Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Miðflokkurinn vill lækka fjármagnstekjuskatt

Þing­mað­ur Mið­flokks­ins vill draga úr út­gjalda­vexti rík­is­sjóðs í ljósi horfa í efna­hags­mál­um en vill einnig lækka skatta á fólk og fyr­ir­tæki.

Miðflokkurinn vill lækka fjármagnstekjuskatt
Vilja lækka skatta Miðflokkurinn vill lækka skatta Mynd: Miðflokkurinn

Miðflokkurinn vill að skattahækkanir sem gripið var til í kjölfar bankahrunsins verði dregnar til baka. Fjármagnstekjuskatt þurfi að lækka eða þrengja skattstofninn. Þetta kemur fram í minnihlutaáliti Birgis Þórarinssonar, þingmanns flokksins í fjárlaganefnd, við vinnslu fjárlagafrumvarpsins á Alþingi.

„Ísland er háskattaríki í alþjóðlegum samanburði,“ segir í álitinu. „Skattahækkanir fyrri ára standa að mestu óhreyfðar. Það ætti að vera forgangsmál að draga til baka þær skattahækkanir sem gripið var til kjölfar bankahrunsins. Á síðasta ári var fjármagnstekjuskattur hækkaður en um leið lofað að endurskoða skattstofninn. Hvergi er minnst á slíka endurskoðun í fjárlagafrumvarpinu. Þegar fjármagnstekjuskatturinn var tekinn upp var lágt skatthlutfall rökstutt með breiðum skattstofni. Nú er skattstofninn enn breiður en skatthlutfallið hefur tvöfaldast.“

Þá þrýstir flokkurinn einnig á lækkun tryggingagjalds og kolefnisgjalds. „Miðflokkurinn leggur áherslu á að nú þegar skuldir ríkisins lækka hratt sé ráðrúm til að huga að lækkun skatta á fólk og fyrirtæki í landinu en ekki stækka ríkisbáknið eins og ríkisstjórnin er sérstaklega áhugasöm um.“

Á sama tíma og Miðflokkurinn vill lækka skatta er bent á að blikur séu á lofti í efnahagsmálum og útgjöld vaxi of hratt. „Í fjárlagafrumvarpinu er of mikill útgjaldavöxtur,“ segir í nefndarálitinu. „Ekki er búið nægilega vel í haginn fyrir það sem fram undan er. Ef forsendur bresta er óljóst til hvaða úrræða stjórnvöld ætla að grípa. Sýna hefði átt meira aðhald í ríkisbúskapnum á tímum góðæris.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár