Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
Áralöng tengsl Tengsl Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Þorsteins Más Baldvinssonar ná mörg ár aftur í tímann en þeir voru báðir í Orca-hópnum sem keypti tæplega 25 prósenta hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins árið 1999. Þeir sjást hér saman á mynd ásamt félögum sínum úr Orca-hópnum, Jóni Ólafssyni og Eyjólfi Sveinssyni.

Eitt stærsta og þekktasta hrunmálið er svokallað Stím-mál sem snýst um 20 milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu Stím til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2008. Þetta var á sama tíma og Jón Ásgeir Jóhannesson fékk Lárus Welding og Glitni til að sölutryggja hlutafjárútboð FL Group sem rætt er um í greininni.

Lárus Welding, Jóhannes Baldursson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson voru dæmdir í fangelsi fyrir umboðssvik út af aðkomu sinni að Stím-málinu í desember í fyrra en þeim dómi var áfrýjað til Landsréttar. Viðskiptin voru gerð til þess að hífa upp og halda uppi hlutabréfaverði í Glitni og FL Group síðla árs 2007.

Jón Ásgeir var hins vegar ekki ákærður í Stím-málinu, þrátt fyrir að gögn sýni að hann kom að skipulagningu viðskiptanna með beinum hætti. Eins og segir í greininni um kærurnar gegn Jóni Ásgeiri þá gegndi hann ekki neinni formlegri stöðu …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu