Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hátt í 800 umsagnir um samgönguáætlun

Hundruð um­sagna þar sem and­stöðu við veg­gjöld er lýst eru því sem næst sam­hljóða. Eiga upp­tök sín af vef­síðu sem Björn Leví Gunn­ars­son út­bjó til að að­stoða fólk við að senda inn um­sagn­ir.

Hátt í 800 umsagnir um samgönguáætlun
Vakti athygli á veggjöldum Björn Leví útbjó síðu til að auðvelda fólki að senda inn umsagnir um veggjöld. Mynd: Pressphotos.biz / Geiri

Ríflega 770 umsagnir bárust umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna samgönguáætlunnar fyrir árin 2019-2033. Þar af voru um eða yfir 700 umsagnir sem sneru beint að fyrirhugaðri breytingartillögu við áætlunina, sem inniber upptöku veggjalda. Óljóst er hversu margar umsagnir bárust í heildina þar eð enn á eftir að skrá nokkrar þeirra en umsagnarfresturinn er liðinn.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vakti athygli á því í desember síðastliðnum að til stæði að leggja fram breytingartillögu þar sem opnað væri á möguleikann á upptöku veggjalda. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem tók við formennsku í nefndinni eftir að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tók sér frí frá þingstörfum í kjölfar Klaustursmálsins, greindi frá því að full samstaða væri milli ríkisstjórnarflokkanna um samþykkt samgönguáætlunnar og upptaka veggjalda væri stórt skref inn í framtíðina. Björn Leví hefur lýst því að hann og Píratar séu hvorki andvígir né fylgjandi upptöku veggjalda en gagnrýni hins vegar þá aðferð sem beita átti við að koma heimild til upptöku þeirra inn í samgönguáætlun rétt fyrir jólafrí, án almennrar umræðu.

Fyrirfram gefinn texti í hundruðum tilvika

Af þessum sökum útbjó Björn Leví vefsíðu þar sem fólki var gert kleift að senda inn umsögn um veggjaldaáætlanir meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar, þar sem hægt var að nálgast staðlaðan texta en einnig að breyta eða bæta við. Mikill fjöldi notaði síðu Bjarnar Leví, ef marka má tölfræðiupplýsingar sem hann hefur birt um heimsóknir á síðuna auk annars.

Björn Leví greindi frá því í morgun að hann hefði nú farið yfir 644 umsagnir sem lúta að þeim hluta samgönguáætlunar sem snýr að veggjöldum. Af þeim reyndust 93 prósent andvíg álagningu veggjalda en 7 prósent fylgjandi. Séu umsagnir skoðaðar kemur í ljós að hundruð þeirra eru svohljóðandi, eða því sem næst: „Ég andmæli áformum um álagningu veggjalda eins og þær koma fram í forsendum meirihluta Umhverfis- og samgöngunefndar.“ Um er að ræða fyrirfram gefinn texta sem Björn Leví bauð notendum síðunnar að afrita þegar send væri inn umsögn.

Málið verður til umfjöllunar í nefndinni nú á næstunni og búist er við að nefndin skili tillögu um veggjöld í þessum mánuði. Jón Gunnarsson hefur lýst því að hann reikni með því að frumvarp um veggjöld verði lagt fram í mars næstkomandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár