Eiginkona Sigurðar stýrir félagi í Lúxemborg sem á sveitasetrið í Borgarfirði

Þrátt fyr­ir að Sig­urð­ur Ein­ars­son hafi orð­ið gjald­þrota og reynt að þræta fyr­ir eign­ar­hald sitt á sveita­setr­inu Veiðilæk í Borg­ar­firði þá stýr­ir kona hans fé­lag­inu sem á hús­ið. Fé­lag­ið í Lúx hef­ur lán­að 650 millj­ón­ir til Ís­lands.

Eiginkona Sigurðar stýrir félagi í Lúxemborg sem á sveitasetrið í Borgarfirði
Eiginkona hans stýrir félaginu Eiginkona Sigurðar Einarssonar, Arndís Björnsdóttir, stýrir félaginu í Lúxemborg sem á sveitasetrið í Borgarfirði sem Sigurður hefur sagður hafa passað fyrir vin sinn.

Tæplega 650 milljóna króna lán frá eignarhaldsfélagi í Lúxemborg hvíla á íslensku fyrirtæki sem heldur utan um sumarhús í Borgarfirðinum sem Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lét byggja og átti fyrir og eftir efnahagshrunið árið 2008. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2017. Nýjar heimildir frá Lúxemborg sýna hvernig eiginkona Sigurðar stýrir þarlendu félagi sem heldur utan um eignarhald og lánveitingar út af sumarhúsinu. 

Sumarhúsið, sem gengur undir nafninu Veiðilækur þar sem það stendur á jörð sem ber þetta heiti, hefur oft verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í gegnum árin.

Sigurður færði eignarhaldið af húsinu frá eignarhaldsfélagi í sinni eigu og yfir til félagsins JABB á Íslandi ehf. árið 2011 en þetta félag er svo í eigu félagsins JABB S.A. í Lúxemborg. Sigurður varð gjaldþrota og var 250 milljarða króna kröfum lýst í bú hans. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár