Pólitískur rappari sagður samviskufangi á Spáni
Rapparinn Pablo Hasél hefur óvænt klofið ríkisstjórn Spánar. Óeirðarlögregla hefur síðustu vikur átt í nær daglegum bardögum við stuðningsmenn hans á götum Barcelona og annarra borga í Katalóníu. Deilt er um stöðu málfrelsis í landinu en Hasél situr nú í fangelsi fyrir að bölva konungsfjölskyldunni og upphefja ólögleg hryðjuverkasamtök.
Pistill
Illugi Jökulsson
Það er bannað í Búrma
„Fasisminn er í alvöru á uppleið,“ skrifar Illugi Jökulsson um beitingu hryðjuverka- og sóttvarnalaga til að kæfa niður lýðræði.
Pistill
Þorvaldur Gylfason
Frá sannleik til sátta
Lýðræðiseinkunn Bandaríkjanna og Bretlands hafa lækkað úr 10 í 8. Lygar geta fellt heilu ríkin.
Menning
Manneskja sem ekki er litið niður á
Nawal El Saadawi, höfundur bókarinnar Kona í hvarfpunkti, færði svo sterk rök fyrir máli sínu að fangelsið var eini staðurinn sem valdakarlar árið 1981 töldu hæfa henni. Hún hefur unnið mörg afrek í kvenréttindabaráttunni. Núna fylgir dr. Rania Al-Mashat, ráðherra í ríkisstjórn Egyptalands, eftir áætlun Alþjóðaefnahagsráðsins um að hraða kynjajafnrétti í landinu. Hver er staða kynjajafnréttis í landinu?
Fréttir
Frjálslyndu lýðræði hætta búin með uppgangi þjóðernispopúlisma
Frá því á áttunda áratugnum hafa riðið yfir þrjár bylgjur þjóðernispopúlisma sem allar hafa valdið því að lögmæti hugmyndafræðinnar hefur aukist. Í nýrri bók Eiríks Bergmanns færir hann rök fyrir því að hætta sé á fjórðu bylgjunni í kjölfar kórónaveirukrísunnar. Grafið hafi verið undan frjálslyndi en í síauknum mæli er vegið að persónulegu frelsi fólks.
Erlent
Gagnrýninn háskólanemi í haldi fyrir að mótmæla Pútín
Rússneski stjórnmálafræðineminn og Youtube-bloggarinn Egor Zhukov var sakaður um að hafa stýrt mannfjölda á mótmælum með grunsamlegum handahreyfingum. Málið var látið niður falla og hann þess í stað sakaður að breiða út „öfgastefnu“ á samfélagsmiðlum. Þúsundir mótmælenda hafa verið handteknir eftir að leiðtogum stjórnarandstöðunnar var meinað að bjóða sig fram.
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
Þess vegna er jörðin flöt
Samfélagsmiðlarnir sem áttu að tengja okkur saman leiddu til þess að múrar eru reistir. Við þurfum að endurskoða hvernig við neytum upplýsinga, því faraldurinn er hafinn.
PistillKlausturmálið
Jón Trausti Reynisson
Verndum uppljóstrara - verjum Báru
Þrátt fyrir fögur fyrirheit um að verja uppljóstrara og tjáningarfrelsi sitja íslensk stjórnvöld undir ámæli fyrir að verja ekki uppljóstrara. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var forsætisráðherra þegar OECD lýsti yfir „vonbrigðum“ með veika stöðu uppljóstrara á Íslandi.
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
Nýfasisminn teygir sig til Íslands
Þar sem við stöndum á krossgötum sögunnar gagnvart nýfasískum öflum tekur Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, markvissa afstöðu með Donald Trump.
Erlent
Leiðtogar Póllands og nýfasistar marséruðu saman um götur Varsjá
Forseti og forsætisráðherra Póllands marséruðu í gær með nýfasistum og öðrum öfgahægrimönnum um götur Varsjár í fjöldasamkomu þjóðernissinna. Setti svartan blett á hátíðarhöld vegna hundrað ára sjálfstæðis landsins.
Viðtal
„Ef við lyftum upp gólfinu þá lyftist þakið með“
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fagnar kaflaskilum í stéttabaráttunni þar sem byrjað er að hlusta á grasrótina og koma aukinni róttækni í baráttuna um kjör alþýðu. Hann segir að yfirvöld megi búast við átökum í vetur þegar kjarasamningar losna ef þeir halda áfram á núverandi braut.
Viðtal
„Íhaldsöfl hafa alltaf sagt að róttækar breytingar séu ekki mögulegar“
Drífa Snædal hefur gefið kost á sér sem forseti Alþýðusambands Íslands, en hún hefur víðtæka reynslu af því að leiða félagasamtök. Hún segist vilja sameina ólíkar raddir og beina þessari stærstu fjöldahreyfingu landsins til að bæta lífsgæði með samtakamætti hennar.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
5
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.