Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forstjóri Icelandair vill ekki svara spurningum um framtíð WOW air

Fram­tíð flug­fé­lags­ins WOW air er óljós þó upp­kaup Icelanda­ir á flug­fé­lag­inu séu kynnt þannig að fé­lag­ið verði áfram til. Kaup­in bar brátt að og virð­ast hafa ver­ið neyð­ar­úr­ræði eft­ir að björg­un­ar­að­gerð­ir Skúla Mo­gensen gengu ekki upp. Icelanda­ir verst svara um yf­ir­tök­una.

Forstjóri Icelandair vill ekki svara spurningum um framtíð WOW air
Framtíð WOW air óljós Óljóst er hversu lengi WOW air mun verða til sem sjálfstæð eining innan Icelandair samstæðunnar. Skúli Mogensen er stofnandi og fyrrverandi eigandi Wow air. Mynd: WOWAIR.IS

Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group og fjármálastjóri samsteypunnar til margra ára, vill ekki svara þeirri spurningu hvort Icelandair hyggist reka Wow air til framtíðar sem sjálstæða rekstrareiningu. Ein af spurningunum sem yfirtaka Icelandair á WOW Air skilur eftir sig er hvort dagar WOW air séu taldir og hvort fyrirtækið hætti að vera til með tíð og tíma. 

Af öllu því sem komið hefur fram í fjölmiðlum um yfirtökuna er ljóst að um eins konar neyðarúrræði var að ræða þar sem Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, var búinn að leita allra annarra leiða til að tryggja áframhaldandi rekstur flugfélagsins en án árangurs. Þrautalending Skúla var að setja sig í samband við Icelandair fyrir síðustu helgi og fá flugfélagið til að taka reksturinn yfir á allt öðrum forsendum og verði en hann hafði áður kynnt í fjölmiðlum þannig að Icelandair geti tryggt áframhaldandi rekstur WOW air á næstunni, hið minnsta. Ef greining Icelandair á WOW leiðir til þeirrar niðurstöðu að ætlað virði WOW hafi hingað til verið stórlega ofmetið þá getur farið svo að Skúli fái ekki neitt fyrir fyrirtækið.   Icelandair gerir því mikla fyrirvara við viðskiptin, þar sem ekki hefur gefist tími til að gaumgæfa kaupin sökum þess hve mikið lá á að klára þau. 

„Þegar öllu er á botninn hvolft held ég að við höfum gert hið rétta með því að tryggja framtíð WOW air sem dótturfélags Icelandair. “

Vonar að framtíð WOW air sé tryggð

Á Facebook-síðu sinni í gær sagði Skúli eftirfarandi um ákvörðun sína þar sem hann fullyrti jafnframt að WOW air myndi áfram verða til sem sjálfstætt rekstrarfélag innan Icelandair: „Þegar öllu er á botninn hvolft held ég að við höfum gert hið rétta með því að tryggja framtíð WOW air sem dótturfélags Icelandair. Augljóslega var þetta ekki upphafleg áætlun mín eða sú sýn sem ég hafði varðandi framtíð WOW air. En að gefnum þeim aðstæðum sem upp voru komnar þá er þetta besta von okkar til að tryggja framtíð WOW air til lengri tíma litið, það ótrúlega teymi fólks sem starfar innan fyrirtækisins , farþega okkar og ekki síst það tækifæri sem sem felst í uppbyggingu sjálfbærrar ferðaþjónustu á Íslandi.“

„Í tilkynningunni til Kauphallar koma öll helstu efnisatriði fram.“

Á endanum, þrátt fyrir þessi orð, er framtíð WOW air hins vegar ekki lengur í höndum Skúla Mogensen, enda segir hann líka að það sé „von“ hans að yfirtakan tryggi framtíð WOW air til lengri tíma litið. Fullyrðing Skúla um framtíð WOW air er því háð fyrirvörum sem hann sjálfur virðist gera sér grein fyrir. 

Boðið að eignast Wow airSkúli Mogensen bauð Icelandair WOW air í lok síðustu viku eftir að tilraunir hans til að tryggja framtíð flugfélagsins höfðu farið út um þúfur. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.

„Mikil tækifæri til hagræðingar“

Bogi Nils Bogason segir að þar sem Icelandair sé skráð félag þá geti hann ekki tjáð sig um yfirtökuna umfram það sem fram kom í orðum hans í tilkynningu Icelandair til Kauphallar Íslands á mánudaginn var. „Í tilkynningunni til Kauphallar koma öll helstu efnisatriði fram.  Verandi skráð fyrirtæki á hlutabréfamarkaði getum við lítið bætt við á þessu stigi,“ segir Bogi.

Á mánudaginn sagði Bogi í umræddri tilkynningu: „WOW air hefur á undanförnum árum byggt upp sterkt vörumerki og náð miklum árangri á mörkuðum félagsins, til og frá Íslandi og yfir Atlantshafið. Það eru mikil tækifæri til hagræðingar en félögin verða áfram rekin á eigin forsendum undir eigin vörumerkjum og flugrekstrarleyfum. Íslensk ferðaþjónusta er grunnstoð í íslensku  hagkerfi og það er mikilvægt að flugsamgöngur til og frá landinu séu í traustum skorðum.”

Eitt af því sem Bogi vill ekki svara er hvað hann hafi átt við með orðunum „mikil tækifæri til hagræðingar“ og í hverju sú hagræðing felst. Á hann við að leggja starfsemi Wow air niður í þeirri mynd sem félagið hefur verið rekið í, með tíð og tíma? Á hann við verulega fækkun á flugleiðum, flugvélum og í starfsliði Wow air?

Bogi segir einnig  að WOW air verði „áfram“ rekið á eigið forsendum og undir eigin vörumerki. En hversu lengi er „áfram“, hvað þýðir „áfram“ í meðförum Boga þarna? Ljóst er auðvitað að WOW air leggur ekki upp laupana á morgun eða á allra næstunni því hluti tilgangsins með yfirtökunni hlýtur meðal annars að vera að tryggja hagsmuni þeirra farþega, kröfuhafa, birgja og starfsmanna sem eiga eignir eða afkomu sína undir mjúkri lendingu WOW air úr sínum rekstrarerfiðleikum. 

Icelandair hefur lítið sem ekkert gefið út um ástæður og forsendur kaupanna hingað til. Út frá orðum Boga í tilkynningunni er hins vegar alveg ljóst að ekki er um að ræða uppkaup sem Icelandair lítur á sem stórkostlegt viðskiptatækifæri fyrir félagið enda var það ekki Icelandair sem falaðist eftir WOW air heldur eigandi WOW air sem hafði samband við Icelandair og bauð þeim fyrirtækið sitt til að tryggja hagsmuni farþega, starfsfólks, kröfuhafa og hagkerfisins sem slíks má segja.  Ein af spurningum Stundarinnar til Icelandair var meðal annars hvort flugfélagið hafi yfirtekið WOW air út frá heildarhagsmunum, frekar en eiginhagsmunum - Icelandair er að stærstu leyti í eigu lífeyrissjóða - en Bogi svaraði þessu ekki heldur. 

Spurningarnar sem Bogi svarar ekki

Stundin sendi Boga og forsvarsmönnum Icelandair spurningar um viðskiptin skömmu eftir að greint var frá þeim á mánudaginn en í gær var ljóst að þeim yrði ekki svarað. Fjölmörgum spurningum er enn ósvarað um viðskiptin. 

„1. Hvað áttu við með að „mikil tækifæri“ séu til hagræðingar? Þú virðist vera að vísa til beggja félaganna sem heildar, heildar sem Icelandair á og rekur? Hver eru helstu tækifærin til hagræðingar sem þú vísar til?

2. Mun Icelandair ætla að eiga og reka Wow air sem svokallað sjálfstætt lággjaldflugfélag til frambúðar og um ókomin ár? Mér finnst ívitnuð orð þín ekki benda til þess að Icelandair sjái uppkaupin á Wow air sem stórkostlegt viðskiptatækifæri.

3. Kaupir Icelandair umrætt flugfélag af því félagið vill kaupa það eða af því Icelandair lítur svo á að þurfi að gera það til að verja sig sjálft og eða stærri hagsmuni íslensks alþjóðaflugs og jafnvel íslenska hagkerfisins?

4. Þú segir að WOW air hafi á undanförnum árum byggt upp sterkt vörumerki og svo framvegis. Wow air hefur nú samt oft og ítrekað verið gagnrýnt vegna seinkana, aflýstra fluga og svo framvegis og hefur ratað á pínlega lista og svo framvegis. Að þínu mati: Hvort vörumerkið er sterkara, Icelandair eða Wow air - ég hef ekki séð nafn Icelandair í tengslum við slíka neikvæða umræðu alþjóðlega. Og að þínu mati: Hverju bætir tilkoma Wow air í það vöruúrval í flugi sem Icelandair hefur upp á að bjóða?

5. Mun Icelandair fá einhverja aukna fyrirgreiðslu frá einhverjum aðila eða aðilum í tengslum við umrædd kaup? Átt er við hagkvæm rekstrarlán frá einkaðilum eða öðrum, ívilnanir á sköttum og eða greiðslum frá íslenskum stjórnvöldum eða yfirvöldum?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár