Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Leiðtogar Póllands og nýfasistar marséruðu saman um götur Varsjá

For­seti og for­sæt­is­ráð­herra Pól­lands marsér­uðu í gær með ný­fas­ist­um og öðr­um öfga­hægri­mönn­um um göt­ur Var­sjár í fjölda­sam­komu þjóð­ern­is­sinna. Setti svart­an blett á há­tíð­ar­höld vegna hundrað ára sjálf­stæð­is lands­ins.

Leiðtogar Póllands og nýfasistar marséruðu saman um götur Varsjá
200 þúsund Talið er að um 200 þúsund manns hafi komið saman í höfuðborg Póllands í gær til þess að fagna hundrað ára sjálfstæði landsins en athygli vekur að þar sameinuðust hörðustu nýnasistar og forsvarsmenn ríkisstjórnar Póllands í einni og sömu göngunni.

Forseti Póllands, forsætisráðherra og aðrir helstu leiðtogar landsins, fylktu liði með nýfasistum og öðrum þjóðernissinnum sem marséruðu eftir götum Varsjár í gær, sunnudag, til að fagna hundrað ára sjálfstæði landsins. Þetta er í fyrsta skipti sem leiðtogar landsins stilla sér upp með hægri öfgamönnum í hinni svokölluðu Sjálfstæðisgöngu sem pólskir nýfasistar og hægri öfgamenn hafa skipulagt og sameinast í þann 11. nóvember ár hvert allt frá árinu 2010. Systursamtök víðsvegar að úr Evópu tóku þátt í göngunni í ár, þar á meðal meðlimir úr ítölsku nýfasistasamtökunum Forze Nuova.

Sjálfstæðisgangan hefur vakið athygli alþjóðlegra fjölmiðla á borð við Al Jazeera, BBC og Euronews. „Pólskir ráðamenn marséra með þjóðernissinnum á fullveldisdaginn,“ segir í fyrirsögnum Al jazeera, U.S. News og Fox News á meðan The Times of Israel og New York Times leggja áherslu á að pólskir ráðamenn hafi tekið þátt í göngunni með öfgahægrimönnum. „Þjóðernissinnar sem kveiktu í blysum og héldu uppi merkjum fasista marséruðu á sama tíma og pólskir stjórnmálamenn,“ segir í frétt Guardian.

Friðsamleg gangaAndrzej Duda, forseti Póllands, segir gönguna hafa farið friðsamlega fram.

Í umfjöllun blaðsins kemur jafnframt fram að margir þátttakendur hafi einungis komið til þess að fagna fullveldi landsins og vilji ekki láta tengja sig við hópa öfgahægrimanna. Ljóst þykir að samkomulag pólskra ráðamanna og hægri öfgamanna um að þeir fyrrnefndu myndu leiða gönguna á meðan hinir fengju að fylgja á eftir, hafi sett svartan blett á hátíðarhöldin.

Borgarstjóri bannaði gönguna

Borgarstjóri Varsjár, höfuðborgar Póllands, hafði lagt blátt bann við göngunni sem á sér ofbeldisfulla sögu en pólskir dómstólar ógiltu bannið. Nýnasistar héldu uppi borðum og skiltum með skilaboðum um „Hvíta Evrópu,“ og kröfum um að Evrópa yrði eftirleiðis einungis fyrir Evrópubúa. Sumir brenndu fána Evrópusambandsins. Heyra mátti hatursfull slagorð gegn innflytjendum og flóttamönnum auk þess sem helför þýskra nasista gegn gyðingum var af einhverjum hafnað sem sögufölsun. Þá voru óvinir pólska ríkisins sagðir réttdræpir á meðan ákveðnir pólskir fjölmiðlar voru tilgreindir sem þessir óvinir.

Einhverjir mættu þó á gönguna sérstaklega til þess að mótmæla uppgangi fasisma. Forseti landsins, Andrzej Duda, hefur sagt að gangan hafi farið friðsamlega fram. Þá hafa yfirvöld hafnað því að fánar og merki nýnasista hafi verið áberandi í göngunni þrátt fyrir lýsingar og myndefni sem sýnir fram á annað. 

Ítalskir nýfasistarMeðlimnir ítölsku nýfasistasamtakanna Forze Nuova eða Nýtt Afl héldu uppi fánum samtakanna í göngunni.

Gangan aldrei stærri 

Sjálfstæðisgangan hefur aldrei verið stærri en um það bil 200 þúsund manns tóku þátt að þessu sinni, þar á meðal fjölskyldufólk. Það eru mun fleiri en fyrir ári síðan þegar 60 þúsund manns tóku þátt, en þá var talað er um gönguna sem einhverja stærstu samkomu þjóðernissinna og öfgahægrimanna í gjörvöllum heiminum á okkar tímum.

Víst þykir að þátttaka og stuðningur helstu leiðtoga Póllands hafi spilað stórt hlutverk í því hve margir tóku þátt nú en forseti landsins, Andrzej Duda, hvatti alla þjóðholla Pólverja til þess að mæta og taka þátt auk þess sem hann hélt sjálfur ræðu á hátíðarhöldunum. Þá voru Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra landsins, og aðrir ráðherrar úr röðum ríkisstjórnarflokksins Lög og Réttur, á meðal þeirra sem leiddu gönguna.

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins, BBC, greinir frá því að stjórnarandstæðingar hafi hvatt stuðningsmenn sína til þess að sniðganga gönguna en einhverjir munu þó hafa farið til að lýsa yfir andúð sinni á uppgangi þjóðernishyggju og nýnasisma. 

Vilja hvíta EvrópuÞessi hópur nýnasista tók þátt í göngunni í fyrra undir slagorði um að Evrópa skyldi vera hvít. Öfgahópar hafa staðið á bak við og skipulagt gönguna frá árinu 2010.

Sem fyrr segir þá bannaði borgarstjóri Varsjár, Hanna Gronkiewicz-Waltz, sjálfstæðisgönguna síðastliðinn miðvikudag með vísan til hinnar ofbeldisfullu sögu hennar. Bannið væri til þess gert að vernda öryggi íbúa Varsjár sem hefðu í gegnum söguna þjáðst nóg vegna ofbeldisfullra þjóðernissinna.

Forseti landsins, Andrzej Duda, brást við banninu með því að skipuleggja og auglýsa nýja göngu á vegum ríkisins sem hann og aðrir leiðtogar ríkisstjórnarinnar myndu leiða. Athygli vakti að þeir hugðust ganga nákvæmlega sömu leið og nýnasistarnir hafa gengið síðustu ár. Þegar pólskir dómstólar komust svo að þeirri niðurstöðu að ógilda bann borgarstjórans varð ljóst að leiðtogar Póllands og nýnasistar myndu sameinast í stærstu sjálfstæðisgöngunni til þessa. 

„Samstarf ríkisstofnana og öfgamanna úr röðum róttækra þjóðernissinna veitir hættulegri og öfgafullri þjóðernissinnaðri hugmyndafræði ákveðið lögmæti, og speglar þá krísu sem steðjar að lýðræðinu“

Margir í áfalli

Margir Pólverjar eru í áfalli vegna þess sem er að gerast í Póllandi og varð svo sýnilegt á sunnudag. Rafal Pankowski, félagsfræðingur hjá háskólanum Collegium Civitas í Varsjá og stofnandi andrasísku samtakanna Never Again, sagði að þetta samkomulag og samstarf ríkisstjórnarinnar og hægri öfgamanna ylli honum og fleiri Pólverjum áhyggjum. „Samstarf ríkisstofnana og öfgamanna úr röðum róttækra þjóðernissinna veitir hættulegri og öfgafullri þjóðernissinnaðri hugmyndafræði ákveðið lögmæti, og speglar þá krísu sem steðjar að lýðræðinu,“ sagði hann í samtali við Al Jazeera.

Notuðu neyðarblysÞjóðernissinnar kveiktu upp í rauðum neyðarblysum til þess að vekja athygli á málstað sínum

Pólskur viðmælandi Stundarinnar líkir atburðinum við stríðsyfirlýsingu á hendur lýðræðislega sinnuðum Pólverjum. Vinir hennar sem mætt hafi á gönguna til að mótmæla því sem fram fór hafi hreinlega grátið yfir því sem þeir urðu vitni að. Þá sé hún sjálf mun áhyggjufyllri en áður yfir því hvert Pólland og Evrópa sé að stefna. Leiðtogar Póllands úr ríkisstjórnarflokknum Lög og Réttur hafa að undanförnu verið gagnrýndir fyrir að vega að sjálfstæði dómstóla landsins og þrengja að lýðræðislegum stofnunum eins og fjölmiðlum. Þá hafa þeir verið gagnrýndir fyrir harða þjóðernisstefnu sem birtist meðal annars í orðræðu þeirra gagnvart innflytjendum og flóttamönnum. 

Joachim Brudzinski, innanríkisráðherra Póllands, tvítaði að um 200 þúsund manns hefðu sótt gönguna í ár, mun fleiri en þeir 60 þúsund sem marséruðu í fyrra. Sem fyrr segir er þetta í fyrsta skipti sem leiðtogar pólska ríkisins taka þátt í sjálfstæðisgöngunni sem hefur verið skipulögð af pólskum þjóðernissinnum allt frá árinu 2010 og hefur vakið athygli fyrir þau ofbeldisfullu skilaboð sem þar er haldið á lofti gegn útlendingum, samkynhneigðum og þeim sem sagðir eru vera óvinir ríkisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Popúlismi

Stundin fær hatursfull skilaboð vegna frétta um nýfasíska hópa: „Ég hræki í andlitið á þér“
FréttirPopúlismi

Stund­in fær hat­urs­full skila­boð vegna frétta um ný­fasíska hópa: „Ég hræki í and­lit­ið á þér“

Rit­stjórn Stund­ar­inn­ar hef­ur borist á fjórða tug skila­boða og sím­tala þar sem fjöl­mið­ill­inn er sagð­ur vega að pólsku þjóð­inni með um­fjöll­un sinni um fasíska hópa sem tóku þátt í sjálf­stæð­is­göngu ásamt ráða­mönn­um lands­ins. Sýn sendi­herra Pól­lands á Ís­landi enduróm­ar í þess­um skila­boð­um sem eru mörg hver ansi hat­urs­full.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
3
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
4
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
5
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár