Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

40% fækkun farþega WOW yfirvofandi

Skúli Mo­gensen, for­stjóri WOW air, seg­ir það hafa ver­ið mis­tök að hverfa af braut lággjalda­flug­fé­laga. Far­þeg­um mun fækka um 1,4 millj­ón­ir á næsta ári.

40% fækkun farþega WOW yfirvofandi

Niðurskurður í leiðakerfi WOW air mun valda fækkun farþega úr 3,5 milljónum í 2,1 milljón á næsta ári. Það er 40% samdráttur milli ára. Þá mun störfum fækka um 350 og starfsfólk verða um þúsund talsins. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Töluverð óvissa ríkir um þróun ferðaþjónustu vegna breytinga hjá WOW air í tengslum við væntanlegan samruna fyrirtækisins við Indigo Partners. Tilkynnt var um uppsagnir 111 fastráðinna starfsmanna í vikunni og fækkun véla úr 20 í 11. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að fyrirtækið hafi ofmetnast undanfarin ár og vikið af braut lággjaldaflugfélaga. 

„Það er viðskiptalíkan sem hefur virkað og þau hafa náð mjög góðum árangri víða í harðri samkeppni við gömlu flugfélögin,“ segir Skúli. „Þetta sáum við þegar við stofnuðum WOW. Og förum af stað með það að leiðarljósi en missum síðan því miður sjónar á því og það var – og ég harma mistökin – það sem við ætlum að leiðrétta. Nú ætlum við aftur að fara í harða lággjaldastefnu. Ég hef fulla trú á því. Þetta er mjög sársaukafull aðgerð en með því að taka þetta skref núna erum við að byggja grunninn að því að geta síðan vaxið áfram sem lággjaldafélag.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár