Jólahátíðirnar eru oft býsna erilsamur tími fyrir slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu, ekki vegna þess að þá logi eldar um alla borg þó, heldur vegna þess að þá er oftar en ekki mikið að gera við sjúkraflutninga. Sjúkraflutningar eru sem kunnugt er á hendi slökkviliðsins og á aðfangadag er gjarnan talsvert um að sjúklingar fái leyfi frá sjúkrastofnunum til að fara heim og halda jólin hátíðleg með fjölskyldum sínum. Því er ekki hægt að koma því við að vaktir slökkviliðsins séu fámennari en vanalegt er þó að hátíð ein að höndum beri, heldur miklu fremur þvert á móti.
Þorsteinn Gunnarsson hóf störf hjá slökkviliðinu árið 2006 og hefur staðið vaktir flestallar hátíðir …
Athugasemdir