Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eiginkona Sigurðar stýrir félagi í Lúxemborg sem á sveitasetrið í Borgarfirði

Þrátt fyr­ir að Sig­urð­ur Ein­ars­son hafi orð­ið gjald­þrota og reynt að þræta fyr­ir eign­ar­hald sitt á sveita­setr­inu Veiðilæk í Borg­ar­firði þá stýr­ir kona hans fé­lag­inu sem á hús­ið. Fé­lag­ið í Lúx hef­ur lán­að 650 millj­ón­ir til Ís­lands.

Eiginkona Sigurðar stýrir félagi í Lúxemborg sem á sveitasetrið í Borgarfirði
Eiginkona hans stýrir félaginu Eiginkona Sigurðar Einarssonar, Arndís Björnsdóttir, stýrir félaginu í Lúxemborg sem á sveitasetrið í Borgarfirði sem Sigurður hefur sagður hafa passað fyrir vin sinn.

Tæplega 650 milljóna króna lán frá eignarhaldsfélagi í Lúxemborg hvíla á íslensku fyrirtæki sem heldur utan um sumarhús í Borgarfirðinum sem Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lét byggja og átti fyrir og eftir efnahagshrunið árið 2008. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2017. Nýjar heimildir frá Lúxemborg sýna hvernig eiginkona Sigurðar stýrir þarlendu félagi sem heldur utan um eignarhald og lánveitingar út af sumarhúsinu. 

Sumarhúsið, sem gengur undir nafninu Veiðilækur þar sem það stendur á jörð sem ber þetta heiti, hefur oft verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í gegnum árin.

Sigurður færði eignarhaldið af húsinu frá eignarhaldsfélagi í sinni eigu og yfir til félagsins JABB á Íslandi ehf. árið 2011 en þetta félag er svo í eigu félagsins JABB S.A. í Lúxemborg. Sigurður varð gjaldþrota og var 250 milljarða króna kröfum lýst í bú hans. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár