„Við erum að tala um 12 prósent kjörinna Íslendinga sem eru að haga sér svona. Og ef skilaboðin eru svona, sem löggjafinn er að senda til fólksins í landinu þá er það bara dapurt og við tökum ekki þátt í því,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í samtali við Stundina en hún er „undrandi“ og „hissa“ vegna upplóstrana af fundi þingmanna Flokks fólksins og Miðflokksins. „Mér finnst þetta bara dapurt og það lýsir bara þeim sem viðhafa svona munnsöfnuð fyrst og síðast, alveg rosalegri lítilsvirðingu og kvenfyrirlitningu, og kemur manni algjörlega í opna skjöldu, sérstaklega frá einstaklingum sem þykjast nú aldeilis vera jafnréttissinnaðir og allt það, það er greinilega ekki svo, það er nokkuð ljóst.“
Ingu Sæland er brugðið vegna þess sem fram hefur komið en hún segir að framkvæmdastjórn og stjórn Flokks …
Athugasemdir