Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Dreifa mynd af borgarstarfsmanni, kalla hana ógeð og „brundfés“ og vilja „fiðra þessa glyðru“

Nafn­birt­ing Jóns Stein­ars Gunn­laugs­son­ar hæsta­rétt­ar­lög­manns á konu sem kall­aði hann „krípí“ í lok­uð­um Face­book-hópi kall­ar fram harka­leg við­brögð.

Dreifa mynd af borgarstarfsmanni, kalla hana ógeð og „brundfés“ og vilja „fiðra þessa glyðru“

Fjöldi karla hefur dreift mynd af starfsmanni Reykjavíkurborgar á Facebook og kallað eftir því að hún verði flæmd út úr Ráðhúsinu og fiðruð, enda sé hún ógeð og brundfés og skálað verði í kampavíni þegar hún deyi.

„Fiðra þessa glyðru,“ segir einn þeirra sem leggja orð í belg. „Þú ert ógeð þú ert kríp, ÞÚ ert opinnber starfsmaður, þú átt að skammast þín og fara til andskotans, og ég skal lifta campavínsglasi þegar þú ferð yfir móðuna miklu,“ segir annar. „Ætti að fá Lillendal með tjaldhælana og seðja þarfirnar,“ segir sá þriðji.

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður nafngreindi konur sem fóru hörðum orðum um hann á lokuðum Facebook-hópi eftir að hann hvatti til þess að fórnarlömb barnaníðingsins Roberts Downey fyrirgæfu kvalara sínum.

Tilefni skrifanna er það að í fyrra notaði konan orðið „krípí“ um Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmann og fyrrverandi hæstaréttardómara, eftir að hann hafði kallað eftir því að þolendur barnaníðingsins Roberts Downey fyrirgæfu honum.

Jón Steinar birti nýlega grein í Morgunblaðinu þar sem hann nafngreindi fólk sem hafði farið ljótum orðum um hann á lokuðu Facebook-svæði femínista og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. 

Kristjón Benediktsson var fyrstur til að birta mynd af borgarstarfsmanninum. Hann skrifar:

„Þessi er sérfræðingur á skrifstofu Borgarstjóra [...] Ein af þeim sem starfa á hinni dýru skrifstofu sem kostar 1000 milljónir að reka. Hún hatar karlmenn. Hún er mjög virk á hinu hatursfulla spjalli. Orðljót með afbrigðum. Fyrir hennar sérfræðikunnáttu borgar Dagur 11 milljónir á ári. „Ef þetta er ekki bara meira krípí hja krípinu,“ er hennar svar við grein Jóns Steinars. Hann er sem sagt kríp að hennar mati fyrir það eitt að verja lektorinn sem illa er vegið að!“ 

Skoðanabræður Kristjóns taka undir með honum og kalla konuna meðal annars „brundfés“ og „BITCH“.

Einn Facebook-notandinn kallar eftir því að „Úrkynjunar og aumingjavæðingu Dags [B. Eggertssonar] verð[i] snúið við. Hann má vera „drusla“ með sínum líkum! Enda fáheyrður andskotans aumingi sem skríður í veikindaleyfi þegar þjófnaður útsvars borgarbúa kemur í ljós.“

Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður leggur orð í belg. „Siðlaust lið með öllu þessar forréttindapíur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.“

Annar skrifar: „Framvegis horfi ég bara á rass kvenmanna. því stæri rass því meira likur að þær eru á launum hjá mér.“

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, kollegi konunnar hjá borginni, tjáir sig um atburðarásina á Facebook:

„Fyrir fimmtán mánuðum síðan varð vinkonu minni og samstarfskonu á sá heiftarlegi hatursglæpur að kalla Jón Steinar Gunnlaugsson krípí í lokuðum hópi á internetinu. Það var í kjölfar þess að hann lagði það til í viðtali við fjölmiðil að þolendur Roberts Downey fyrirgæfu bara kvalara sínum og héldu áfram með lífið, enda hefðu brotin hans nú ekkert verið það alvarleg og þær hefðu nú ekki verið nein smábörn.

Jón Steinar skrifaði grein í Morgunblaðið í fyrradag, fimmtán mánuðum síðar, þar sem hann nafngreindi vinkonu mína í föðurlegri hirtingu. Hetjur internetsins tóku svo við og nú er búið að birta mynd af henni á Facebook sem hefur, þegar þessi orð eru skrifuð, verið deilt tæplega 40 sinnum. Í athugasemdum sem um hana hafa fallið er vitanlega rangt farið með nokkurn veginn allt, t.a.m. hvar hún vinnur, við hvað og hvað hún fær greitt fyrir það, en látum það liggja milli hluta. Ofbeldið sem ríður yfir hana í dag er með því viðbjóðslegasta sem ég hef séð – og hafi það ekki verið á hreinu hef ég ýmsa fjöruna sopið í þeim bransa.

Hún hatar karla. Hún er forhert og ofdekruð. Það á að reka hana úr vinnunni (sinnum hundrað). Hún er sérfræðingur í hatri gegn karlmönnum, illyrðum og rógi. Hún er orðljót með afbrigðum. Það er keytulykt af henni. Hún er ógæfulegur pilsvargur og hún er asni. Hún er brundfés og BITCH !! og afleiðing úrkynjunar og aumingjavæðingar. Það er æðissvipur í augunum á henni og eini munurinn á augnaráði hennar og jórtrandi belju er gáfnaglampinn í augum beljunnar. Hún sýgur samborgara sína um lífsviðurværi um leið og hún spýr yfir þá óþverra. Hún er fasisti. Hún er gráðug og spillt og það á að fiðra þessa glyðru. Það á að flæma þetta ógeð úr Ráðhúsinu og hún er ófullnægð og miðaldra. Hún er forréttindapía sem vinnur við að ata saklaust fólk aur. Hún hefur níð og mannorðsmorð á samviskunni. Hún er geðbilað drullupakk og viðbjóður. Hún er ógeð og kríp sem á að skammast sín og fara til andskotans.

Takk fyrir þetta, Jón Steinar. Vonandi líður þér betur.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár