Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu

Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­fé­lags­ins í Reykja­vík fékk að sjá klúr bréf Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar áð­ur en þau urðu op­in­ber. Jón Bald­vin kenndi áfram nám­skeið á veg­um fé­lags­ins.

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu

Vitneskja um klúr bréf Jóns Baldvins Hannibalssonar til Guðrúnar Harðardóttur, fjölskyldumeðlims hans á táningsaldri, var til staðar innan Samfylkingarinnar í fimm ár áður en bréfin voru gerð opinber í Nýju lífi árið 2012. Formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fékk að skoða bréfin á meðan Jón Baldvin kenndi námskeið á vegum félagsins, en Jóni var haldið sem kennara.

Í Stundinni lýsa fjórar konur kynferðislegri áreitni af hendi Jóns Baldvins. Guðrún lýsir sjálf því að Jón Baldvin hafi „fengið sig á heilann“ þegar hún var 13 til 14 ára og reynt að kyssa sig á Ítalíu. Umfjöllunina í heild má lesa í tölublaði Stundarinnar sem kom út í gær.

Í desember 2011, skömmu áður en Guðrún steig fram í Nýju lífi, var tilkynnt að Jón Baldvin yrði leiðbeinandi á námskeiði Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, sem fram færi í janúar og febrúar 2012. Námskeiðið fjallaði um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið og var einungis opið flokksmönnum.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar reyndi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður flokksins, að sannfæra forystu Samfylkingarfélagsins í Reykjavík um að Jón Baldvin yrði ekki leiðbeinandi á námskeiðinu.

Kjartan Valgarðsson, þáverandi formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, staðfestir í samtali við Stundina að Ingibjörg Sólrún hafi lýst óánægju sinni með þetta. „Þetta kom upp þegar námskeiðið var byrjað,“ segir Kjartan. „Þessum upplýsingum var komið til mín og ég fór og las þessi bréf og var náttúrlega brugðið. Í samráði við félaga mína ákvað ég samt að klára námskeiðið, þar sem það var held ég aðeins eitt kvöld eftir.“

Kjartan segist hafa rætt málið við Jón Baldvin. „Hann var ekki ánægður, eins og þú getur ímyndað þér. Ég vildi bara láta hann vita að ég vissi af þessu og „confrontera“ hann með þetta. Auðvitað var það álitamál hvort það ætti að láta hann halda áfram eða ekki. Þetta varð hins vegar til þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði sig úr Samfylkingarfélaginu í Reykjavík. Mér fannst vont að missa þessa miklu forystukonu úr félaginu.“

„Ég er ekki í nokkrum vafa um að fólki var misboðið að við skyldum halda þetta námskeið með honum.“

Bréfin voru gerð opinber 23. febrúar 2012, skömmu eftir að námskeiðinu lauk. „Okkur var kunnugt um að þetta hefði legið inni á ritstjórnum blaða árum saman en það þorði enginn að taka á þessu,“ segir Kjartan. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að fólki var misboðið að við skyldum halda þetta námskeið með honum. Ég hafði heyrt þessar sögur en taldi ekki að þær væru nægar til að hafa hann ekki. Ég get fullyrt að þessi ákvörðun okkar hafi ýtt á það að bréfin voru gerð opinber.“

Var tekinn úr heiðurssæti Samfylkingarinnar

Í byrjun árs 2007 hafði Jón Baldvin verið skipaður í heiðurssæti á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir komandi alþingiskosningar, eins og alvanalegt er með fyrrum ráðherra og framámenn í stjórnmálahreyfingum. Í mars sama ár var Guðrúnu tilkynnt um að Ríkissaksóknari hefði ákveðið að fella mál hennar gegn Jóni Baldvini niður.

Ingibjörg Sólrún var formaður Samfylkingarinnar á þessum tíma. Hún og Magdalena Schram, móðir Guðrúnar, höfðu verið miklar vinkonur áður en Magdalena lést árið 1993. Ingibjörgu varð kunnugt um tilvist bréfanna og fékk aðgang að þeim. Í kjölfarið boðaði hún Jón Baldvin til fundar ásamt Degi B. Eggertssyni borgarfulltrúa, þar sem Jóni Baldvini var tjáð að hann yrði fjarlægður af framboðslista flokksins. Jón Baldvin var oft til umfjöllunar í fjölmiðlum eftir það og var vöngum velt yfir því hvort hann tæki sæti á lista nýstofnaðrar Íslandshreyfingar Ómars Ragnarssonar.

Ekkert varð þó úr framboði Jóns Baldvins það árið. Tveimur árum síðar, að loknu bankahruni og búsáhaldabyltingu, bauð Jón Baldvin sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir þingkosningar sem boðað hafði verið til vorið 2009. Hlaut hann ekki brautargengi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

MeToo sögur um Jón Baldvin

Dóttir Þóru: Stolt af því að hafa rofið þögnina
Fréttir

Dótt­ir Þóru: Stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina

„Ég er stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina með því að koma dag­bók mömmu á fram­færi sem og bréf­inu sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi henni,“ seg­ir Val­gerð­ur Þor­steins­dótt­ir, dótt­ir Þóru Hreins­dótt­ur en Stund­in fjall­aði um bréf­ið og dag­bók­ina á dög­un­um. Pabbi Val­gerð­ar sem var í sam­búð með Þóru fyr­ir um fjöru­tíu ár­um, eig­in­kona hans og syst­ir Val­gerð­ar segja að frið­helgi einka­lífs Þóru sé rof­in og van­virt.
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Greining

Tíu ár af nýj­um vitn­is­burð­um um hátt­semi Jóns Bald­vins

Frá því að Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ir steig fram fyr­ir 10 ár­um síð­an og op­in­ber­aði bréf sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi þeg­ar hún var ung­ling­ur hafa tug­ir annarra frá­sagna um hátt­semi hans kom­ið fram. Jón Bald­vin hef­ur reynt að fá fólk til að skrifa und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu en á sama tíma eiga sér stað ný at­vik þar sem kon­ur upp­lifa hann sem ógn.
Þegar konur eru stimplaðar geðveikar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar kon­ur eru stimpl­að­ar geð­veik­ar

„Þetta á ekk­ert er­indi við al­menn­ing, frek­ar en geð­veiki dótt­ur minn­ar,“ voru við­brögð Jóns Bald­vins við birt­ingu bréfa sem hann skrif­aði til ungr­ar stúlku í fjöl­skyld­unni. Í til­raun til að varpa at­hygl­inni frá sér benti hann á dótt­ur sína, sem svar­aði fyr­ir sig og var fyr­ir vik­ið dreg­in fyr­ir dóm af föð­ur sín­um. „Ég gat ekki sætt mig við að vera út­mál­uð geð­veik.“

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár