Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

40% fækkun farþega WOW yfirvofandi

Skúli Mo­gensen, for­stjóri WOW air, seg­ir það hafa ver­ið mis­tök að hverfa af braut lággjalda­flug­fé­laga. Far­þeg­um mun fækka um 1,4 millj­ón­ir á næsta ári.

40% fækkun farþega WOW yfirvofandi

Niðurskurður í leiðakerfi WOW air mun valda fækkun farþega úr 3,5 milljónum í 2,1 milljón á næsta ári. Það er 40% samdráttur milli ára. Þá mun störfum fækka um 350 og starfsfólk verða um þúsund talsins. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Töluverð óvissa ríkir um þróun ferðaþjónustu vegna breytinga hjá WOW air í tengslum við væntanlegan samruna fyrirtækisins við Indigo Partners. Tilkynnt var um uppsagnir 111 fastráðinna starfsmanna í vikunni og fækkun véla úr 20 í 11. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að fyrirtækið hafi ofmetnast undanfarin ár og vikið af braut lággjaldaflugfélaga. 

„Það er viðskiptalíkan sem hefur virkað og þau hafa náð mjög góðum árangri víða í harðri samkeppni við gömlu flugfélögin,“ segir Skúli. „Þetta sáum við þegar við stofnuðum WOW. Og förum af stað með það að leiðarljósi en missum síðan því miður sjónar á því og það var – og ég harma mistökin – það sem við ætlum að leiðrétta. Nú ætlum við aftur að fara í harða lággjaldastefnu. Ég hef fulla trú á því. Þetta er mjög sársaukafull aðgerð en með því að taka þetta skref núna erum við að byggja grunninn að því að geta síðan vaxið áfram sem lággjaldafélag.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár