Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eiginkona Sigurðar stýrir félagi í Lúxemborg sem á sveitasetrið í Borgarfirði

Þrátt fyr­ir að Sig­urð­ur Ein­ars­son hafi orð­ið gjald­þrota og reynt að þræta fyr­ir eign­ar­hald sitt á sveita­setr­inu Veiðilæk í Borg­ar­firði þá stýr­ir kona hans fé­lag­inu sem á hús­ið. Fé­lag­ið í Lúx hef­ur lán­að 650 millj­ón­ir til Ís­lands.

Eiginkona Sigurðar stýrir félagi í Lúxemborg sem á sveitasetrið í Borgarfirði
Eiginkona hans stýrir félaginu Eiginkona Sigurðar Einarssonar, Arndís Björnsdóttir, stýrir félaginu í Lúxemborg sem á sveitasetrið í Borgarfirði sem Sigurður hefur sagður hafa passað fyrir vin sinn.

Tæplega 650 milljóna króna lán frá eignarhaldsfélagi í Lúxemborg hvíla á íslensku fyrirtæki sem heldur utan um sumarhús í Borgarfirðinum sem Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lét byggja og átti fyrir og eftir efnahagshrunið árið 2008. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2017. Nýjar heimildir frá Lúxemborg sýna hvernig eiginkona Sigurðar stýrir þarlendu félagi sem heldur utan um eignarhald og lánveitingar út af sumarhúsinu. 

Sumarhúsið, sem gengur undir nafninu Veiðilækur þar sem það stendur á jörð sem ber þetta heiti, hefur oft verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í gegnum árin.

Sigurður færði eignarhaldið af húsinu frá eignarhaldsfélagi í sinni eigu og yfir til félagsins JABB á Íslandi ehf. árið 2011 en þetta félag er svo í eigu félagsins JABB S.A. í Lúxemborg. Sigurður varð gjaldþrota og var 250 milljarða króna kröfum lýst í bú hans. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu