Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ríkisstjórn Katrínar óvinsælli en stjórn Jóhönnu

Þeg­ar ár er lið­ið frá mynd­un rík­is­stjórn­ar Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks, hef­ur stuðn­ing­ur við hana fall­ið um tæp 30 pró­sentu­stig. Vinstri stjórn Jó­hönnu Sig­urð­ar­dótt­ur hafði meiri stuðn­ing en stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur eft­ir jafn­lang­an tíma frá mynd­un.

Ríkisstjórn Katrínar óvinsælli en stjórn Jóhönnu
Tveir forsætisráðherrar vinstri flokka Katrín Jakobsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir eru einu forsætisráðherrar úr vinstri flokkum frá árinu 1960, ef frá er talinn Benedikt Gröndal, sem var forsætisráðherra í nokkra mánuði frá 1979 til 1980.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er orðin óvinsælli en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur eftir jafnlangan tíma frá myndun.

Samkvæmt könnun MMR sem kynnt var í gær styðja 37,9 prósent ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir 11 mánaða valdatíð. Það er minni stuðningur en ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur, naut eftir jafnlangan tíma. Í janúar 2010, þegar stjórn Jóhönnu hafði setið í ellefu mánuði, studdu tæp 46 prósent ríkisstjórnina. Á ársafmæli stjórnar Jóhönnu var stuðningurinn síðan kominn niður í 40 prósent.

Breið stjórnÆtlunin með myndun ríkisstjórnarinnar var að slá nýjan tón í stjórnmálin.

Stjórn Katrínar hefur hins vegar fallið mun meira í vinsældum en stjórn Jóhönnu, sem var umdeildari frá upphafi. 56 prósent studdu Jóhönnustjórnina í fyrstu könnun MMR eftir myndun hennar, en 67 prósent lýstu stuðningi við breiða stjórn Katrínar við upphaf hennar.

Fallið í stuðningi er því orðið um 29 prósentustig hjá Katrínu, en var 12 prósentustig í tilfelli Jóhönnu, 11 mánuðum frá myndun hennar.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, naut stuðnings 37 prósent svarenda í könnun MMR ellefu mánuðum eftir myndun hennar, og hafði stuðningurinn fallið úr 60 prósentum, eða um 23 prósentustig. Hún naut því sambærilegs stuðnings og stjórn Katrínar nú, samkvæmt sömu könnun.

Stuðningur við ríkisstjórnirAlmenna reglan er hratt minnkandi stuðningur á fyrsta ári eftir myndun.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur nú minni stuðnings, samkvæmt MMR, en Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem 41,8 prósent styðja samkvæmt meðaltali kannana þar í landi. Þjóðarpúls Gallup sýnir hins vegar heilt yfir meiri stuðning við ríkisstjórnir en kannanir MMR. Þjóðarpúlsinn var síðast tekinn fyrir tveimur vikum og mældist sitjandi ríkisstjórn þar með stuðning 49,8 prósent kjósenda. Stjórn Jóhönnu og Steingríms J. Sigfússonar naut stuðnings 50 prósenta kjósenda samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups eftir jafnlangan tíma frá myndun og er því munurinn ekki marktækur í könnunum.

Stuðningur við stjórn Jóhönnu átti hins vegar eftir að falla hratt á öðru ári og endaði að lokum í 34 prósentum.

Ríkisstjórn hinna tveggja turna, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, undir forsæti Geirs H. Haarde, naut 55 prósenta stuðnings eftir ellefu mánuði vorið 2008, og hafði þá fallið um 28 prósentustig, úr 83 prósent stuðningi. Fimm mánuðum síðar varð efnahagshrun og þremur mánuðum eftir það var stuðningur kominn í 26 prósent, samkvæmt Gallup, eða 24 prósent samkvæmt MMR.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
6
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár