Eitt stærsta og þekktasta hrunmálið er svokallað Stím-mál sem snýst um 20 milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu Stím til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2008. Þetta var á sama tíma og Jón Ásgeir Jóhannesson fékk Lárus Welding og Glitni til að sölutryggja hlutafjárútboð FL Group sem rætt er um í greininni.
Lárus Welding, Jóhannes Baldursson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson voru dæmdir í fangelsi fyrir umboðssvik út af aðkomu sinni að Stím-málinu í desember í fyrra en þeim dómi var áfrýjað til Landsréttar. Viðskiptin voru gerð til þess að hífa upp og halda uppi hlutabréfaverði í Glitni og FL Group síðla árs 2007.
Jón Ásgeir var hins vegar ekki ákærður í Stím-málinu, þrátt fyrir að gögn sýni að hann kom að skipulagningu viðskiptanna með beinum hætti. Eins og segir í greininni um kærurnar gegn Jóni Ásgeiri þá gegndi hann ekki neinni formlegri stöðu …
Athugasemdir