Frjáls fjölmiðlun, sem rekur meðal annars DV og fleiri fjölmiðla, hefur breytt 90 milljónum af 425 milljóna króna skuld sinni við móðurfélag sitt í hlutafé. Þetta staðfestir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður og eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar. Ekki hefur verið gefið upp hver lánaði móðurfélaginu Dalsdal ehf. 475 milljónir króna til kaupa og reksturs fjölmiðlanna.
Hlutaféð nemur nú alls 120,5 milljónum króna og er alfarið í eigu Dalsdals, félags Sigurðar. Samkvæmt ársreikningi Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. var eigið fé neikvætt um rúmar 13 milljónir króna síðustu áramót.„Það er aldrei gott að reka félög með neikvæðu eigið fé,“ segir Sigurður. „Dalsdalur bara breytti skuld í hlutafé.“
Sigurður hefur ekki viljað upplýsa um hvaða aðilar veittu Dalsdal 475 milljóna króna lán til að fjármagna rekstur DV og annarra fjölmiðla. Frjáls fjölmiðlun keypti DV haustið 2017 af fjölmiðlaveldi Björns Inga Hrafnssonar og með því vefmiðlana Pressuna, Eyjuna, 433.is, Bleikt auk fleiri miðla.
Samkvæmt ársreikningum 2017 lánaði …
Athugasemdir