Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigríður ósammála héraðsdómi, segist engin mistök hafa gert og biðst ekki afsökunar

Sig­ríð­ur And­er­sen dóms­mála­ráð­herra braut lög, olli mönn­um fjár­hags­legu tjóni og bak­aði rík­inu skaða­bóta­skyldu að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur. Hún hafn­ar því hins veg­ar að hafa vald­ið miska og ætl­ar ekki að biðja Jón Hösk­ulds­son og Ei­rík Jóns­son af­sök­un­ar á lög­brot­um við skip­un Lands­rétt­ar­dóm­ara.

Sigríður ósammála héraðsdómi, segist engin mistök hafa gert og biðst ekki afsökunar

Ef Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefði farið að lögum við undirbúning og skipun dómara við Landsrétt og lagt forsvaranlegt mat á hæfni umsækjenda hefðu Jón Höskuldsson og Eiríkur Jónsson hlotið skipun. Héraðsdómur Reykjavíkur telur að leiddar hafi verið nægilega sterkar líkur að þessu til að Jón og Eiríkur eigi rétt á skaðabótum vegna lögbrota dómsmálaráðherra við meðferð málsins. Athafnir ráðherra hafi bakað þeim fjárhagslegt tjón. 

Þetta er niðurstaðan í tveimur dómum héraðsdóms sem kveðnir voru upp í gær. Ríkið var dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni 4 milljónir í skaðabætur og 1,1 milljón í miskabætur vegna lögbrota dómsmálaráðherra auk málskostnaðar. Þá viðurkenndi dómurinn bótaskyldu „vegna tjóns [Eiríks Jónssonar] af völdum þess að hann var ekki skipaður í eitt af 15 embættum dómara við Landsrétt sem auglýst voru laus til umsóknar 10. febrúar 2017“.  

Í dómunum kemur fram að á grundvelli fyrirliggjandi gagna sé ekki hægt að slá því föstu að ráðherra hafi látið fara fram samanburð á umsækjendum sem fullnægi þeim kröfum sem taldar eru hluti af grundvallarreglum í stjórnsýslurétti um undirbúning stöðuveitingar og mat á hæfni umsækjenda.

„Í því sambandi verður að leggja áherslu á að ákvörðun um skipun í opinbert embætti verður að byggjast á samanburði á umsækjendum á sambærilegum grundvelli sem leiði í ljós hver er hæfastur til að gegna starfinu en ekki bara réttlætingu á því hvern ráðherra vill skipa í embættið,“ segir í dómunum. 

Þrátt fyrir að ríkið hafi verið dæmt skaðabótaskylt vegna athafna ráðherra viðurkennir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ekki að hafa gert nein mistök við meðferð málsins.

„Nei, á þeim tíma þegar ég stóð frammi fyrir málinu þá get ég ekki fallist á að mér hafi verið unnt að haga þessum málum með öðrum hætti,“ sagði hún í Kastljóssviðtali í gær. Þá sagðist hún ekki fallast á að „þetta ágæta fólk [hefði] orðið fyrir einhverjum miska“ og ekki ætla að biðja Jón og Eirík afsökunar á brotunum.

Segir manninn ekki eiga rétt á því að fá starfið

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttirþingkona Sjálfstæðisflokksins

Í kvöldfréttum í gær sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, að Jón Höskuldsson hefði ekki átt rétt á því samkvæmt lögum að vera skipaður í embætti dómara við Landsrétt.

„Þarna eru dómstólar í fyrsta sinn að dæma skaðabætur fyrir mann sem fékk ekki starf sem hann á ekki rétt á samkvæmt lögum,“ sagði hún.

Sigríður tók í sama streng í Kastljósinu. „Það er nýmæli að hér sé verið að dæma mönnum skaðabætur fyrir að fá ekki starf sem þeir hafa sóst eftir.“ 

Dómsmálaráðherra hefur ítrekað hafnað því að hafa brotið lög í Landsréttarmálinu þrátt fyrir að dómstólar hafi komist að gagnstæðri niðurstöðu.

Þegar vantrauststillaga gegn Sigríði var til umræðu á Alþingi þann 6. mars síðastliðinn sagðist hún hafa fylgt lögum í einu og öllu þegar hún skipaði dómara við Landsrétt í fyrra.

Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur hafa þó komist að þeirri niðurstöðu að ráðherra hafi brotið lög, 10. gr. stjórnsýslulaga, þegar hún skipaði dómara við Landsrétt. Í þessu fólst að ráðherra sýndi ekki fram á – með fullnægjandi rannsókn og rökstuðningi í samræmi við þær kröfur sem á henni hvíla samkvæmt stjórnsýslulögum – að hún hefði skipað hæfustu umsækjendurna til starfans. Fyrir vikið hafa umsækjendum sem gengið var framhjá verið dæmdar bætur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár