Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Systir Bryndísar Schram: „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“

Mar­grét Schram seg­ir að Jón Bald­vin Hanni­bals­son hafi kom­ið nak­inn upp í rúm til sín þeg­ar hún var í heim­sókn hjá hjón­un­um á mennta­skóla­aldri. Jón Bald­vin ætl­ar ekki að bregð­ast við frá­sögn­inni fyrr en síð­ar.

Systir Bryndísar Schram: „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“
Margrét Schram Mágkona Jóns Baldvins segist lítil afskipti hafa haft af honum síðan fjallað var um bréf hans í Nýju lífi árið 2012.

Margrét Schram, mágkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir að Jón Baldvin hafi komið nakinn upp í rúm til sín þegar hún var á menntaskólaaldri. Jón Baldvin segist ekki ætla að bregðast við framburði hennar fyrr en síðar.

Í Stundinni lýsa fjórar konur kynferðislegri áreitni af hendi Jóns Baldvins. Umfjöllunina í heild má lesa í tölublaði Stundarinnar sem kom út í gær.

Margrét er systir Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins. Í samtali við Stundina segir hún að Jón Baldvin hafi áreitt sig kynferðislega þegar hún var í heimsókn hjá þeim hjónum í Edinborg í upphafi sjöunda áratugarins. Hún hafi líklega verið 19 eða 20 ára, í Menntaskólanum í Reykjavík, en hafi unnið sem flugfreyja yfir sumarið, og því haft tök á að fara í heimsókn.

„Ég hafði samband við Bryndísi og ekkert var því til fyrirstöðu að ég stoppaði við hjá þeim,“ segir Margrét. „Þegar ég kom á leiðarenda var Bryndís ekki heima. Hún hafði þurft að skreppa eitthvað, að sögn Jóns, og var ekki væntaleg heim fyrr en eftir að ég væri farin. Ég man vel hvað mér brá.“

Eftir gönguferð um borgina og kvöldverð með Jóni Baldvini hafi hún lagst til hvílu í rúmstæði á miðju gólfi í stofunni. „Ekki veit ég hversu lengi ég hafði sofið en ég vakna við að það er eitthvað við hliðina á mér undir sænginni,“ segir hún. „Eitthvað kalt og ókunnungt. Mér bregður alveg óskaplega mikið. Fyllist einhverjum viðbjóði og ræðst á skrímslið, trúlega öskrandi. Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér. Þvílík upplifun! Trúlega eins og að fá fulla fötu af ánamöðkum yfir sig.“

Margrét segist hafa lamið og sparkað þar til Jón Baldvin hörfaði. „Ég man bara hvað mér fannst þetta ógeðsleg tilfinning að finna svona nakinn líkama upp að mér,“ segir hún. „Hvort ég sagðist ætla að drepa hann eða hvað, man ég ekki gjörla, en ég spurði hvort hann væri ekki með öllum mjalla og það giftur systur minni. Hann svaraði: „Það skiptir engu“. Þá fékk ég eiginlega annað áfall. Ekki urðu nein átök, hann bara hvarf út.“

Margrét segist lítil afskipti hafa haft af Jóni Baldvini síðan fjallað var um klúr bréf hans til Guðrúnar Harðardóttur, frænku hans á táningsaldri, í Nýju lífi árið 2012. „Enn þann dag í dag fyllist ég viðbjóði af tilhugsuninni um þetta atvik,“ segir hún. „Maður var nú svo grænn á þessum tíma að maður var nú ekki að klaga í einhvern. Ég veit svo sem ekki hvern ég hefði getað klagað þetta í.“

„Ég ætla ekki að bregðast við þessu fyrr en síðar og þá vel ég tíma, stað og stund.“

Beðinn um viðbrögð við sögu Margrétar segist Jón Baldvin hvorki ætla að svara henni né öðrum frásögnum. „Ég ætla ekki að bregðast við þessu fyrr en síðar og þá vel ég tíma, stað og stund.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár