Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hæsti styrkur Pírata frá HB Granda

Pírat­ar fengu að­eins styrki frá fjór­um lög­að­il­um í fyrra en fé­lags­menn styrktu flokk­inn um rúm­ar 8 millj­ón­ir. Flokk­ur­inn hagn­að­ist um 16 millj­ón­ir á ár­inu.

Hæsti styrkur Pírata frá HB Granda

Píratar högnuðust um 16 milljónir króna á árinu 2017 og eigið fé þeirra stóð í 46 milljónum í árslok. Aðeins fjórir lögaðilar styrktu flokkinn um samtals 560 þúsund, en útgerðarfélagið HB Grandi greiddi hæsta mögulega styrk, 400 þúsund krónur.

Þetta kemur fram í ársreikningi Pírata vegna 2017 sem Ríkisendurskoðun birti í dag. Fram kemur að tekjur flokksins í fyrra hafi numið 77 milljónum króna. Megnið af þeirri upphæð voru ríkisframlög, eða tæpar 67 milljónir, en félagsmenn flokksins styrktu hann um 8,4 milljónir. Enginn einstaklingur styrkti flokkinn um meira en 200 þúsund krónur og er því enginn nefndur á nafn í reikningnum.

Rekstur flokksins kostaði rúma 61 milljón króna í fyrra og hagnaðist því flokkurinn um tæpar 16 milljónir króna á árinu. Árið áður hafði hagnaðurinn numið 7 milljónum. Eigið fé flokksins var 46 milljónir króna í árslok og skuldir aðeins um eina milljón króna. Þá kemur fram í ársreikningnum að sala á Píratavarningi hafi skapað 60 þúsund krónur í tekjur á árinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár