Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Gunnar Bragi segist hafa verið að ljúga en Sigmundur staðfesti frásögn hans

Fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra sem við­ur­kenndi að hafa far­ið fram á per­sónu­leg­an greiða frá Sjálf­stæð­is­flokkn­um fyr­ir að skipa Geir H. Haar­de sendi­herra Ís­lands í Banda­ríkj­un­um, seg­ist nú hafa ver­ið að „bulla og ljúga“. Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, formað­ur Mið­flokks­ins, heyr­ist hins veg­ar stað­festa frá­sögn Gunn­ars Braga á upp­töku.

Gunnar Bragi segist hafa verið að ljúga en Sigmundur staðfesti frásögn hans
Gunnar Bragi Sveinsson Var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins árin 2013 til 2016, undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Mynd: Pressphotos

Fyrrverandi utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, sem heyrist á upptöku viðurkenna að hafa farið fram á persónulegt endurgjald frá Sjálfstæðisflokknum fyrir að skipa Geir H. Haarde að sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, segist nú hafa verið að ljúga að viðstöddum. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, samherji Gunnars Braga í Miðflokknum og formaður flokksins, staðfesti hins vegar ummæli Gunnars Braga sem náðist á upptökunni, og er því ljóst að annað hvort sagði Sigmundur einnig ósatt, eða að skýring Gunnars Braga stenst ekki.

Gunnar Bragi fundaði ásamt Sigmundi Davíð og tveimur þingmönnum Flokks fólksins, Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni, ásamt þingkonu Miðflokksins, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, á barnum Klaustri, við hlið Alþingishússins, að kvöldi þriðjudagsins 20. nóvember síðastliðinn, í vitna viðurvist. Í umræðunum baktöluðu þingmennirnir Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, og kallaði Bergþór Ólason hana „fokking tryllta“ og „húrrandi klikkaða kuntu“, auk þess sem Gunnar Bragi lét ýmis ummæli falla um konur. 

Gunnar Bragi lýsir því á upptöku af umræðunum að hann hafi gert Árna Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna, sem væri frændi hans, en hann teldi „fávita“, til þess að dreifa athyglinni frá því að hann myndi gera Geir H. Haarde að sendiherra Íslands í Washington, sem hann taldi að sjálfstæðismenn myndu endurgjalda sér: „Þegar ég á fund með Bjarna í fjármálaráðuneytinu og ég segi við Bjarna: „Það er algjörlega sjálfsagt. Auðvitað geri ég Geir að sendiherra,“ og þá segi ég við Bjarna: „Og mér finnst sanngjarnt að þið horfið til svipaðra hluta þegar ég þarf á því að halda.““

Gunnar Bragi svaraði fyrir ummæli sín í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. „Ég náttúrulega er ekkert að segja satt þarna, að þetta hafi verið einhver díll,“ sagði Gunnar Bragi.

Gunnar Bragi segist hafa verið að ljúgaUmsjónarfólk Morgunútvarpsins spurði Gunnar Braga Sveinsson ágengra spurninga um misræmi í frásögn hans í morgun.

Hann taldi sig ekki eiga að segja af sér þingmennsku. „Auðvitað segjum við af okkur ef við brjótum af okkur. Ef við gerum eitthvað sem er gegn þjóðarhag, eða eitthvað slíkt. Þetta er ekki svoleiðis. Þarna erum við í einhverju partýi að tala óvarlega og illa.“

Þegar Sigmar Guðmundsson, spyrill þáttarins, benti Gunnari Braga á að hann hefði notað opinbera aðstöðu sína til að skipa sendiherra til að fara fram á persónulegan greiða í skiptum, og skipað annan sendiherra til að draga neikvæða athygli frá þeirri skipan, sagðist Gunnar Bragi hins vegar hafa sagt ósatt í því tilfelli. 

Sigmar: „En bíddu nú aðeins. Núna kemur að því sem er auðvitað alvarlegast pólitískt í þessu, Gunnar Bragi. Þú ert fyrrverandi utanríkisráðherra. Og það er þetta með þennan sendiherrakapal sem þú lýsir þarna. Þú lýsir því að þú hafir skipað Geir Haarde, sendiherra í Washington. Þú vissir að það var umdeilt, þannig að þú skipar um leið Árna Þór Sigurðsson, VG-mann, til þess að umræðan yrði meiri um Árna Þór, þannig að það yrðu engin læti um Geir. Þetta er svona smjörklípa, svo við tölum tungumál sem allir sem fylgjast með pólitík þekkja. Og á móti telur þú að þú eigir inni gott veður og góðan díl hjá Sjálfstæðisflokknum. Þetta er eitthvað meira heldur en eitthvað fyllerísrant. Þetta er alvarlegur hlutur, ef rétt er, er það ekki?“ 

„Sko, það sem er, það er nú meira þarna sagt, því miður, sem er ekki rétt. Það eina sem er rétt í þessu, og ég hringdi nú einmitt í formann Sjálfstæðisflokksins í gær, og talaði við hann og bað hann afsökunar á því að vera að bulla og ljúga svona upp á hann.“

Sigmar: Var þetta allt lygi? 

„Nei, það sem er satt í þessu er að ég skipa Geir og ég skipa Árna og það hafði staðið til í rauninni lengur að skipa Árna Þór Sigurðsson sem sendiherra, heldur en Geir. Það kemur upp hins vegar eftir ákveðin samtöl og auðvitað er það bara þannig að það er ákveðinn þrýstingur frá Sjálfstæðisflokknum að skipa hann. Ég sjálfur var þeirrar skoðunar að það ætti að gera það. Geir er afburðarmaður og hafði staðið sig gríðarlega vel að mínu viti...“

Sigmar: Hann var náttúrulega fáránlega umdeildur eftir hrunið... Það má alveg setja spurningarmerki við þetta.

Gunnar Bragi: „Ég hef aldrei verið jafnsannfærður um að það hafi verið rétt að gera nokkurn hlut eins og að skipa Geir sendiherra, vegna þess að þessi aðför að honum var náttúrulega bara til skammar.“ 

Geir H. Haarde var dæmdur fyrir Landsdómi, fyrstur íslenskra ráðherra, fyrir að hafa sýnt af sér stórkostlega „vanrækslu“ í aðdraganda efnahagshrunsins. Hann hefur nú verið skipaður fulltrúi Norðurlandanna í stjórn Alþjóðabankans af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, núverandi utanríkisráðherra. 

Gunnar Bragi taldi hins vegar grafalvarlegt mál að ummæli hans á barnum hefðu verið tekin upp. „Það lítur alltaf illa út ef stjórnmálamenn eru að gera eitthvað sem er umdeilt. Það er bara þannig. En það sem mér finnst, og ég verð að fá að segja hérna. Auðvitað skil ég að menn vilji tala um þessi orð. En er það virkilega þannig að mönnum finnst það bara í lagi að það sé verið að taka upp samtöl fólks? Það er grafalvarlegt mál.“

Á upptökunni má heyra að Sigmundur Davíð staðfestir orð Gunnars Braga, sem Gunnar segir nú að hafi verið lygi. „Bjarni [Benediktsson] fór út um víðan völl en niðurstaðan var sú að hann hefði fallist á það að ef þetta gengi eftir, þá ætti Gunnar inni hjá Sjálfstæðismönnum. […] Næsta skref var að hitta Bjarna með Guðlaugi Þór [Þórðarsyni utanríkisráðherra]. […] Bjarni má eiga það að hann fylgdi málinu vel eftir.“

SamtaliðSigmundur Davíð staðfestir orð Gunnars Braga á upptöku, en Gunnar Bragi segist hafa verið að „bulla og ljúga“.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár