Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

40% fækkun farþega WOW yfirvofandi

Skúli Mo­gensen, for­stjóri WOW air, seg­ir það hafa ver­ið mis­tök að hverfa af braut lággjalda­flug­fé­laga. Far­þeg­um mun fækka um 1,4 millj­ón­ir á næsta ári.

40% fækkun farþega WOW yfirvofandi

Niðurskurður í leiðakerfi WOW air mun valda fækkun farþega úr 3,5 milljónum í 2,1 milljón á næsta ári. Það er 40% samdráttur milli ára. Þá mun störfum fækka um 350 og starfsfólk verða um þúsund talsins. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Töluverð óvissa ríkir um þróun ferðaþjónustu vegna breytinga hjá WOW air í tengslum við væntanlegan samruna fyrirtækisins við Indigo Partners. Tilkynnt var um uppsagnir 111 fastráðinna starfsmanna í vikunni og fækkun véla úr 20 í 11. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að fyrirtækið hafi ofmetnast undanfarin ár og vikið af braut lággjaldaflugfélaga. 

„Það er viðskiptalíkan sem hefur virkað og þau hafa náð mjög góðum árangri víða í harðri samkeppni við gömlu flugfélögin,“ segir Skúli. „Þetta sáum við þegar við stofnuðum WOW. Og förum af stað með það að leiðarljósi en missum síðan því miður sjónar á því og það var – og ég harma mistökin – það sem við ætlum að leiðrétta. Nú ætlum við aftur að fara í harða lággjaldastefnu. Ég hef fulla trú á því. Þetta er mjög sársaukafull aðgerð en með því að taka þetta skref núna erum við að byggja grunninn að því að geta síðan vaxið áfram sem lággjaldafélag.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár