New York Times fjallar um Klaustursmálið: Freyju finnst sárt að þingmennirnir segi ekki af sér

„Þing­menn­irn­ir telja það sem þeir gerðu ekki vera brot,“ seg­ir Freyja Har­alds­dótt­ir við New York Times um Klaust­urs­upp­tök­urn­ar í dag.

New York Times fjallar um Klaustursmálið: Freyju finnst sárt að þingmennirnir segi ekki af sér

Freyja Haraldsdóttir segir í viðtali við bandaríska stórblaðið New York Times að afsökunarbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins, vegna Klaustursupptakanna sé einskis virði ef orðum fylgja ekki aðgerðir.

„Þingmennirnir telja það sem þeir gerðu ekki vera brot,“ segir Freyja við blaðið. „Það eru skilaboðin sem þeir senda með því að segja ekki af sér. Og það er jafn sárt og ummælin sjálf.“

Á upptökunum heyrast þingmennirnir gera grín að Freyju á óvæginn hátt. Hefur hún áður sagt að ummælin teljist til hatursorðræðu.

„Líkami minn hefur verið á allra vörum undanfarna daga og mér finnst það mjög óþægilegt,“ segir hún. „Ég velti fyrir mér hvaða áhrif þetta mun hafa á mig og annað fatlað fólk, eins og fötluð börn.“

New York Times fjallar í dag um Klaustursupptökurnar og uppnám í íslenskum stjórnmálum í kjölfar þeirra. Fjallað er um orðspor Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Miðflokksins, sem baráttumanns fyrir kvenréttindum. Hann hafi gert grín að MeToo hreyfingunni á upptökunum og hlegið að ásökunum um heimilisofbeldi gagnvart fyrrverandi þingmanni. 

Áður hafa BBC og norska og sænska ríkissjónvarpið fjallað um framgöngu þingmannanna sex á Klaustri og viðbrögðin á Íslandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár