Gerard Ryle, formaður Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna, segir upplýsingar um félagið Wintris Inc og tengsl þess við forsætisráðherra Íslands hafa verið vendipunkt í rannsókn samtakanna á skattaskjólsgögnum. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld, en þáttur Kastljóss var unninn í samstarfi við Reykjavík Media, Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ) og þýska dagblaðið Süddestuche Zeitung. Nöfn fjögurra evrópska þjóðarleiðtoga koma við sögu í gagnalekanum sem fjallað var um, en en aðeins tveir þeirra eru starfandi, annars vegar Sigmundur og hins vegar forseti Úkraínu.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.
Augu umheimsins beinast að Íslandi vegna skattaskjólsfélaga
Sigmundur Davíð er annar af tveimur evrópskum þjóðarleiðtogum sem tengjast skattaskjólsfélögum, en hinn er forseti Úkraínu. BBC, Guardian, DR1, Aftenposten, Aftonbladet og SVT eru á meðal fjölmiðla sem hafa fjallað um málið í kvöld en ráðherrar ríkisstjórnar Íslands koma þar fyrir.

Mest lesið

1
Sjónarvitni sáu dóttur beita aldraða foreldra miklu ofbeldi
Tvö sjónarvitni sem Heimildin ræddi við sáu konu beita báða foreldra sína ofbeldi áður en hún var handtekin vegna gruns um að hafa banað föður sínum. Konan, sem er 28 ára gömul, situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að faðir hennar fannst látinn á heimili fjölskyldunnar á Arnarnesinu í Garðabæ.

2
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
Margrét Friðriksdóttir krafðist yfir 24 milljóna króna í bætur eftir að henni var vísað brott úr vél Icelandair árið 2022. Hún hafði þá neitað að taska sem hún hafði meðferðis yrði færð í farþegarými og neitað að setja upp grímu vegna sóttvarna. Stærsti hluti af bótakröfunnar var vegna heimildamyndar sem Margrét hugðist gera og selja Netflix.

3
Engar reglur um sovéska samóvarinn
Davíð Oddsson virðist hafa mátt ráðstafa fallegum sovéskum samóvar eins og honum sýndist. Teketillinn var gjöf frá fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna og var seldur á uppboði til styrktar ungum Sjálfstæðismönnum fyrr á árinu.

4
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
Mér rennur blóðið til skyldunnar
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir segir að stærsta lexía lífs síns sé líklega að uppgötva um miðjan aldur að hún er einhverf. Hún hafi áttað sig á sjálfri sér með hjálp annars einhverfs fólks sem þá hafði þegar olnbogað sig áfram í heimi ráðandi taugagerðar, misst líkamlega, andlega, félagslega og starfstengda heilsu áður en það áttaði sig á sjálfu sér.

5
Landsfundur Samfylkingarinnar: „Ég er að vonast eftir einhverri bombu“
Blaðamaður Heimildarinnar rak inn nefið á fyrri degi landsfundar Samfylkingarinnar í Grafarvogi um síðustu helgi. Á fundinum var formaðurinn endurkjörinn, kona grét í pontu og tekist var á um fiskeldi.

6
Kann að meta litlu hlutina, þökk sé Íslandi
Alexia Nix er doktorsnemi í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Viðhorf hennar til lífsins breyttist eftir að hún flutti til Íslands. Hún kann betur að meta litlu hlutina og segir það líkjast töfrum að sjá norðurljós og jökla.
Mest lesið í vikunni

1
Sjónarvitni sáu dóttur beita aldraða foreldra miklu ofbeldi
Tvö sjónarvitni sem Heimildin ræddi við sáu konu beita báða foreldra sína ofbeldi áður en hún var handtekin vegna gruns um að hafa banað föður sínum. Konan, sem er 28 ára gömul, situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að faðir hennar fannst látinn á heimili fjölskyldunnar á Arnarnesinu í Garðabæ.

2
Hef alltaf vitað að ég er öðruvísi
Krummi Smári Ingiríðarson hefur alltaf vitað að hann er hann. Hann ólst upp í Þýskalandi á 7. og 8. áratugnum og gekk í gegnum þung áföll. „En hér er ég í dag. Hamingjusamur.“

3
Hvorki fugl né flugvél
Hvernig á leikhús að geta fjárfest í ögrandi og listrænum sýningum þegar meirihluti rekstrarfjárins verður að koma frá miðasölunni? Þetta er Laddi er enn önnur leiksýningin í Borgarleikhúsinu sem á að hala inn í kassann á baki nostalgíunnar.

4
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
Á uppvaxtarárunum í suðurríkjum Bandaríkjanna voru ríkar kröfur gerðar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þegar hún fann loks frelsið til þess að vera hún sjálf blómstraði hún, í hamingjusömu hjónabandi, heimavinnandi húsmóðir, sem naut þess að sinna syni sínum. „Ég gat lifað og verið frjáls. Það var frábært á meðan það entist.“

5
Sif Sigmarsdóttir
Af frændhygli lítilla spámanna
Trump vildi einfaldlega vera sá sem réði því hvað mátti segja og hvað mátti ekki segja. Hann drýgir nú sömu syndir og hann sakaði „woke“-riddara um að fremja.

6
Aðalsteinn Kjartansson
Hvað með blessaðan þorskinn?
Tveir öflugir athafnamenn deildu með þjóðinni ólíkri sýn á hvað séu sanngjörn gjöld fyrir aðgang að auðlindum í hafinu í kringum Ísland nýverið. Öðrum þykir óboðlegt að greiða í samræmi við raunverð afurða á meðan hinn telur sanngjarnt að greiða helming rekstrarhagnaðar.
Mest lesið í mánuðinum

1
Sökuð um að hrella minnst níu einstaklinga: „Hann er minn !“
Níu einstaklingar telja sig hafa orðið fyrir barðinu á sama eltihrellinum, 37 ára gamalli konu sem er búsett í Reykjanesbæ.

2
Sjónarvitni sáu dóttur beita aldraða foreldra miklu ofbeldi
Tvö sjónarvitni sem Heimildin ræddi við sáu konu beita báða foreldra sína ofbeldi áður en hún var handtekin vegna gruns um að hafa banað föður sínum. Konan, sem er 28 ára gömul, situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að faðir hennar fannst látinn á heimili fjölskyldunnar á Arnarnesinu í Garðabæ.

3
Breytt fæði breytti líðaninni
Kristjana Pálsdóttir og Sigurður Pétur Harðarson ákváðu í vetur að gera breytingar á mataræði sínu en þau áttu bæði við kvilla að stríða eins og háan blóðþrýsting, svefnvanda, voru of þung og fleira mætti telja. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa.

4
Beðið eftir að Íris undirriti nálgunarbann
Íris Helga Jónatansdóttir hefur verið boðið að gangast undir nálgunarbann gagnvart einum manni. Vinur hennar var handtekinn grunaður um að hafa tekið þátt í umsáturseinelti. Gögn benda til þess að hann hafi verið blekktur.

5
Tóku ekki í hönd hennar því hún var kvenprestur
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, segist búa að því að önnur kona hafi rutt brautina á undan henni. Hún þekki þó vel mismunandi viðmót fólks gagnvart kven- og karlprestum. Þegar hún vígðist í Svíþjóð hélt stór hópur því fram að prestvígsla kvenna væri lygi.

6
Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
Einkarekni leikskólinn Sælukot, sem hefur fengið milljarð króna í opinber framlög síðasta áratug, hefur hagnast vel og nýtt peningana til að kaupa fasteignir fyrir stjórnarformanninn. Stjórnendur leikskólans segja markmiðið vera að ávaxta rekstrarafgang, en fyrrverandi starfsmenn og foreldrar nemenda kvarta undan langvarandi skorti. Skólanum var nýlega lokað tímabundið vegna óþrifnaðar og meindýra.
Athugasemdir