Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Systir Bryndísar Schram: „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“

Mar­grét Schram seg­ir að Jón Bald­vin Hanni­bals­son hafi kom­ið nak­inn upp í rúm til sín þeg­ar hún var í heim­sókn hjá hjón­un­um á mennta­skóla­aldri. Jón Bald­vin ætl­ar ekki að bregð­ast við frá­sögn­inni fyrr en síð­ar.

Systir Bryndísar Schram: „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“
Margrét Schram Mágkona Jóns Baldvins segist lítil afskipti hafa haft af honum síðan fjallað var um bréf hans í Nýju lífi árið 2012.

Margrét Schram, mágkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir að Jón Baldvin hafi komið nakinn upp í rúm til sín þegar hún var á menntaskólaaldri. Jón Baldvin segist ekki ætla að bregðast við framburði hennar fyrr en síðar.

Í Stundinni lýsa fjórar konur kynferðislegri áreitni af hendi Jóns Baldvins. Umfjöllunina í heild má lesa í tölublaði Stundarinnar sem kom út í gær.

Margrét er systir Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins. Í samtali við Stundina segir hún að Jón Baldvin hafi áreitt sig kynferðislega þegar hún var í heimsókn hjá þeim hjónum í Edinborg í upphafi sjöunda áratugarins. Hún hafi líklega verið 19 eða 20 ára, í Menntaskólanum í Reykjavík, en hafi unnið sem flugfreyja yfir sumarið, og því haft tök á að fara í heimsókn.

„Ég hafði samband við Bryndísi og ekkert var því til fyrirstöðu að ég stoppaði við hjá þeim,“ segir Margrét. „Þegar ég kom á leiðarenda var Bryndís ekki heima. Hún hafði þurft að skreppa eitthvað, að sögn Jóns, og var ekki væntaleg heim fyrr en eftir að ég væri farin. Ég man vel hvað mér brá.“

Eftir gönguferð um borgina og kvöldverð með Jóni Baldvini hafi hún lagst til hvílu í rúmstæði á miðju gólfi í stofunni. „Ekki veit ég hversu lengi ég hafði sofið en ég vakna við að það er eitthvað við hliðina á mér undir sænginni,“ segir hún. „Eitthvað kalt og ókunnungt. Mér bregður alveg óskaplega mikið. Fyllist einhverjum viðbjóði og ræðst á skrímslið, trúlega öskrandi. Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér. Þvílík upplifun! Trúlega eins og að fá fulla fötu af ánamöðkum yfir sig.“

Margrét segist hafa lamið og sparkað þar til Jón Baldvin hörfaði. „Ég man bara hvað mér fannst þetta ógeðsleg tilfinning að finna svona nakinn líkama upp að mér,“ segir hún. „Hvort ég sagðist ætla að drepa hann eða hvað, man ég ekki gjörla, en ég spurði hvort hann væri ekki með öllum mjalla og það giftur systur minni. Hann svaraði: „Það skiptir engu“. Þá fékk ég eiginlega annað áfall. Ekki urðu nein átök, hann bara hvarf út.“

Margrét segist lítil afskipti hafa haft af Jóni Baldvini síðan fjallað var um klúr bréf hans til Guðrúnar Harðardóttur, frænku hans á táningsaldri, í Nýju lífi árið 2012. „Enn þann dag í dag fyllist ég viðbjóði af tilhugsuninni um þetta atvik,“ segir hún. „Maður var nú svo grænn á þessum tíma að maður var nú ekki að klaga í einhvern. Ég veit svo sem ekki hvern ég hefði getað klagað þetta í.“

„Ég ætla ekki að bregðast við þessu fyrr en síðar og þá vel ég tíma, stað og stund.“

Beðinn um viðbrögð við sögu Margrétar segist Jón Baldvin hvorki ætla að svara henni né öðrum frásögnum. „Ég ætla ekki að bregðast við þessu fyrr en síðar og þá vel ég tíma, stað og stund.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár