Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmenn vilja niðurgreiða sálfræðiþjónustu

21 þing­mað­ur stend­ur að fyr­ir­hug­uðu frum­varpi um að greiða nið­ur sál­fræði­þjón­ustu með sjúkra­trygg­inga­kerf­inu.

Þingmenn vilja niðurgreiða sálfræðiþjónustu

Um þriðjungur allra þingmanna munu flytja saman frumvarp um að almenn sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Breið samstaða er um málið í nær öllum stjórnmálaflokkum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

„Með þessu frumvarpi erum við að horfa til nútímans,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður málsins en alls stendur 21 þingmaður að frumvarpinu. „Það á að vera jafngilt að leita sér lækninga hvort sem það er fyrir andleg veikindi eða líkamleg. Þess vegna viljum við fella sálfræðiþjónustu undir greiðsluþátttökukerfið.“

Í drögum að frumvarpinu segir að eitt höfuðmarkmiðið sé að tryggja aðgengi einstaklinga að sálfræðiþjónustu. Það sé lykilatriði að aðgengi að sálfræðiþjónustu sé gott þegar kemur að því að greina veikindi snemma og tryggja nauðsynlega meðferð.

Samkvæmt klínískum leiðbeiningum landlæknis skal sálfræðimeðferð vera fyrsti kostur við kvíða, þunglyndi og öðrum sálrænum kvillum. Meðferðin er hins vegar kostnaðarsöm fyrir þann sem hana sækir og því ekki nýtt sem skyldi.

María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir að frumvarpið hefði átt að hafa litið dagsins ljós fyrir löngu síðan. „Við þurfum sálfræðinga í skóla, heilsugæsluna og nær fólki, ekki bara inni á sjúkrahúsum, það vantar sálfræðinga í forvarnarskyni,“ segir María.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár