Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni

Dóm­ari boð­ar Báru Hall­dórs­dótt­ur til þing­halds vegna máls sem verð­ur höfð­að gegn henni. Víð­ir Smári Peter­sen lög­mað­ur seg­ir að beiðn­inni hljóti að verða mót­mælt, senni­legt sé að dóm­ari fall­ist á mót­mæl­in og skýrslu­tak­an fari ekki fram.

Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni
Stenst ekki lög Líklega stenst það ekki lög að kalla Báru Halldórsdóttur til skýrslutöku til undirbúnings máli sem höfðað yrði á hendur henni sjálfri.

Bára Halldórsdóttir, 42 ára öryrki sem hljóðritaði háværar samræður þingmanna á Klaustri Bar þann 20. nóvember, hefur verið boðuð í vitnaskýrslu fyrir héraðsdómi vegna máls sem þingmenn hyggjast höfða gegn henni sjálfri. 

Víðir Smári Petersen, lögmaður hjá LEX og aðjúnkt við Háskóla Íslands, furðar sig á þessu í samtali við Stundina og bendir á að skýr dómafordæmi liggi fyrir um að ekki sé hægt að kalla manneskju til sem vitni ef fyrirsjáanlegt er að viðkomandi verði varnaraðili í væntanlegu dómsmáli.

Í boðunarbréfi Lárentsínusar Kristjánssonar héraðsdómara til Báru Halldórsdóttur er vísað til 2. mgr. 77. gr. laga um meðferð einkamála.

Ákvæðið felur í sér heimild til að leita sönnunar um málsatvik fyrir dómi, án þess að mál hafi verið höfðað, með „vitnaleiðslu eða öflun skjals eða annars sýnilegs sönnunargagns“. 

Hæstiréttur kvað upp dóm í fyrra þar sem kemur skýrt fram að ákvæðið heimilar ekki skýrslutöku fyrir dómi „af þeim sem fyrirsjáanlega yrði aðili að væntanlegu dómsmáli eða fyrirsvarsmanni hans.“

Í eldri dómi Hæstaréttar, máli 571/2002, var það að sama skapi talið leiða af lögum um meðferð einkamála, að skýrsla yrði ekki tekin samkvæmt umræddum kafla laganna af þeim sem fyrirsjáanlega yrði aðili að væntanlegu dómsmáli.

Engu að síður hefur Héraðsdómur Reykjavíkur nú boðað Báru Halldórsdóttur til skýrslutöku á grundvelli þessa sama ákvæðis og tjáð henni að „dómsmál kunni að verða höfðað á hendur [henni] í kjölfar umbeðinnar gagnaöflunar“.

Víðir Smári Petersenlögmaður

Víðir Smári segir að svo virðist sem tilgangurinn með skýrslutökunni sé að undirbúa mögulegt miskabótamál á hendur Báru. „Ég fæ því ekki betur séð en að hún gæti orðið aðili til varnar í því máli sem gæti verið höfðað í kjölfarið,“ segir hann og bendir á að skýr dómafordæmi liggi fyrir um að sá sem er aðili í lagalegum skilningi geti ekki verið vitni á sama tíma.  „Miðað við þetta kæmi mér ekki á óvart að þessari beiðni verði mótmælt og finnst mér sennilegt að dómari fallist á þau mótmæli og skýrslutakan fari því ekki fram.“

Friðrik Árni Friðriksson Hirst, lögmaður og framkvæmdastjóri Lagastofnunar Háskóla Íslands, er sömu skoðunar. „Þarna er um að ræða svokallað vitnamál og það er mjög skýr greinarmunur gerður á aðilaskýrslum annars vegar og vitnaskýrslum hins vegar. Eins og þetta mál blasir við virðist um það að ræða að verið sé að kveða hana fyrir dóminn sem vitni þó að hún sé raunverulega aðili, sem í sjálfu sér stenst ekki,“ sagði hann í viðtali við RÚV í gærkvöldi. 

Þingmennirnir fjórir, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, telja sig fórnarlömb „njósnaaðgerðar“ og vilja að sá sem stóð fyrir henni, Bára Halldórsdóttir, 42 ára öryrki, sæti refsingu og greiði þeim miskabætur. Þetta er ljóst af beiðni sem lögmaður þingmannanna sendi Héraðsdómi Reykjavíkur þann 6. desember síðastliðinn, daginn áður en Bára Halldórsdóttir steig fram og afhjúpaði sig sem uppljóstrarann af Klaustri í viðtali við Stundina. 

Í bréfi Reimars Péturssonar, lögmanns þingmannanna, kemur fram að „til að málshöfðun með refsi- og bótakröfum geti orðið raunhæf“ sé óhjákvæmilegt að leiða í ljós hvaða „óprúttni aðili“ hafi framkvæmt njósnaaðgerðina og kalla fyrirsvarsmenn og starfsmenn Klausturs fyrir dóm til vitnis um mannaferðir og aðstæður á barnum þann 20. nóvember.

Daginn sem viðtal Stundarinnar við Báru birtist sendi Reimar héraðsdómaranum bréf um að fjórmenningarnir héldu beiðni sinni til streitu. Nú í gær barst Báru svo bréf frá dómaranum þar sem hún er sjálf boðuð fyrir dóm sem vitni. Athygli vekur að í boðunarbréfinu er Bára rangnefnd sem Bára Guðmundsdóttir.

Uppfært: 

Lárentsínus Kristjánsson hefur áréttað í samtali við Vísi.is að ekki standi til að taka skýrslu af Báru sem vitni. Upphaflega kom fram á RÚV.is og Vísi.is að Bára hefði verið boðuð í skýrslutöku og hefur Stundin jafnframt lagt þann skilning til grundvallar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár