Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þor­gerður Katrín varar við þjóð­ernis­popúlistum á Al­þingi

Al­þing­is­menn þurfa að taka af­stöðu með eða á móti íhaldsöfl­um sem vekja ótta og tor­tryggni, skrif­ar Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar. Hóp­ur þing­manna beiti hræðslu­áróðri og for­dóm­um.

Þor­gerður Katrín varar við þjóð­ernis­popúlistum á Al­þingi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vill að alþingismenn taki afstöðu með eða á móti þeim íhaldsöflum á þingi sem „beita hræðsluáróðri og fordómum í rökræðu sinni fyrir svarthvítri veröld fyrri ára. Þetta skrifar hún í grein í Fréttablaðinu í dag.

„Þetta eru sömu öfl og eru með endalaust blæti fyrir Brexit, finnst Trump flottur og hinn ungverski Orban vera góður,“ skrifar Þorgerður Katrín. „Sömu einstaklingar og nota mál eins og þriðja orkupakkann, Brexit eða nýjan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttar til að veikja dýrmætt Evrópusamstarf okkar. Allt til að vekja ótta, búa til tortryggni og telja okkur trú um að þeir séu að standa vörð um þjóðina.“

Í greininni lýsir Þorgerður Katrín því að Ísland, rétt eins og heimurinn allur, standi frammi fyrir flekaskilum. Annars vegar séu ný frjálslynd og framsýn öfl, sem vilji alþjóðasamstarf, umhverfisvernd og viðurkenni að fleiri gildi en efnahagsleg hafi áhrif á lífsgæði. „Á hinum flekanum standa svo öfl sem eru föst í ákveðinni fortíðarþrá og þjóðernispopúlisma,“ skrifar Þorgerður Katrín. „Þau verja tíma sínum í að telja fólki trú um að þau séu einu öflin sem eru stjórntæk og geti komið á stöðugleika í landinu, án þess að horfast í augu við að aðgerðir þeirra hafa oftar en ekki skapað þann óstöðugleika sem við búum við.“

Hún telur að þeir flokkar og einstaklingar á Alþingi sem standi klofvega á flekaskilunum þurfi að taka afstöðu. „Hálfvelgja í þessum efnum getur nefnilega verið hættuleg opnu lýðræðissamfélagi,“ skrifar Þorgerður Katrín. „Haltu mér, slepptu mér dugar hér skammt þegar vegið er að grundvallarmannréttindum og hagsmunum íslensks samfélags til framtíðar. Þess vegna þarf að tala skýrt gagnvart þeim sem leynt og ljóst beita hræðsluáróðri og fordómum í rökræðu sinni fyrir svarthvítri veröld fyrri ára. Þeir hafa þegar komið sér huggulega fyrir á sínum íhaldsfleka. Sem er svo sem ágætt. En frið fyrir málflutningi sínum fá þeir ekki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Popúlismi

Stundin fær hatursfull skilaboð vegna frétta um nýfasíska hópa: „Ég hræki í andlitið á þér“
FréttirPopúlismi

Stund­in fær hat­urs­full skila­boð vegna frétta um ný­fasíska hópa: „Ég hræki í and­lit­ið á þér“

Rit­stjórn Stund­ar­inn­ar hef­ur borist á fjórða tug skila­boða og sím­tala þar sem fjöl­mið­ill­inn er sagð­ur vega að pólsku þjóð­inni með um­fjöll­un sinni um fasíska hópa sem tóku þátt í sjálf­stæð­is­göngu ásamt ráða­mönn­um lands­ins. Sýn sendi­herra Pól­lands á Ís­landi enduróm­ar í þess­um skila­boð­um sem eru mörg hver ansi hat­urs­full.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár