Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Manneskja sem ekki er litið niður á

Nawal El Saadawi, höf­und­ur bók­ar­inn­ar Kona í hvarfpunkti, færði svo sterk rök fyr­ir máli sínu að fang­els­ið var eini stað­ur­inn sem valda­karl­ar ár­ið 1981 töldu hæfa henni. Hún hef­ur unn­ið mörg af­rek í kven­rétt­inda­bar­átt­unni. Núna fylg­ir dr. Rania Al-Mashat, ráð­herra í rík­is­stjórn Egypta­lands, eft­ir áætl­un Al­þjóða­efna­hags­ráðs­ins um að hraða kynja­jafn­rétti í land­inu. Hver er staða kynja­jafn­rétt­is í land­inu?

„Þeir dæmdu mig ekki til dauða vegna þess að ég hafði drepið mann – heldur af því að þeir eru hræddir við að leyfa mér að lifa.“ Þetta mælir söguhetjan í bókinni Kona í hvarfpunkti eftir Nawal El Saadawi og lýsir afstöðu eða hræðslu einræðisstjórna við fólk sem hefur sterka rödd í stöðnuðu samfélagi.

Nawal El Saadawi, rithöfundur og baráttukona fyrir mannréttindum, er fædd í Egyptalandi árið 1931. Ég hef tvisvar hlustað á hana flytja erindi og orðið fyrir áhrifum. Hún knýr lesendur og hlustendur til að endurskoða hug sinn og mótmæla óréttlæti af krafti. Bókin hennar, Kona í hvarfpunkti, kom út 2019 hjá Angústúru í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Hún kom fyrst út árið 1975 í Líbanon og hefur verið þýdd á 23 tungumál.

Hættulegt að vera umbyltandi manneskja

„Góðan daginn, ég er rithöfundur frá Mið-Austurlöndum,“ sagði Nawal el Saadawi á málþingi í Stokkhólmi 2008 og hélt svo áfram: …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár