Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Miðflokkurinn vill lækka fjármagnstekjuskatt

Þing­mað­ur Mið­flokks­ins vill draga úr út­gjalda­vexti rík­is­sjóðs í ljósi horfa í efna­hags­mál­um en vill einnig lækka skatta á fólk og fyr­ir­tæki.

Miðflokkurinn vill lækka fjármagnstekjuskatt
Vilja lækka skatta Miðflokkurinn vill lækka skatta Mynd: Miðflokkurinn

Miðflokkurinn vill að skattahækkanir sem gripið var til í kjölfar bankahrunsins verði dregnar til baka. Fjármagnstekjuskatt þurfi að lækka eða þrengja skattstofninn. Þetta kemur fram í minnihlutaáliti Birgis Þórarinssonar, þingmanns flokksins í fjárlaganefnd, við vinnslu fjárlagafrumvarpsins á Alþingi.

„Ísland er háskattaríki í alþjóðlegum samanburði,“ segir í álitinu. „Skattahækkanir fyrri ára standa að mestu óhreyfðar. Það ætti að vera forgangsmál að draga til baka þær skattahækkanir sem gripið var til kjölfar bankahrunsins. Á síðasta ári var fjármagnstekjuskattur hækkaður en um leið lofað að endurskoða skattstofninn. Hvergi er minnst á slíka endurskoðun í fjárlagafrumvarpinu. Þegar fjármagnstekjuskatturinn var tekinn upp var lágt skatthlutfall rökstutt með breiðum skattstofni. Nú er skattstofninn enn breiður en skatthlutfallið hefur tvöfaldast.“

Þá þrýstir flokkurinn einnig á lækkun tryggingagjalds og kolefnisgjalds. „Miðflokkurinn leggur áherslu á að nú þegar skuldir ríkisins lækka hratt sé ráðrúm til að huga að lækkun skatta á fólk og fyrirtæki í landinu en ekki stækka ríkisbáknið eins og ríkisstjórnin er sérstaklega áhugasöm um.“

Á sama tíma og Miðflokkurinn vill lækka skatta er bent á að blikur séu á lofti í efnahagsmálum og útgjöld vaxi of hratt. „Í fjárlagafrumvarpinu er of mikill útgjaldavöxtur,“ segir í nefndarálitinu. „Ekki er búið nægilega vel í haginn fyrir það sem fram undan er. Ef forsendur bresta er óljóst til hvaða úrræða stjórnvöld ætla að grípa. Sýna hefði átt meira aðhald í ríkisbúskapnum á tímum góðæris.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár