Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stórfyrirtæki Ratcliffe vill auðlindir í Norðursjó

Ineos, fyr­ir­tæki James Ratclif­fe, rík­asta manns Bret­lands, er í við­ræð­um um kaup á olíu- og gas­lind­um í Norð­ur­sjó. Ratclif­fe hef­ur keypt upp tugi jarða á Norð­aust­ur­landi í ná­grenni við vænt­an­lega um­skip­un­ar­höfn í Finna­firði, sem mun geta þjón­u­stað olíu- og gasiðn­að.

Stórfyrirtæki Ratcliffe vill auðlindir í Norðursjó

Ineos, stórfyrirtæki í eigu James Ratcliffe, hefur í hyggju kaup á olíu- og gasauðlindum í Norðursjó. Nýlega var tilkynnt um viðræður fyrirtækisins við olíufélagið ConocoPhillips um kaup á lindum á svæðinu að verðmæti um 370 milljarða íslenskra króna.

Ratcliffe, sem er ríkasti maður Bretlands, hefur verið mikið til umfjöllunar vegna jarðakaupa sinna á Norðausturlandi. Hefur hann ásamt viðskiptafélögum sínum keypt upp tugi jarða, með það að markmiði að eignast veiðirétt í laxveiðiám. Ratcliffe hefur lýst því yfir að markmiðið sé að vernda viðkvæmt vistkerfi ánna og hefur talsvert verið gert til að bæta laxgengi í þeim.

Sumar jarðanna eru í nágrenni tilvonandi athafnasvæðis umskipunarhafnar í Finnafirði í nágrenninu. Stundin hefur áður fjallað ítarlega um verkefnið, en langtímamarkmið þess er þjónusta við skipaflutninga á Norðurslóðum og olíu- og gasiðnað í Norður-Atlantshafi. Svæðið er einstakt vegna mikils undirlendis sem megi nota undir hafnsækna starfsemi, að mati framkvæmdaaðila, en skiptar skoðanir eru þó meðal landeigenda við fjörðinn um ágæti verkefnisins.

Ratcliffe hefur lánað félagi sínu, Halicilla Limited Company, 9,7 milljónir breskra punda, að andvirði 1,3 milljarða króna, til fjárfestinga. Félagið á net íslenskra eignarhaldsfélaga sem keypt hafa upp jarðir á Norðausturlandi, meðal annars Grímsstaði á Fjöllum. Lánið er vaxtalaust og samkvæmt ársreikningi Halicilla mun Ratcliffe ekki sækjast eftir endurgreiðslu á láninu.

Undanfarin ár hefur Ineos styrkt stöðu sína í olíuiðnaðinum með umsvifum í Noregi og Danmörku. Viðskiptin sem nú eru til skoðunar varða kaup á olíu- og gaslindunum Clair, um 75 kílómetrum vestan Hjaltlandseyja, og Britannia, um 210 kílómetrum norðaustur af Aberdeen.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár