Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hátt í 800 umsagnir um samgönguáætlun

Hundruð um­sagna þar sem and­stöðu við veg­gjöld er lýst eru því sem næst sam­hljóða. Eiga upp­tök sín af vef­síðu sem Björn Leví Gunn­ars­son út­bjó til að að­stoða fólk við að senda inn um­sagn­ir.

Hátt í 800 umsagnir um samgönguáætlun
Vakti athygli á veggjöldum Björn Leví útbjó síðu til að auðvelda fólki að senda inn umsagnir um veggjöld. Mynd: Pressphotos.biz / Geiri

Ríflega 770 umsagnir bárust umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna samgönguáætlunnar fyrir árin 2019-2033. Þar af voru um eða yfir 700 umsagnir sem sneru beint að fyrirhugaðri breytingartillögu við áætlunina, sem inniber upptöku veggjalda. Óljóst er hversu margar umsagnir bárust í heildina þar eð enn á eftir að skrá nokkrar þeirra en umsagnarfresturinn er liðinn.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vakti athygli á því í desember síðastliðnum að til stæði að leggja fram breytingartillögu þar sem opnað væri á möguleikann á upptöku veggjalda. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem tók við formennsku í nefndinni eftir að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tók sér frí frá þingstörfum í kjölfar Klaustursmálsins, greindi frá því að full samstaða væri milli ríkisstjórnarflokkanna um samþykkt samgönguáætlunnar og upptaka veggjalda væri stórt skref inn í framtíðina. Björn Leví hefur lýst því að hann og Píratar séu hvorki andvígir né fylgjandi upptöku veggjalda en gagnrýni hins vegar þá aðferð sem beita átti við að koma heimild til upptöku þeirra inn í samgönguáætlun rétt fyrir jólafrí, án almennrar umræðu.

Fyrirfram gefinn texti í hundruðum tilvika

Af þessum sökum útbjó Björn Leví vefsíðu þar sem fólki var gert kleift að senda inn umsögn um veggjaldaáætlanir meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar, þar sem hægt var að nálgast staðlaðan texta en einnig að breyta eða bæta við. Mikill fjöldi notaði síðu Bjarnar Leví, ef marka má tölfræðiupplýsingar sem hann hefur birt um heimsóknir á síðuna auk annars.

Björn Leví greindi frá því í morgun að hann hefði nú farið yfir 644 umsagnir sem lúta að þeim hluta samgönguáætlunar sem snýr að veggjöldum. Af þeim reyndust 93 prósent andvíg álagningu veggjalda en 7 prósent fylgjandi. Séu umsagnir skoðaðar kemur í ljós að hundruð þeirra eru svohljóðandi, eða því sem næst: „Ég andmæli áformum um álagningu veggjalda eins og þær koma fram í forsendum meirihluta Umhverfis- og samgöngunefndar.“ Um er að ræða fyrirfram gefinn texta sem Björn Leví bauð notendum síðunnar að afrita þegar send væri inn umsögn.

Málið verður til umfjöllunar í nefndinni nú á næstunni og búist er við að nefndin skili tillögu um veggjöld í þessum mánuði. Jón Gunnarsson hefur lýst því að hann reikni með því að frumvarp um veggjöld verði lagt fram í mars næstkomandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár