Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Miðflokkurinn vill lækka fjármagnstekjuskatt

Þing­mað­ur Mið­flokks­ins vill draga úr út­gjalda­vexti rík­is­sjóðs í ljósi horfa í efna­hags­mál­um en vill einnig lækka skatta á fólk og fyr­ir­tæki.

Miðflokkurinn vill lækka fjármagnstekjuskatt
Vilja lækka skatta Miðflokkurinn vill lækka skatta Mynd: Miðflokkurinn

Miðflokkurinn vill að skattahækkanir sem gripið var til í kjölfar bankahrunsins verði dregnar til baka. Fjármagnstekjuskatt þurfi að lækka eða þrengja skattstofninn. Þetta kemur fram í minnihlutaáliti Birgis Þórarinssonar, þingmanns flokksins í fjárlaganefnd, við vinnslu fjárlagafrumvarpsins á Alþingi.

„Ísland er háskattaríki í alþjóðlegum samanburði,“ segir í álitinu. „Skattahækkanir fyrri ára standa að mestu óhreyfðar. Það ætti að vera forgangsmál að draga til baka þær skattahækkanir sem gripið var til kjölfar bankahrunsins. Á síðasta ári var fjármagnstekjuskattur hækkaður en um leið lofað að endurskoða skattstofninn. Hvergi er minnst á slíka endurskoðun í fjárlagafrumvarpinu. Þegar fjármagnstekjuskatturinn var tekinn upp var lágt skatthlutfall rökstutt með breiðum skattstofni. Nú er skattstofninn enn breiður en skatthlutfallið hefur tvöfaldast.“

Þá þrýstir flokkurinn einnig á lækkun tryggingagjalds og kolefnisgjalds. „Miðflokkurinn leggur áherslu á að nú þegar skuldir ríkisins lækka hratt sé ráðrúm til að huga að lækkun skatta á fólk og fyrirtæki í landinu en ekki stækka ríkisbáknið eins og ríkisstjórnin er sérstaklega áhugasöm um.“

Á sama tíma og Miðflokkurinn vill lækka skatta er bent á að blikur séu á lofti í efnahagsmálum og útgjöld vaxi of hratt. „Í fjárlagafrumvarpinu er of mikill útgjaldavöxtur,“ segir í nefndarálitinu. „Ekki er búið nægilega vel í haginn fyrir það sem fram undan er. Ef forsendur bresta er óljóst til hvaða úrræða stjórnvöld ætla að grípa. Sýna hefði átt meira aðhald í ríkisbúskapnum á tímum góðæris.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár