Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

New York Times fjallar um Klaustursmálið: Freyju finnst sárt að þingmennirnir segi ekki af sér

„Þing­menn­irn­ir telja það sem þeir gerðu ekki vera brot,“ seg­ir Freyja Har­alds­dótt­ir við New York Times um Klaust­urs­upp­tök­urn­ar í dag.

New York Times fjallar um Klaustursmálið: Freyju finnst sárt að þingmennirnir segi ekki af sér

Freyja Haraldsdóttir segir í viðtali við bandaríska stórblaðið New York Times að afsökunarbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins, vegna Klaustursupptakanna sé einskis virði ef orðum fylgja ekki aðgerðir.

„Þingmennirnir telja það sem þeir gerðu ekki vera brot,“ segir Freyja við blaðið. „Það eru skilaboðin sem þeir senda með því að segja ekki af sér. Og það er jafn sárt og ummælin sjálf.“

Á upptökunum heyrast þingmennirnir gera grín að Freyju á óvæginn hátt. Hefur hún áður sagt að ummælin teljist til hatursorðræðu.

„Líkami minn hefur verið á allra vörum undanfarna daga og mér finnst það mjög óþægilegt,“ segir hún. „Ég velti fyrir mér hvaða áhrif þetta mun hafa á mig og annað fatlað fólk, eins og fötluð börn.“

New York Times fjallar í dag um Klaustursupptökurnar og uppnám í íslenskum stjórnmálum í kjölfar þeirra. Fjallað er um orðspor Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Miðflokksins, sem baráttumanns fyrir kvenréttindum. Hann hafi gert grín að MeToo hreyfingunni á upptökunum og hlegið að ásökunum um heimilisofbeldi gagnvart fyrrverandi þingmanni. 

Áður hafa BBC og norska og sænska ríkissjónvarpið fjallað um framgöngu þingmannanna sex á Klaustri og viðbrögðin á Íslandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár