Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Níu af hverjum tíu vilja að Gunnar Bragi og Bergþór segi af sér

Sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu virð­ist þjóð­inni of­bjóða tals­máti þing­mann­anna á Klaustri Bar. 86 pró­sent að­spurðra vilja að Sig­mund­ur Dav­íð segi af sér þing­mennsku og yf­ir þrír fjórðu vilja að all­ir þing­menn­irn­ir sex segi af sér.

Níu af hverjum tíu vilja að Gunnar Bragi og Bergþór segi af sér
Njóta ekki stuðnings Yfirgnæfandi meirihluti aðspurðra í nýrri könnun Maskínu vill að þingmennirnir sem heyrist í á leyniupptökunum segi af sér þingmennsku.

Níu af hverjum tíu Íslendingum vilja að Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason segi af sér þingmennsku. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. 86 prósent aðspurðra vilja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér og litlu færri vilja að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson segi af sér. Tæplega þrír fjórðu aðspurðra eru þá þeirrar skoðunar að Anna Kolbrún Árnadóttir ætti að segja af sér.

Umræddir sex þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eru þeir sem sátu samsæti á Klaustri Bar 20. nóvember síðastliðinn. Samskipti þingmannanna voru sem kunnugt er hljóðrituð og má heyra ljótan munnsöfnuð og illmælgi þeirra í garð samþingmanna sinna auk annars nafngreinds fólks.

Þau Gunnar Bragi, Bergþór, Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún eru öll þingmenn Miðflokksins en þeir Ólafur og Karl Gauti voru þingmenn Flokks fólksins þar til þeir voru reknir úr flokknum síðastliðinn föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá Maskínu var lang lægst hlutfall þeirra sem kusu Miðflokkinn í síðustu alþingiskosningum á því að sexmenningarnir ættu að segja af sér.

Konur eru þá einarðri en karlar í þeirri afstöðu að þingmönnunum sex beri að segja af sér þingmennsku. Þeir sem eru eldri en fimmtugir eru heldur líklegri til að styðja áframhaldandi þingsetu þingmannanna, 8 til 16 prósent fólks á þeim aldri eru andvíg því að þeir eigi að segja af sér en 2 til 10 prósent eru þeirrar skoðunar í öðrum aldrushópum.

Þá kemur fram að ríflega 60 prósent aðspurðra segjast aldrei hafa orðið vitni að viðlíka umræðum síðust tólf mánuði og 19 prósent aðspurðra segjast sjaldan hafa orðið vitni að slíkri orðræðu. Einnig kemur fram að tæplega 87 prósent aðspurðra eru þeirrar skoðunar að það hafi verið rétt hjá fjölmiðlum að birta upptökur af samræðum þingmannanna, eða upplýsingar úr þeim. Aðeins rétt ríflega 10 prósentum þótti það röng ákvörðun.

Svar­endur voru 1.311 tals­ins og komu úr Þjóð­gátt Mask­ínu. Könn­unin fór fram dag­ana 30. nóv­em­ber - 3. des­em­ber 2018.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár