Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stórfyrirtæki Ratcliffe vill auðlindir í Norðursjó

Ineos, fyr­ir­tæki James Ratclif­fe, rík­asta manns Bret­lands, er í við­ræð­um um kaup á olíu- og gas­lind­um í Norð­ur­sjó. Ratclif­fe hef­ur keypt upp tugi jarða á Norð­aust­ur­landi í ná­grenni við vænt­an­lega um­skip­un­ar­höfn í Finna­firði, sem mun geta þjón­u­stað olíu- og gasiðn­að.

Stórfyrirtæki Ratcliffe vill auðlindir í Norðursjó

Ineos, stórfyrirtæki í eigu James Ratcliffe, hefur í hyggju kaup á olíu- og gasauðlindum í Norðursjó. Nýlega var tilkynnt um viðræður fyrirtækisins við olíufélagið ConocoPhillips um kaup á lindum á svæðinu að verðmæti um 370 milljarða íslenskra króna.

Ratcliffe, sem er ríkasti maður Bretlands, hefur verið mikið til umfjöllunar vegna jarðakaupa sinna á Norðausturlandi. Hefur hann ásamt viðskiptafélögum sínum keypt upp tugi jarða, með það að markmiði að eignast veiðirétt í laxveiðiám. Ratcliffe hefur lýst því yfir að markmiðið sé að vernda viðkvæmt vistkerfi ánna og hefur talsvert verið gert til að bæta laxgengi í þeim.

Sumar jarðanna eru í nágrenni tilvonandi athafnasvæðis umskipunarhafnar í Finnafirði í nágrenninu. Stundin hefur áður fjallað ítarlega um verkefnið, en langtímamarkmið þess er þjónusta við skipaflutninga á Norðurslóðum og olíu- og gasiðnað í Norður-Atlantshafi. Svæðið er einstakt vegna mikils undirlendis sem megi nota undir hafnsækna starfsemi, að mati framkvæmdaaðila, en skiptar skoðanir eru þó meðal landeigenda við fjörðinn um ágæti verkefnisins.

Ratcliffe hefur lánað félagi sínu, Halicilla Limited Company, 9,7 milljónir breskra punda, að andvirði 1,3 milljarða króna, til fjárfestinga. Félagið á net íslenskra eignarhaldsfélaga sem keypt hafa upp jarðir á Norðausturlandi, meðal annars Grímsstaði á Fjöllum. Lánið er vaxtalaust og samkvæmt ársreikningi Halicilla mun Ratcliffe ekki sækjast eftir endurgreiðslu á láninu.

Undanfarin ár hefur Ineos styrkt stöðu sína í olíuiðnaðinum með umsvifum í Noregi og Danmörku. Viðskiptin sem nú eru til skoðunar varða kaup á olíu- og gaslindunum Clair, um 75 kílómetrum vestan Hjaltlandseyja, og Britannia, um 210 kílómetrum norðaustur af Aberdeen.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár