Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Setur upp jólaseríur með yfir 100 þúsund perum

Grím­ur Óli Geirs­son vinn­ur við að koma skauta­svell­inu á Ing­ólf­s­torgi í stand fyr­ir að­vent­una.

Ég er að vinna fyrir Luxor, við erum að setja upp skautasvellið á Ingólfstorgi, sem verður opnað 1. desember. Það er ansi umfangsmikið verkefni, við erum svona í um það bil viku að setja það upp. Það eru ríflega 100 þúsund ljósaperur í ljósaseríunum sem verða hérna og álgrindurnar sem bera jólaseríurnar, greni, grýlukerti og annað jólaskraut, eru 350 metrar.

Desember finnst mér mjög skemmtilegur mánuður, hann er eiginlega uppáhaldsmánuðurinn minn, enda er ég mikið jólabarn, og ég hlakka mjög til mánaðamótanna. Þetta verkefni, að setja upp skautasvellið, er því mjög skemmtilegt fyrir jólamann eins og mig.

Ég fer kannski ekki mikið sjálfur á skauta en ég gerði það stundum sem krakki og leiddist það nú aldeilis ekki. Ég held að það verði mjög jólalegt og gaman fyrir fólk að kíkja hingað niður á Ingólfstorg og skella sér á skauta á aðventunni. Það er eitthvað sem öll fjölskyldan getur gert saman til að lyfta sér upp í skammdeginu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár