Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stofnun gegn spillingu telur að Bjarni hefði glatað trausti í Svíþjóð

Starfs­mað­ur sænsku stofn­un­ar­inn­ar Institu­tet mot mutor, sem vinn­ur gegn spill­ingu, svar­ar spurn­ing­um um reglu­verk­ið í Sví­þjóð sem snýr að að­komu þing­manna að við­skipta­líf­inu. Sænsk­ur þing­mað­ur gæti ekki stund­að við­skipti eins og Bjarni Bene­dikts­son gerði á Ís­landi án þess að þver­brjóta þess­ar regl­ur.

Stofnun gegn spillingu telur að Bjarni hefði glatað trausti í Svíþjóð
Gefur undan trúverðugleika þingsins Natali Phálen, hjá sænsku stofnuninni Institutet mot mutor, segir að þáttaka þingmanna í viðskiptalífinu geti grafið undan trúverðugleika í huga almennings og þar með dregið úr trausti fólks á þjóðþingi viðkomandi lands.

Framkvæmdastjóri sænskrar stofnunar sem sérhæfir sig í rannsóknum á spillingu og hagsmunaárekstrum, Natali Phálen, segir að það sé ólíklegt að sænskur þingmaður gæti verið eins virkur þátttakandi í viðskiptalífinu í Svíþjóð og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í íslensku viðskiptalífi á árunum fyrir hrunið. Hún segir að þó ekki sé í gildi blátt bann við setu þingmanna í stjórnum og stýringu fyrirtækja þá séu í gildi mjög strangar reglur um upplýsingagjöf þingmanna út af þessu. Þá beir þingmönnum einnig að tilkynna um öll meiri háttar viðskipti sín á hlutabréfamarkaði, það er að segja öll viðskipti sem nema hærri upphæðum en rösklega einni milljón króna. 

Stundin bað Natali, sem starfar hjá stofnuninni Institutet mot mutor, að svara nokkrum almennum spurningum um regluverkið í Svíþjóð um viðskipti þingmanna samhliða þingmannsstarfinu. Stofnuninni, sem ekki er rekin í hagnaðarskyni, er stýrt af viðskiptaráði Stokkhólms og fleiri aðilum í viðskiptalífinu sem og sveitarfélögum.

Eins og Stundin fjallar um hér í blaðinu og byggir á gögnum innan úr Glitni þá stýrði Bjarni Benediktsson fjárfestingaveldi sem endaði á því að skulda 130 milljarða króna umfram eignir í íslenska bankakerfinu samhliða starfi sínu sem alþingismaður. Þá stundaði Bjarni einnig umfangsmikil hlutabréfa- og verðbréfaviðskipti á Íslandi og erlendis sem lítið var vitað um þar til haustið 2017 þegar Stundin greindi frá því að Bjarni hefði selt verulegar eignir í Sjóði 9 – 50 milljónir króna – í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008 auk þess sem hann stundaði áhættusöm viðskipti með hlutabréf erlendra fjármálafyrirtækja í gegnum Glitni. Þá seldi Bjarni eigin hlutabréf í Glitni eftir fund með forstjóra bankans.

Bjarni þurfti aldrei að greina frá þessum viðskiptum með opinberum hætti á þeim tíma sem hann stundaði þau þar sem engar sambærilegar reglur og í Svíþjóð giltu á Íslandi á þeim tíma. Almenningur vissi því ekki af þessum viðskiptum þingmannsins fyrr en tæplega áratug eftir bankahrunið 2008 og bárust kjósendum þessar upplýsingar ekki frá Bjarna sjálfum eða eftir formlegum leiðum.

Raunar hafði Bjarni ekki sagt allan sannleikann um þessi viðskipti sín þegar hann var spurður um þau. Í þættinum Víglínunni á Stöð 2 árið 2016 sagðist Bjarni ekki reka minni til þess að hafa selt eignir í Sjóði 9 fyrir einhverjar verulegar fjárhæðir.  „Ekkert sem skiptir máli. Ég átti á sínum tíma eitthvað í Sjóði 9 en ég man ekki eftir því að það hafi verið eitthvað sem mig rekur minni til að hafi skipt einhverju máli.“ Samt var um að ræða 50 milljónir króna, tæplega 50 sinnum hærri fjárhæð en sænskir þingmenn mega stunda viðskipti með án þess að tilgreina viðskiptin í hagsmunaskráningu sinni, en upphæðin að núvirði er um 70 milljónir króna. Þá eru ótaldar um 120 milljónir króna í hlutabréfum sem Bjarni seldi, sem að núvirði jafngilda tæplega 170 milljónum króna.

Út frá svörum Natali Phálen má fullyrða að sænskur þingmaður myndi aldrei komast upp með að stunda eins umfangsmikil viðskipti og Bjarni Benediktsson gerði á árunum fyrir hrunið 2008 án þess að þurfa að segja af sér sem þingmaður. Ástæðan fyrir þessu er að regluverkið í Svíþjóð myndi gera þingmanni ókleift að vera svo umsvifamikill í atvinnulífinu. 

Spurningar Stundarinnar og svör Natali Phálen hjá Institutet mot mutor fylgja hér á eftir:

1.spurning: Gæti það gerst í Svíþjóð að þingmaður væri virkur í viðskiptalífinu sem stjórnarmaður í stórum einkafyrirtækjum og sem fjárfestir á hlutabréfamarkaði og í óskráðum félögum á sama tíma og hann situr á þingi?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Glitnisgögnin

Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.
Hæstiréttur veitir Glitni HoldCo áfrýjunarleyfi til að úrskurða hvort Stundin eigi að afhenda gögn
FréttirGlitnisgögnin

Hæstirétt­ur veit­ir Glitni HoldCo áfrýj­un­ar­leyfi til að úr­skurða hvort Stund­in eigi að af­henda gögn

Lög­bann­ið er fall­ið úr gildi en mál Glitn­is HoldCo gegn Stund­inni held­ur áfram fyr­ir Hæsta­rétti, sam­kvæmt ákvörð­un rétt­ar­ins. Hæstirétt­ur ætl­ar að fjalla um kröf­ur Glitn­is HoldCo þess efn­is að við­ur­kennt verði að Stund­inni sé óheim­ilt að byggja á Glitn­is­skjöl­un­um og beri að af­henda gögn­in.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár