Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Dreifa mynd af borgarstarfsmanni, kalla hana ógeð og „brundfés“ og vilja „fiðra þessa glyðru“

Nafn­birt­ing Jóns Stein­ars Gunn­laugs­son­ar hæsta­rétt­ar­lög­manns á konu sem kall­aði hann „krípí“ í lok­uð­um Face­book-hópi kall­ar fram harka­leg við­brögð.

Dreifa mynd af borgarstarfsmanni, kalla hana ógeð og „brundfés“ og vilja „fiðra þessa glyðru“

Fjöldi karla hefur dreift mynd af starfsmanni Reykjavíkurborgar á Facebook og kallað eftir því að hún verði flæmd út úr Ráðhúsinu og fiðruð, enda sé hún ógeð og brundfés og skálað verði í kampavíni þegar hún deyi.

„Fiðra þessa glyðru,“ segir einn þeirra sem leggja orð í belg. „Þú ert ógeð þú ert kríp, ÞÚ ert opinnber starfsmaður, þú átt að skammast þín og fara til andskotans, og ég skal lifta campavínsglasi þegar þú ferð yfir móðuna miklu,“ segir annar. „Ætti að fá Lillendal með tjaldhælana og seðja þarfirnar,“ segir sá þriðji.

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður nafngreindi konur sem fóru hörðum orðum um hann á lokuðum Facebook-hópi eftir að hann hvatti til þess að fórnarlömb barnaníðingsins Roberts Downey fyrirgæfu kvalara sínum.

Tilefni skrifanna er það að í fyrra notaði konan orðið „krípí“ um Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmann og fyrrverandi hæstaréttardómara, eftir að hann hafði kallað eftir því að þolendur barnaníðingsins Roberts Downey fyrirgæfu honum.

Jón Steinar birti nýlega grein í Morgunblaðinu þar sem hann nafngreindi fólk sem hafði farið ljótum orðum um hann á lokuðu Facebook-svæði femínista og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. 

Kristjón Benediktsson var fyrstur til að birta mynd af borgarstarfsmanninum. Hann skrifar:

„Þessi er sérfræðingur á skrifstofu Borgarstjóra [...] Ein af þeim sem starfa á hinni dýru skrifstofu sem kostar 1000 milljónir að reka. Hún hatar karlmenn. Hún er mjög virk á hinu hatursfulla spjalli. Orðljót með afbrigðum. Fyrir hennar sérfræðikunnáttu borgar Dagur 11 milljónir á ári. „Ef þetta er ekki bara meira krípí hja krípinu,“ er hennar svar við grein Jóns Steinars. Hann er sem sagt kríp að hennar mati fyrir það eitt að verja lektorinn sem illa er vegið að!“ 

Skoðanabræður Kristjóns taka undir með honum og kalla konuna meðal annars „brundfés“ og „BITCH“.

Einn Facebook-notandinn kallar eftir því að „Úrkynjunar og aumingjavæðingu Dags [B. Eggertssonar] verð[i] snúið við. Hann má vera „drusla“ með sínum líkum! Enda fáheyrður andskotans aumingi sem skríður í veikindaleyfi þegar þjófnaður útsvars borgarbúa kemur í ljós.“

Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður leggur orð í belg. „Siðlaust lið með öllu þessar forréttindapíur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.“

Annar skrifar: „Framvegis horfi ég bara á rass kvenmanna. því stæri rass því meira likur að þær eru á launum hjá mér.“

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, kollegi konunnar hjá borginni, tjáir sig um atburðarásina á Facebook:

„Fyrir fimmtán mánuðum síðan varð vinkonu minni og samstarfskonu á sá heiftarlegi hatursglæpur að kalla Jón Steinar Gunnlaugsson krípí í lokuðum hópi á internetinu. Það var í kjölfar þess að hann lagði það til í viðtali við fjölmiðil að þolendur Roberts Downey fyrirgæfu bara kvalara sínum og héldu áfram með lífið, enda hefðu brotin hans nú ekkert verið það alvarleg og þær hefðu nú ekki verið nein smábörn.

Jón Steinar skrifaði grein í Morgunblaðið í fyrradag, fimmtán mánuðum síðar, þar sem hann nafngreindi vinkonu mína í föðurlegri hirtingu. Hetjur internetsins tóku svo við og nú er búið að birta mynd af henni á Facebook sem hefur, þegar þessi orð eru skrifuð, verið deilt tæplega 40 sinnum. Í athugasemdum sem um hana hafa fallið er vitanlega rangt farið með nokkurn veginn allt, t.a.m. hvar hún vinnur, við hvað og hvað hún fær greitt fyrir það, en látum það liggja milli hluta. Ofbeldið sem ríður yfir hana í dag er með því viðbjóðslegasta sem ég hef séð – og hafi það ekki verið á hreinu hef ég ýmsa fjöruna sopið í þeim bransa.

Hún hatar karla. Hún er forhert og ofdekruð. Það á að reka hana úr vinnunni (sinnum hundrað). Hún er sérfræðingur í hatri gegn karlmönnum, illyrðum og rógi. Hún er orðljót með afbrigðum. Það er keytulykt af henni. Hún er ógæfulegur pilsvargur og hún er asni. Hún er brundfés og BITCH !! og afleiðing úrkynjunar og aumingjavæðingar. Það er æðissvipur í augunum á henni og eini munurinn á augnaráði hennar og jórtrandi belju er gáfnaglampinn í augum beljunnar. Hún sýgur samborgara sína um lífsviðurværi um leið og hún spýr yfir þá óþverra. Hún er fasisti. Hún er gráðug og spillt og það á að fiðra þessa glyðru. Það á að flæma þetta ógeð úr Ráðhúsinu og hún er ófullnægð og miðaldra. Hún er forréttindapía sem vinnur við að ata saklaust fólk aur. Hún hefur níð og mannorðsmorð á samviskunni. Hún er geðbilað drullupakk og viðbjóður. Hún er ógeð og kríp sem á að skammast sín og fara til andskotans.

Takk fyrir þetta, Jón Steinar. Vonandi líður þér betur.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár