Þá fer hann [Magnús Guðmundsson forstjóri Kaupþings í Lúxemborg] á hnén – sem sagt nánast hágrátandi – á hnén fyrir framan mig og biður mig að hjálpa sér því hann hafi ekki í nein hús að venda,“ sagði Skúli Þorvaldsson, sem yfirleitt er kenndur við Hótel Holt, í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara, árið 2013 þegar hann lýsti því hvernig Magnús hefði reynt að fá hann til að segja við ákæruvaldið á Íslandi að hann kannaðist við félagið Marple Holding S.A. sem Kaupþing í Lúxemborg notaði til að taka við rúmlega 8 milljarða króna millifærslum frá Íslandi árið 2007 og síðar til að kaupa skuldabréf af Kaupþingi á yfirverði í aðdraganda hrunsins. Skúli Þorvaldsson var skráður eigandi Marple Holding S.A. en sjálfur vissi hann ekkert af þessu millifærslum til hans eigins félags fyrr en eftir hrunið 2008.
Sagan er eitt dæmi þess hvernig Kaupþing banki notaði nöfn viðskiptavina sinna og félög …
Athugasemdir