Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu

Fjár­mála­ráðu­neyt­ið svar­ar ekki spurn­ing­um um við­skipti Bjarna Bene­dikts­son­ar í Glitn­is­skjöl­un­um. Óljóst hvort eða með hvaða hætti Bjarni greiddi skatta af 67 millj­óna króna skuldanið­ur­fell­ingu. Bjarni er æðsti yf­ir­mað­ur skatta­mála á Ís­landi.

Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu
Engin svör Hvorki Bjarni Benediktsson, né fjármálaráðuneytið fyrir hans hönd, hafa svarað spurningum um skattalega maðferð Bjarna á 67 milljóna króna skuldaniðurfellingu sem hann fékk fyrir hrunið og hvort niðurfellingin hafi verið tilgreind í hagsmunaskrá hans. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fjármálaráðuneytið, sem Bjarni Benediktsson stýrir, segir að það falli utan verksviðs þess að svara spurningum um skattamál ráðherrans og hagsmunaskráningu hans á vef Alþingis. Þetta kemur fram í svari frá upplýsingafulltrúa fjármálaráðuneytisins, Elvu Björk Sverrisdóttur, við fjórum spurningum frá Stundinni um skuldaniðurfærslu upp á 67 milljónir króna sem Bjarni fékk í aðdraganda bankahrunsins árið 2008 sem kemur fram í Glitnisskjölunum sem blaðið hefur fjallað um. Bjarni hefur ekki svarað spurningum frá Stundinni um þetta mál eða önnur í Glitnisskjölunum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. 

Í svari ráðuneytisins við spurningunum segir: „Það fellur utan verksviðs ráðuneytisins að svara spurningum sem varða fjárhagsmálefni tiltekinna lögðila og einstaklinga. Þá hefur ráðuneytið ekki í sínum vörslum nein gögn sem fyrirspurninni tengjast.“ 

Fjármálaráðherra á hverjum tíma er æðsti yfirmaður skattamála á Íslandi og skipar hann meðal annars í embætti ríkisskattstjóra, líkt og Bjarni Benediktsson gerði fyrr á þessu ári þegar Snorri Olsen, fyrrverandi tollstjóri, var skipaður í starfið frá 1. október. Þá er fjármálaráðherra einnig æðsti yfirmaður fjármála íslenska ríkisins og sá sem formlega séð heldur á hlutabréfum ríkisins í fyrirtækjum eins og Landsbankanum sem og öðrum ríkiseignum.  Enn fremur skipar fjármálaráðherra stjórn Fjármálaeftirlitsins. 

Skuld færð yfir á tengdan aðila

Skuldaniðurfelling Bjarna átti sér stað með þeim hætti að 67 milljóna króna kúlulánaskuld við Glitni var flutt yfir á skuldsett eignarhaldsfélag föður hans, Hafsilfur ehf. sem Bjarni stýrði sjálfur, í febrúar árið 2008. Þannig losnaði Bjarni persónulega við 67 milljóna skuld sem komin var í vanskil og bankinn hafði gert veðköll út af.

Hafsilfur ehf. endaði á því að fá stórfelldar skuldaniðurfellingar eftir bankahrunið 2008 og má því segja að lán Bjarna hafi aldrei verið greitt til baka og íhugaði skilanefnd Glitnis að reyna að rifta yfirfærslunni á skuldinni yfir á eignarhaldsfélagið eftir bankahrunið. 

„Ég myndi halda það að svona mál kalli á einhver viðbrögð; það þurfa að koma einhverjar skýringar.“

Spurningum ósvarað

Samkvæmt reglum um hagsmunaskráningu þingmanna eiga þeir að tilgreina „eftirgjöf eftirstöðva skulda“ eða „ívilnandi breytingar á skilmálum samnings við lánardrottin“. Í svörum Bjarna á vef Alþingis er ekkert tilgreint í svari hans við þessari spurningu og er ekki vitað til þess að Bjarni hafi nokkru sinni nefnt skuldaafléttingu sína í hagsmunaskráningu sinni en reglur um hagsmunaskráningu þingmanna voru settar um hálfu ári eftir eftir bankahrunið árið 2008, á fyrri helmingi ársins 2009. 

