Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

BBC fjallar um „klámfengið karlrembuspjall“ íslenskra þingmanna

Ís­land rat­ar enn og aft­ur í er­lenda fjöl­miðla vegna vand­ræða­legra hneykslis­mála stjórn­mála­manna.

BBC fjallar um „klámfengið karlrembuspjall“ íslenskra þingmanna

F

réttavefur BBC fjallar um Klaustursmálið í dag og greinir frá því hvernig íslenskir þingmenn kölluðu konur tíkur, töluðu niður til þeirra með kynferðislegum vísunum og hæddust að þekktri baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra.

Áður hafa norskir og sænskir miðlar fjallað um málið sem þykir hið sérkennilegasta. 

„Sagt er að á upptökunni megi heyra einn úr hópnum hæðast að fötlun Freyju Haraldsdóttur með því að herma eftir sel,“ segir í frétt BBC, en fréttaveitan tekur fram að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi hljóðið koma frá stól sem sé verið að færa, ekki frá manni. 

BBC rifjar upp að Sigmundur Davíð hafi komist í hann krappann og þurft að segja af sér eftir að fluttar voru fréttir upp úr Panamaskjölunum í apríl 2016. 

Haft er eftir Bryndísi Snæbjörnsdóttur, forsvarskonu Þroskahjálpar, að samstarfsmenn hennar og fatlaðir Íslendingar séu í áfalli eftir fréttaflutning undanfarinna daga. „Allir þingmennirnir sem þarna sátu ættu að segja af sér þingmennsku,“ segir hún. 

Hún bendir á að örorkubætur á Íslandi séu lægri en atvinnuleysisbætur. „Nú veltum við því fyrir okkur hvort það sé vegna viðhorfa þingmanna. Við treystum ekki þessu fólki. Þetta er ófyrirgefanlegt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
2
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.
Þegar borgin fór á taugum
4
Greining

Þeg­ar borg­in fór á taug­um

Meiri­hlut­inn í borg­inni sprakk óvænt í lok síð­ustu viku rétt eft­ir ham­fara­veð­ur sem geis­að hafði á land­inu öllu. Öskureið­ur odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leiddi til þess að Fram­sókn ákvað að leita hóf­anna í mis­heppn­uð­um póli­tísk­um leið­angri sem sprengdi meiri­hluta­sam­starf­ið. Póli­tísk­ir eld­inga­storm­ar og rauð­ar við­var­an­ir voru víða í stjórn­mál­um vik­una ör­laga­ríku.
Svona græddu allir bankarnir milljarða
5
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu