Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

New York Times fjallar um Klaustursmálið: Freyju finnst sárt að þingmennirnir segi ekki af sér

„Þing­menn­irn­ir telja það sem þeir gerðu ekki vera brot,“ seg­ir Freyja Har­alds­dótt­ir við New York Times um Klaust­urs­upp­tök­urn­ar í dag.

New York Times fjallar um Klaustursmálið: Freyju finnst sárt að þingmennirnir segi ekki af sér

Freyja Haraldsdóttir segir í viðtali við bandaríska stórblaðið New York Times að afsökunarbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins, vegna Klaustursupptakanna sé einskis virði ef orðum fylgja ekki aðgerðir.

„Þingmennirnir telja það sem þeir gerðu ekki vera brot,“ segir Freyja við blaðið. „Það eru skilaboðin sem þeir senda með því að segja ekki af sér. Og það er jafn sárt og ummælin sjálf.“

Á upptökunum heyrast þingmennirnir gera grín að Freyju á óvæginn hátt. Hefur hún áður sagt að ummælin teljist til hatursorðræðu.

„Líkami minn hefur verið á allra vörum undanfarna daga og mér finnst það mjög óþægilegt,“ segir hún. „Ég velti fyrir mér hvaða áhrif þetta mun hafa á mig og annað fatlað fólk, eins og fötluð börn.“

New York Times fjallar í dag um Klaustursupptökurnar og uppnám í íslenskum stjórnmálum í kjölfar þeirra. Fjallað er um orðspor Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Miðflokksins, sem baráttumanns fyrir kvenréttindum. Hann hafi gert grín að MeToo hreyfingunni á upptökunum og hlegið að ásökunum um heimilisofbeldi gagnvart fyrrverandi þingmanni. 

Áður hafa BBC og norska og sænska ríkissjónvarpið fjallað um framgöngu þingmannanna sex á Klaustri og viðbrögðin á Íslandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár