Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Inga Björk á Austurvelli í dag: Enginn þingmannanna beðið Freyju afsökunar

Inga Björk Bjarna­dótt­ir, hjá sam­tök­un­um Tabú, flutti ræðu á Aust­ur­velli þar sem hún sagði þing­menn Mið­flokks og Flokks fólks­ins ekki hafa beð­ið Freyju Har­alds­dótt­ur af­sök­un­ar á að hafa rætt um hana með niðr­andi hætti. Á ann­að þús­und manns mættu til að mót­mæla fram­ferði þing­mann­anna og krefjast af­sagn­ar þeirra.

„Við verðum að muna það að það er fólk af holdi og blóði sem er á bak við þessi ummæli,“ sagði Inga Björk Bjarnadóttir hjá samtökunum Tabú, í ræðu á mótmælum sem fram fóru á Austurvelli í dag, og vísaði þar til þeirra einstaklinga sem teknir voru hvað harðast fyrir í samræðum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustri bar þann 20. nóvember síðastliðinn, en þar ræddu þingmennirnir meðað annars með niðrandi hætti um konur, fatlaða og útlendinga.

Freyja níddÞingmennirnir ræddu meðal annars um fyrrum þingkonu Bjartrar Framtíðar, með niðrandi hætti en engin þeirra hefur haft samband við hana og beðist afsökunar, að því er Inga Björk segir.

Þetta eru einstaklingar og hópar sem hafa verið niðurlægðir og smættaðir, báðu aldrei um það og gerðu ekkert tangt. Og í fjölmiðlum óma nú fréttir um að þetta valdamesta fólk í samfélaginu hafi kallað þau heimsk, kuntu, tík. Líkami þinn og útlit er smánað, fötlun þín er gerð af aðhlátursefni,“ sagði Inga Björk sem lagði áherslu á það í ræðu sinni að enginn þingmannanna, sem tóku meðal annars þátt í samræðu þar sem talað var með niðrandi hættu um Freyju Haraldsdóttur, fyrrum þingmanni Bjartrar framtíðar, hefði haft samband og beðið hana afsökunar.

Og vitiði hvað? Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar. Ekki eitt þeirra. Iðrunin er ekki meiri en svo!“

Mikill mannfjöldi

Á annað þúsund manns komu saman á Austurvelli í dag til þess að mótmæla framferði og talsmáta sex þingmanna úr Miðflokki og Flokki fólksins á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Á Facebook-síðu mótmælanna kom fram að boðað hefði verið til þeirra „í til­efni af þeim yf­ir­gengi­legu for­dóm­um og mann­fyr­ir­litn­ingu sem hóp­ur þing­manna hafði frammi á fundi sín­um á Klaust­urs­barn­um í Templ­ara­sundi.“

Stundin ræddi við nokkra mótmælendur. „Það er þessi mannfyrirlitning sem maður er bara mjög dapur yfir. Ég er bara sorgmædd miðað við að þetta er hundrað ára afmælið okkar í dag, og við hefðum átt að vera að gleðjast en ekki vera í þessari stöðu,“ sagði Guðný Björnsdóttir, ein þeirra sem mætt var til þess að mótmæla framferði þingmannanna sex.

Merki móralskrar hnignunar

Óhætt er að segja að mótmælin hafi sett ákveðin svip á hátíðarhöld vegna hundrað ára afmælis fullveldis Íslands, en þau byrjuðu stuttu eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisáðherra hafði ávarpað Margréti danadrottningu, Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og samráðherra sína í ríkisstjórn fyrir framan stjórnarráðið á sérstakri setningu hátíðarhalda í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldis landsins.

Þeir viðmælendur Stundarinnar sem sóttu mótmælin töldu sér ekki fært að gera annað til að sýna samstöðu með þeim hópum sem voru níddir hvað mest í samræðum þingmannanna. „Maður fær svona slæmt bragð í munninn eiginlega við það að hlusta á svona illmælgi,“ sagði Lárus Steinþór Guðmundsson, háskólakennari, sem mættur var á Austurvöll til þess að sýna samstöðu. Lárus, sem mætti á mótmæli á Austurvelli í kjölfar hrunsins, sagðist telja að Alþingi hefði aldrei sokkið neðar en nú. „Við erum með núna, rúmum tíu árum seinna, með svona merki ákveðinnar móralskrar hnignunar sem er mjög slæmt að upplifa.“

Þingmenn sýni virðingu

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, sagði ummæli sexmenninganna afhjúpa ákveðna hatursorðræðu, og það af hálfu valdhafa í landinu. Hún gerði orð Freyju Haraldsdóttur að sínum og lagði áherslu á hættuna sem stafar af því þegar fólk í valdastöðum viðhefur slíka hatursorðræðu. „Vegna þess að það setur fordæmi og hefur vald til þess að normalísera orðræðu og ofbeldismenningu,“ sagði hún ennfremur. 

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tók ummæli þingmannanna fyrir með kaldhæðisnlegum hætti. „Það getur engin kelling veitt körlum skjól því kerlingar eru aumingjar sem kunna ekkert nema að væla, fávitar sem halda alltaf sömu ræðuna. Það er kannski hægt að ríða þeim en djöfull sem það fellur hratt á þær, helvítis kerlingaklessurnar. Þeir geta ekki einu sinni drullast til að vera áfram hot, og hvaða gagn er þá hægt að hafa af þeim? Maður spyr sig.“

„Mér finnst skipta svo miklu máli að þeir sem sitja á Alþingi, stjórnmálamenn og þeir sem valdið hafa, að þeir beri virðingu fyrir almenningi og lýðveldinu,“ sagði Bergljót Þorsteinsdóttir, ein mótmælenda. „Og mér fannst þeir afhjúpa heimsku sína, þarna í samræðum sínum þarna á þessum bar, Klaustri. og mér finnst þeim ekki stætt á að sinna vinnunni sinni í framhaldinu,“ sagði Bergljót og lagði áherslu á að 1. desember væri rétti dagurinn til þess að biðja stjórnmálamenn um að vinna af heilindum til að framfylgja lýðræðinu, og minnti um leið á baráttuna fyrir nýrri stjórnarskrá:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár