Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmenn vilja niðurgreiða sálfræðiþjónustu

21 þing­mað­ur stend­ur að fyr­ir­hug­uðu frum­varpi um að greiða nið­ur sál­fræði­þjón­ustu með sjúkra­trygg­inga­kerf­inu.

Þingmenn vilja niðurgreiða sálfræðiþjónustu

Um þriðjungur allra þingmanna munu flytja saman frumvarp um að almenn sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Breið samstaða er um málið í nær öllum stjórnmálaflokkum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

„Með þessu frumvarpi erum við að horfa til nútímans,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður málsins en alls stendur 21 þingmaður að frumvarpinu. „Það á að vera jafngilt að leita sér lækninga hvort sem það er fyrir andleg veikindi eða líkamleg. Þess vegna viljum við fella sálfræðiþjónustu undir greiðsluþátttökukerfið.“

Í drögum að frumvarpinu segir að eitt höfuðmarkmiðið sé að tryggja aðgengi einstaklinga að sálfræðiþjónustu. Það sé lykilatriði að aðgengi að sálfræðiþjónustu sé gott þegar kemur að því að greina veikindi snemma og tryggja nauðsynlega meðferð.

Samkvæmt klínískum leiðbeiningum landlæknis skal sálfræðimeðferð vera fyrsti kostur við kvíða, þunglyndi og öðrum sálrænum kvillum. Meðferðin er hins vegar kostnaðarsöm fyrir þann sem hana sækir og því ekki nýtt sem skyldi.

María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir að frumvarpið hefði átt að hafa litið dagsins ljós fyrir löngu síðan. „Við þurfum sálfræðinga í skóla, heilsugæsluna og nær fólki, ekki bara inni á sjúkrahúsum, það vantar sálfræðinga í forvarnarskyni,“ segir María.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár