist einhugur um tillögur ASÍ að færa brot á kjarasamningum og lögum sem gilda á vinnumarkaði inn í almenn hegningarlög. Hinsvegar sammæltist hópurinn um að koma í veg fyrir brotastarfsemi undir formerkjum starfsnáms eða starfsþjálfunar eða með sjálfboðaliðum. Til eru lög sem heimila sjálfboðavinnu fyrir menningarstarfsemi eða góðgerðarvinnu, en hópurinn telur mikilvægt að skerpa á þeim og setja heildarlög um starfsnám og starfsþjálfun.

Starfshópurinn víkur líka að mikilvægi þess að rýna alla löggjöf og regluverk á þessu málefnasviði, taka heildstæðar stefnuákvarðanir um fjárveitingar og taka mið af reynslu nágrannaþjóða.

Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var formaður hópsins. Í hópnum voru einnig fulltrúar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, embætti ríkislögreglustjóra, félagsmálaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, forsætisráðuneyti, Ríkiskattstjóra, Vinnueftirliti ríkisins, Vinnumálastofnun, Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna, BSRB, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samtökum atvinnulífsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár