Tæplega 650 milljóna króna lán frá eignarhaldsfélagi í Lúxemborg hvíla á íslensku fyrirtæki sem heldur utan um sumarhús í Borgarfirðinum sem Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lét byggja og átti fyrir og eftir efnahagshrunið árið 2008. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2017. Nýjar heimildir frá Lúxemborg sýna hvernig eiginkona Sigurðar stýrir þarlendu félagi sem heldur utan um eignarhald og lánveitingar út af sumarhúsinu.
Sumarhúsið, sem gengur undir nafninu Veiðilækur þar sem það stendur á jörð sem ber þetta heiti, hefur oft verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í gegnum árin.
Sigurður færði eignarhaldið af húsinu frá eignarhaldsfélagi í sinni eigu og yfir til félagsins JABB á Íslandi ehf. árið 2011 en þetta félag er svo í eigu félagsins JABB S.A. í Lúxemborg. Sigurður varð gjaldþrota og var 250 milljarða króna kröfum lýst í bú hans. …
Athugasemdir