Sigurður Ásgeirsson er sá þyrluflugstjóri Landhelgisgæslunnar sem hefur lengstan starfsaldur og hefur því, eðli málsins samkvæmt, ansi oft verið á vakt yfir hátíðar. Það var hann í fyrra og það verður hann einnig í ár. Þrátt fyrir langan feril segir Sigurður að sjaldan hafi þurft að bregðast við yfir hátíðarnar en það breyti því auðvitað ekki að áhafnir þyrlnanna séu ávallt á vakt og tilbúnar að stökkva frá jólamatnum ef kallið kemur.
„Ég hef margoft verið á vaktinni yfir hátíðar en það er nú að vissu leyti merkilegt að ég hef aldrei þurft að bregðast við og fara í útkall á aðfangadagskvöld,“ segir Sigurður. „Raunar eru þau ekki nema fimm skiptin sem ég hef …
Athugasemdir