Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Starfsmenn og doktorsnemar á hugvísindasviði leggjast gegn tanngreiningum á hælisleitendum

62 starfs­menn og doktorsnem­ar leggj­ast ein­róma gegn því að fram­kvæmd­ar séu tann­grein­ing­ar á ung­um hæl­is­leit­end­um inn­an veggja Há­skóla Ís­lands. Þá hvet­ur hóp­ur­inn skól­ann til þess að láta af gerð samn­ings um áfram­hald­andi tann­grein­ing­ar á aldri hæl­is­leit­enda.

Starfsmenn og doktorsnemar á hugvísindasviði leggjast gegn tanngreiningum á hælisleitendum

Hópur 62 starfsmanna og doktorsnema á Hugvísindasviði Háskóla Íslands leggst einróma gegn því að framkvæmdar séu tanngreiningar á ungum hælisleitendum innan veggja Háskóla Íslands. Þá er Háskóli Íslands eindregið hvattur til að láta af gerð samnings um áframhaldandi tanngreiningar á aldri hælisleitenda en hópurinn hvetur stjórnir allra fræðasviða til að taka afstöðu gegn samningnum og beinir því til starfsfólks Háskóla Íslands að láta sig málefnið varða.

Starfsmenn og doktorsnemar á Hugvísindasviði taka þar með undir yfirlýsingu sem 49 starfsmenn og doktorsnemar Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sendu frá sér í síðustu viku. Landssambands Íslenskra Stúdenta og Stúdentaráðs Háskóla Íslands höfðu áður gagnrýnt tanngreiningarnar harðlega.

„Viljum við sem fagfólk í hugvísindum, líkt og starfsfólk Menntavísindasviðs og samtök stúdenta gera, vekja sérstaka athygli háskólayfirvalda á samfélagslegu hlutverki menntastofnana sem og mikilvægi þess að akademískar stofnanir framkvæmi ekki aðgerðir lögvalds á borð við Útlendingastofnunar,“ segir í yfirlýsingu sem starfsmenn og doktorsnemar á Hugvísindasviði sendur frá sér rétt í þessu. „Við tökum einnig undir með starfsfólki Menntavísindasviðs að Háskóla Íslands sem samfélagslegri menntastofnun beri að vernda og styðja ungmenni sem hingað koma í leit að öruggara lífi.“

Vísa í vísindasiðareglur

Hópurinn vísar í umfjöllun fjölmiðla sem og yfirlýsingu Stúdentaráðs Háskóla Íslands þar sem fram hefur komið að vafasamt sé að halda því fram að þessi aðgerð sé valkvæð ef hinn möguleikinn er brottvísun úr landi. „Sömuleiðis tökum við undir að erfitt sé að fullyrða og ganga úr skugga um að upplýst samþykki liggi fyrir í þessum rannsóknum. Við tökum undir það sem komið hefur fram í yfirlýsingum Stúdentaráðs sem vísar meðal annars í 2.15 grein vísindasiðareglna frá 2014 um að rannsakendur skuli ekki skaða hagsmuni þeirra sem tilheyra hópi í erfiðri stöðu,“ segir í yfirlýsingunni.

Hópurinn vísar meðal annars í það að Rauði Kross Íslands, Unicef, Barnaréttarnefnd Evrópuráðsins ásamt fjölmörgum alþjóðlegum stofnunum og samtökum hafi bent á hversu sterk siðferðisleg rök hníga gegn notkun tanngreininga til aldursákvörðunar. „Hvetjum við stjórnir allra fræðasviða til að taka afstöðu gegn samningi Háskóla Íslands við Útlendingastofnun um tanngreiningar á hælisleitendum og jafnframt viljum við beina því til starfsfólks Háskóla Íslands að láta sig málefnið varða. Enn fremur tökum við undir hvatningarorð Stúdentaráðs og LÍS til Háskóla Íslands hvað varðar að styðja betur við fjölskyldur innflytjenda. 

Yfirlýsinguna undirrita eftirfarandi: 

Anna R. Jörundardóttir, verkefnastjóri Hugvísindasviðs

Arngrímur Vídalín, stundakennari í íslensku

Atli Antonsson, doktorsnemi í almennri bókmenntafræði

Atli Dungal Sigurðsson, doktorsnemi í enskum bókmenntum og stundakennari

Ásta Kristín Benediktsdóttir, stundakennari og doktorsnemi í íslensku

Bergljót S. Kristjánsdóttir, prófessor

Björn Reynir Halldórsson, doktorsnemi í sagnfræði

Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í almennri bókmenntafræði og kvikmyndafræði

Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki

Elmar Geir Unnsteinsson, sérfræðingur í heimspeki

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus

Eiríkur Smári Sigurðarson, rannsóknarstjóri Hugvísindasviðs

Erla Hulda Halldórsdóttir, dósent í sagnfræði

Finnur Déllsen, dósent í heimspeki

Finnur Jónasson, doktorsnemi í sagnfræði

Gísli Rúnar Harðarson, nýdoktor í málvísindum

Gísli Hvanndal Ólafsson, aðjúnkt við Íslensku- og menningardeild

Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði

Guðrún Elsa Bragadóttir, stundakennari í kvikmyndafræði

Guðrún Kristinsdóttir, doktorsnemi í frönskum fræðum

Guðrún Steinþórsdóttir, doktorsnemi

Gunnar Tómas Kristófersson, doktorsnemi í almennri bókmenntafræði

Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor í almennri bókmenntafræði

Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, doktorsnemi í heimspeki

Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, stundakennari í sagnfræði

Halldóra Þorláksdóttir, verkefnastjóri

Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu

Hrafnkell Lárusson, doktorsnemi í sagnfræði

Ingibjörg Ágústsdóttir, dósent

Ingibjörg Eyþórsdóttir, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum og stundakennari

Ingibjörg Þórisdóttir, doktorsnemi og verkefnastjóri

Iris Edda Nowenstein, doktorsnemi

Íris Ellenberger, stundakennari í sagnfræði

Jón Ólafsson, prófessor

Katrín Harðardóttir, doktorsnemi í þýðingafræði

Katrín Lísa van der Linde Mikaelsdóttir, doktorsnemi í íslenskri málfræði og stundakennari

Katelin Marit Parsons, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum

Kjartan Már Ómarsson, doktorsnemi í almennri bókmenntafræði

Laura Malinauskaite, doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði [þverfaglegt svið]

Nanna Hlín Halldórsdóttir, stundakennari í heimspeki

Núría Frías Jiménez, doktorsnemi í spænsku og stundakennari

Ole Sandberg, doktorsnemi í heimspeki

Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði

Pontus Järvstad, doktorsnemi í sagnfræði

Pétur Knútsson, prófessor emeritus

Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði

Romina Werth, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum

Sigríður Hjördís Jörundsdóttir, doktorsnemi í sagnfræði

Stefanie Bade, doktorsnemi í íslenskri málfræði og stundakennari

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, doktorsnemi í guðfræði

Steinunn Hreinsdóttir, doktorsnemi í heimspeki

Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði

Sumarliði R. Ísleifsson, lektor, sagnfræði- og heimspekideild

Svavar Hrafn Svavarsson, prófessor í heimspeki

Sævar Finnbogason, doktorsnemi í heimspeki

Tinna Frímann Jökulsdóttir, doktorsnemi í máltækni og stundakennari

Torfi H. Tulinius, prófessor

Uta Reichardt, nýdoktor í umhverfisfræði [þverfaglegt svið]

Vanessa Isenmann, doktorsnemi í íslenskri málfræði

Vera Knútsdóttir, doktorsnemi í almennri bókmenntafræði og stundakennari

Vilhelm Vilhemsson, stundakennari í sagnfræði og forstöðumaður Rannsóknarseturs HÍ á Norðurlandi vestra

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, doktorsnemi í íslenskri málfræði og stundakennari

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár