Stór hópur vildarviðskiptavina Glitnis-banka gerði upp skammtímalán, svokölluð PM-lán, sín við bankann fyrir tímann í aðdraganda bankahrunsins eða skömmu eftir það og skoðaði skilanefnd Glitnis mögulegar riftanir á þessum viðskiptum í kjölfar hrunsins. Þetta kemur fram í minnisblaði, sem endurskoðendafyrirtækið Deloitte vann fyrir Glitni í kjölfar bankahrunsins árið 2008, sem dagsett er í ágúst 2011.
Meðal þessara viðskiptavina Glitnis voru Einar Sveinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis og viðskiptafélagi og frændi Bjarna Benediktssonar, Helga S. Guðmundsdóttir, þáverandi eiginkona Þorsteins M. Baldvinssonar, forstjóra Samherja og stjórnarformanns Glitnis, félag Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna Benediktssonar og bróður Einars, Eyrir Invest og Axel ehf., dótturfélag Samherja.
Í skjali sem Stundin hefur undir höndum kemur fram að Einar Sveinsson hafi verið í persónulegri ábyrgð fyrir upp á nærri milljarð króna fyrir einu slíku láni.
Spurningarnar sem vöknuðu hjá …
Athugasemdir