Þá liggur heldur ekki ljóst fyrir hvernig skattaleg meðferð Bjarna á skuldaniðurfærslunni var. Tveir sérfræðingar hafa tjáð sig um slík mál almennt séð við Stundina og sagt að svara þurfi því með hvaða hætti skuldaniðurfærslan var afgredd skattalega. Þó sé ekkert hægt að fullyrða um hana nema að fá frekari upplýsingar frá þeim sem fékk skuldaniðurfærsluna, í þessu tilfelli Bjarna Benediktssyni. 

Ásmundur Vilhjálmsson, lögfræðingur og sérfræðingur í skattarétti, segir um málið: „Þetta hljómar eins og þetta hafi verið gjöf því varla voru þetta laun,“ segir  Ásmundur.  Ásmundur segir að almennt séð megi flokka eftirgjöf skulda sem tekjur og skattleggja þær þannig.

Indriði Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri, segir einnig að almennt sé eftirgjöf skulda skattskyld. „Almennt séð ber að flokka þetta sem tekjur,“ segir Indriði. „Samkvæmt mínum skilningi á skattalögum telst þetta til tekna,“ segir hann. 

Þá segir Ásmundur enn frekar: „Almennt séð, hvað þetta áhrærir, myndi maður staldra við og skoða svona mál. Það liggur í hlutarins eðli. Hlutverk skattayfirvalda er að fylgjast með þessu og rannsaka þetta. Ef um væri að ræða einhvern venjulegan sóldáta þá myndi þetta alla vega þykja nokkuð óvenjulegt. Ég myndi halda það að svona mál kalli á einhver viðbrögð; það þurfa að koma einhverjar skýringar.“

Átti Bjarni í viðskiptum við félag föður síns?

Annar möguleiki er svo einfaldlega sá að Bjarni hafi litið svo á að hann hafi átt í viðskiptum við Hafsilfur ehf. Þar sem skuldinni fylgdu hlutabréf í móðurfélagi olíufélagsins N1 og að hann hafi þá verið að selja hlutabréfin sín í félaginu sem greitt hafi fyrir þau með yfirtöku skulda. 

Í ljósi þess hvernig viðskiptin bar að og vegna þess að hlutabréfin í BNT ehf. höfðu fallið svo í verði er spurning hvort um hafi verið að ræða eðlileg viðskipti og hefur ríkisskattstjóri heimild til að hlutast til um slík viðskipti, samkvæmt 57. grein skattalaga, og endurákvarða skattgreiðslur í slíkum viðskiptum.  

Hvernig liggur í málinu er hins vegar ennþá fyllilega óljóst þar sem eini aðilinn sem getur svarað til um það, Bjarni Benediktsson, hefur ekki enn svarað spurningum um viðskiptin og virðist ekki ætla að gera það. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Glitnisgögnin

Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.
Hæstiréttur veitir Glitni HoldCo áfrýjunarleyfi til að úrskurða hvort Stundin eigi að afhenda gögn
FréttirGlitnisgögnin

Hæstirétt­ur veit­ir Glitni HoldCo áfrýj­un­ar­leyfi til að úr­skurða hvort Stund­in eigi að af­henda gögn

Lög­bann­ið er fall­ið úr gildi en mál Glitn­is HoldCo gegn Stund­inni held­ur áfram fyr­ir Hæsta­rétti, sam­kvæmt ákvörð­un rétt­ar­ins. Hæstirétt­ur ætl­ar að fjalla um kröf­ur Glitn­is HoldCo þess efn­is að við­ur­kennt verði að Stund­inni sé óheim­ilt að byggja á Glitn­is­skjöl­un­um og beri að af­henda gögn­in.

Mest lesið

„Þú verður bráðum besti engill í heimi“
5
Fréttir

„Þú verð­ur bráð­um besti eng­ill í heimi“

„Það er ekk­ert rétt­læti í því að við sé­um hér í dag,“ sagði Guðni Már Harð­ar­son prest­ur við jarð­ar­för Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur í Hall­gríms­kirkju í dag. Óbæri­leg fórn Bryn­dís­ar, „skal, og verð­ur að bjarga manns­líf­um,“ skrif­uðu for­eldr­ar henn­ar í yf­ir­lýs­ingu eft­ir and­lát henn­ar. Prest­arn­ir sem jarð­sungu Bryn­dísi köll­uðu jafn­framt eft­ir að­gerð­um til þess að auka ör­yggi í sam­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
3
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
4
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
6
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár