Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
Áralöng tengsl Tengsl Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Þorsteins Más Baldvinssonar ná mörg ár aftur í tímann en þeir voru báðir í Orca-hópnum sem keypti tæplega 25 prósenta hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins árið 1999. Þeir sjást hér saman á mynd ásamt félögum sínum úr Orca-hópnum, Jóni Ólafssyni og Eyjólfi Sveinssyni.

Eitt stærsta og þekktasta hrunmálið er svokallað Stím-mál sem snýst um 20 milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu Stím til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2008. Þetta var á sama tíma og Jón Ásgeir Jóhannesson fékk Lárus Welding og Glitni til að sölutryggja hlutafjárútboð FL Group sem rætt er um í greininni.

Lárus Welding, Jóhannes Baldursson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson voru dæmdir í fangelsi fyrir umboðssvik út af aðkomu sinni að Stím-málinu í desember í fyrra en þeim dómi var áfrýjað til Landsréttar. Viðskiptin voru gerð til þess að hífa upp og halda uppi hlutabréfaverði í Glitni og FL Group síðla árs 2007.

Jón Ásgeir var hins vegar ekki ákærður í Stím-málinu, þrátt fyrir að gögn sýni að hann kom að skipulagningu viðskiptanna með beinum hætti. Eins og segir í greininni um kærurnar gegn Jóni Ásgeiri þá gegndi hann ekki neinni formlegri stöðu …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu