Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Björn Leví ekki hættur að skoða aksturskostnað

For­sæt­is­nefnd Al­þing­is tel­ur ekk­ert benda til þess að Ásmund­ur Frið­riks­son hafi brot­ið af sér. Ekki séu skil­yrði fyr­ir al­mennri rann­sókn á endu­greiðsl­um til þing­manna vegna akst­urs.

Björn Leví ekki hættur að skoða aksturskostnað

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er ekki hættur að beita sér varðandi endurgreiddan aksturskostnað þingmanna. Forsætisnefnd Alþingis sagði í gær að ekki væru skilyrði fyrir almennri rannsókn á málinu og að ekkert hefði komið fram til að styðja það að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefði brotið gegn siðareglum þingmanna í málinu.

Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Björn Leví að siðanefnd hefði átt að vera kölluð saman í málinu. Forsætisnefnd sé eingöngu milligönguaðili þegar kemur að því. „Erindi mitt snýr mikið að endurgreiðslu í kringum kosningabaráttu,“ segir Björn Leví. „Þar undir eru ansi margir þingmenn og þeir þingmenn sem voru í forsætisnefnd og hafa kannski fengið endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar sem frambjóðendur en ekki sem þingmenn í kosningabaráttu hefðu átt að segja sig frá málinu.“

Í svari sínu til forsætisnefndar viðurkennir Ásmundur að hluti greiðslanna hafi tengst sjónvarpsþáttagerð fyrir ÍNN og orkað tvímælis. Hann hafi því endurgreitt 178 þúsund krónur vegna ferða sinna. Ásmundur fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar í fyrra, mest allra þingmanna.

Þingmenn Pírata gagnrýndu málsmeðferðina á Alþingi í gær. Sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir að Birni Leví hefði verið hótað því að hann yrði mögulega sjálfur látinn sæta ábyrgð samkvæmt siðareglum fyrir að hafa sent inn erindið um rannsóknina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Aksturskostnaður þingmanna

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár