Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
Áralöng tengsl Tengsl Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Þorsteins Más Baldvinssonar ná mörg ár aftur í tímann en þeir voru báðir í Orca-hópnum sem keypti tæplega 25 prósenta hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins árið 1999. Þeir sjást hér saman á mynd ásamt félögum sínum úr Orca-hópnum, Jóni Ólafssyni og Eyjólfi Sveinssyni.

Eitt stærsta og þekktasta hrunmálið er svokallað Stím-mál sem snýst um 20 milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu Stím til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2008. Þetta var á sama tíma og Jón Ásgeir Jóhannesson fékk Lárus Welding og Glitni til að sölutryggja hlutafjárútboð FL Group sem rætt er um í greininni.

Lárus Welding, Jóhannes Baldursson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson voru dæmdir í fangelsi fyrir umboðssvik út af aðkomu sinni að Stím-málinu í desember í fyrra en þeim dómi var áfrýjað til Landsréttar. Viðskiptin voru gerð til þess að hífa upp og halda uppi hlutabréfaverði í Glitni og FL Group síðla árs 2007.

Jón Ásgeir var hins vegar ekki ákærður í Stím-málinu, þrátt fyrir að gögn sýni að hann kom að skipulagningu viðskiptanna með beinum hætti. Eins og segir í greininni um kærurnar gegn Jóni Ásgeiri þá gegndi hann ekki neinni formlegri stöðu …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár