Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Björn Leví ekki hættur að skoða aksturskostnað

For­sæt­is­nefnd Al­þing­is tel­ur ekk­ert benda til þess að Ásmund­ur Frið­riks­son hafi brot­ið af sér. Ekki séu skil­yrði fyr­ir al­mennri rann­sókn á endu­greiðsl­um til þing­manna vegna akst­urs.

Björn Leví ekki hættur að skoða aksturskostnað

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er ekki hættur að beita sér varðandi endurgreiddan aksturskostnað þingmanna. Forsætisnefnd Alþingis sagði í gær að ekki væru skilyrði fyrir almennri rannsókn á málinu og að ekkert hefði komið fram til að styðja það að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefði brotið gegn siðareglum þingmanna í málinu.

Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Björn Leví að siðanefnd hefði átt að vera kölluð saman í málinu. Forsætisnefnd sé eingöngu milligönguaðili þegar kemur að því. „Erindi mitt snýr mikið að endurgreiðslu í kringum kosningabaráttu,“ segir Björn Leví. „Þar undir eru ansi margir þingmenn og þeir þingmenn sem voru í forsætisnefnd og hafa kannski fengið endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar sem frambjóðendur en ekki sem þingmenn í kosningabaráttu hefðu átt að segja sig frá málinu.“

Í svari sínu til forsætisnefndar viðurkennir Ásmundur að hluti greiðslanna hafi tengst sjónvarpsþáttagerð fyrir ÍNN og orkað tvímælis. Hann hafi því endurgreitt 178 þúsund krónur vegna ferða sinna. Ásmundur fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar í fyrra, mest allra þingmanna.

Þingmenn Pírata gagnrýndu málsmeðferðina á Alþingi í gær. Sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir að Birni Leví hefði verið hótað því að hann yrði mögulega sjálfur látinn sæta ábyrgð samkvæmt siðareglum fyrir að hafa sent inn erindið um rannsóknina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Aksturskostnaður þingmanna

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár