Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Anna Kolbrún íhugar að víkja - allir þingmenn Miðflokksins yrðu karlar

Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, hef­ur ein þeirra þing­manna sem náð­ist á upp­töku sagst íhuga af­sögn. Karl­mað­ur er næst­ur inn fyr­ir Mið­flokk­inn í kjör­dæm­inu, segi hún af sér.

Anna Kolbrún íhugar að víkja - allir þingmenn Miðflokksins yrðu karlar
Anna Kolbrún Árnadóttir Mynd: Miðflokkurinn

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hefur ein þeirra sex þingmanna sem náðust á upptöku á Klaustur bar sagst íhuga stöðu sína. Segi hún af sér mun fækka um eina konu á þingi og við bætist karlmaður. Þar með yrðu allir sjö þingmenn Miðflokksins karlmenn.

Í viðtali við RÚV í gær sagðist Anna Kolbrún ekki eiga sér málsbætur. „Ég ætla að hugsa mjög vel mína stöðu,“ sagði hún.

Á upptökunum má heyra Önnu Kolbrúnu taka þátt í að gera grín að Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingkonu, vegna fötlunar hennar. Þá tekur hún undir gagnrýni á Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, en er sú eina viðstödd sem grípur til varnar þegar hinir þingmennirnir gera lítið úr kvenkyns þingmönnum.

Enginn hinna fimm þingmannanna sem náðust á upptöku hefur sagst íhuga afsögn. „Ég hef ekkert brotið af mér,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, í Kastljósi á RÚV í gær.

Þorgrímur Sigmundsson

Anna Kolbrún er 8. þingmaður Norðausturkjördæmis og 2. varaformaður Miðflokksins. Hún var í öðru sæti á lista flokksins í kjördæminu á eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni.

Segi Anna Kolbrún af sér mun Þorgrímur Sigmundsson verktaki taka sæti á þingi. Þorgrímur tók sæti sem varaþingmaður í október 2018.

Þannig mundi fækka um eina konu, úr 24 í 23. Yrði hlutfall kvenna á þingi því 36,5%. Konum fækkaði mikið á þingi í kosningunum 2017, úr 30 í 24, og hefur hlutfall kvenna ekki verið lægra síðan eftir kosningar 2007. Lægst hlutfall kvenna var í þingliði Miðflokksins, eða sem nemur 14 prósent.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Jafnréttismál

„Stelpur, horfið bálreiðar um öxl“
Allt af létta

„Stelp­ur, horf­ið bál­reið­ar um öxl“

Una Torfa­dótt­ir söng­kona lend­ir enn í því að fólki finn­ist hún biðja um of há­ar upp­hæð­ir fyr­ir að stíga á svið. „Svo heyr­ir mað­ur sög­ur af strák­um sem eru að spila og eru að taka miklu meira og það þyk­ir bara töff,“ seg­ir Una. Hún tel­ur þó þetta ójafn­rétti „smá­mál“ mið­að við það mis­rétti sem kon­ur og kvár í minni­hluta­hóp­um verða fyr­ir.
Ekki fræðilegur möguleiki að manna vaktina með karlmönnum
ViðtalJafnréttismál

Ekki fræði­leg­ur mögu­leiki að manna vakt­ina með karl­mönn­um

Jakobína Rut Daní­els­dótt­ir var að reyna að fá einn af fjór­um karl­kyns sam­starfs­mönn­um sín­um til að taka vakt­ina henn­ar í dag þeg­ar hún ræddi við Heim­ild­ina í síð­ustu viku. Hún sinn­ir starfi sem hún get­ur ekki geng­ið í burtu frá, jafn­vel þó að á í dag sé kvenna­verk­fall. Hún er ein af þeim fjöl­mörgu kon­um sem halda heil­brigðis­kerf­inu uppi.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
6
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
5
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár