Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

40% fækkun farþega WOW yfirvofandi

Skúli Mo­gensen, for­stjóri WOW air, seg­ir það hafa ver­ið mis­tök að hverfa af braut lággjalda­flug­fé­laga. Far­þeg­um mun fækka um 1,4 millj­ón­ir á næsta ári.

40% fækkun farþega WOW yfirvofandi

Niðurskurður í leiðakerfi WOW air mun valda fækkun farþega úr 3,5 milljónum í 2,1 milljón á næsta ári. Það er 40% samdráttur milli ára. Þá mun störfum fækka um 350 og starfsfólk verða um þúsund talsins. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Töluverð óvissa ríkir um þróun ferðaþjónustu vegna breytinga hjá WOW air í tengslum við væntanlegan samruna fyrirtækisins við Indigo Partners. Tilkynnt var um uppsagnir 111 fastráðinna starfsmanna í vikunni og fækkun véla úr 20 í 11. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að fyrirtækið hafi ofmetnast undanfarin ár og vikið af braut lággjaldaflugfélaga. 

„Það er viðskiptalíkan sem hefur virkað og þau hafa náð mjög góðum árangri víða í harðri samkeppni við gömlu flugfélögin,“ segir Skúli. „Þetta sáum við þegar við stofnuðum WOW. Og förum af stað með það að leiðarljósi en missum síðan því miður sjónar á því og það var – og ég harma mistökin – það sem við ætlum að leiðrétta. Nú ætlum við aftur að fara í harða lággjaldastefnu. Ég hef fulla trú á því. Þetta er mjög sársaukafull aðgerð en með því að taka þetta skref núna erum við að byggja grunninn að því að geta síðan vaxið áfram sem lággjaldafélag.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár