Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Dreifa mynd af borgarstarfsmanni, kalla hana ógeð og „brundfés“ og vilja „fiðra þessa glyðru“

Nafn­birt­ing Jóns Stein­ars Gunn­laugs­son­ar hæsta­rétt­ar­lög­manns á konu sem kall­aði hann „krípí“ í lok­uð­um Face­book-hópi kall­ar fram harka­leg við­brögð.

Dreifa mynd af borgarstarfsmanni, kalla hana ógeð og „brundfés“ og vilja „fiðra þessa glyðru“

Fjöldi karla hefur dreift mynd af starfsmanni Reykjavíkurborgar á Facebook og kallað eftir því að hún verði flæmd út úr Ráðhúsinu og fiðruð, enda sé hún ógeð og brundfés og skálað verði í kampavíni þegar hún deyi.

„Fiðra þessa glyðru,“ segir einn þeirra sem leggja orð í belg. „Þú ert ógeð þú ert kríp, ÞÚ ert opinnber starfsmaður, þú átt að skammast þín og fara til andskotans, og ég skal lifta campavínsglasi þegar þú ferð yfir móðuna miklu,“ segir annar. „Ætti að fá Lillendal með tjaldhælana og seðja þarfirnar,“ segir sá þriðji.

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður nafngreindi konur sem fóru hörðum orðum um hann á lokuðum Facebook-hópi eftir að hann hvatti til þess að fórnarlömb barnaníðingsins Roberts Downey fyrirgæfu kvalara sínum.

Tilefni skrifanna er það að í fyrra notaði konan orðið „krípí“ um Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmann og fyrrverandi hæstaréttardómara, eftir að hann hafði kallað eftir því að þolendur barnaníðingsins Roberts Downey fyrirgæfu honum.

Jón Steinar birti nýlega grein í Morgunblaðinu þar sem hann nafngreindi fólk sem hafði farið ljótum orðum um hann á lokuðu Facebook-svæði femínista og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. 

Kristjón Benediktsson var fyrstur til að birta mynd af borgarstarfsmanninum. Hann skrifar:

„Þessi er sérfræðingur á skrifstofu Borgarstjóra [...] Ein af þeim sem starfa á hinni dýru skrifstofu sem kostar 1000 milljónir að reka. Hún hatar karlmenn. Hún er mjög virk á hinu hatursfulla spjalli. Orðljót með afbrigðum. Fyrir hennar sérfræðikunnáttu borgar Dagur 11 milljónir á ári. „Ef þetta er ekki bara meira krípí hja krípinu,“ er hennar svar við grein Jóns Steinars. Hann er sem sagt kríp að hennar mati fyrir það eitt að verja lektorinn sem illa er vegið að!“ 

Skoðanabræður Kristjóns taka undir með honum og kalla konuna meðal annars „brundfés“ og „BITCH“.

Einn Facebook-notandinn kallar eftir því að „Úrkynjunar og aumingjavæðingu Dags [B. Eggertssonar] verð[i] snúið við. Hann má vera „drusla“ með sínum líkum! Enda fáheyrður andskotans aumingi sem skríður í veikindaleyfi þegar þjófnaður útsvars borgarbúa kemur í ljós.“

Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður leggur orð í belg. „Siðlaust lið með öllu þessar forréttindapíur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.“

Annar skrifar: „Framvegis horfi ég bara á rass kvenmanna. því stæri rass því meira likur að þær eru á launum hjá mér.“

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, kollegi konunnar hjá borginni, tjáir sig um atburðarásina á Facebook:

„Fyrir fimmtán mánuðum síðan varð vinkonu minni og samstarfskonu á sá heiftarlegi hatursglæpur að kalla Jón Steinar Gunnlaugsson krípí í lokuðum hópi á internetinu. Það var í kjölfar þess að hann lagði það til í viðtali við fjölmiðil að þolendur Roberts Downey fyrirgæfu bara kvalara sínum og héldu áfram með lífið, enda hefðu brotin hans nú ekkert verið það alvarleg og þær hefðu nú ekki verið nein smábörn.

Jón Steinar skrifaði grein í Morgunblaðið í fyrradag, fimmtán mánuðum síðar, þar sem hann nafngreindi vinkonu mína í föðurlegri hirtingu. Hetjur internetsins tóku svo við og nú er búið að birta mynd af henni á Facebook sem hefur, þegar þessi orð eru skrifuð, verið deilt tæplega 40 sinnum. Í athugasemdum sem um hana hafa fallið er vitanlega rangt farið með nokkurn veginn allt, t.a.m. hvar hún vinnur, við hvað og hvað hún fær greitt fyrir það, en látum það liggja milli hluta. Ofbeldið sem ríður yfir hana í dag er með því viðbjóðslegasta sem ég hef séð – og hafi það ekki verið á hreinu hef ég ýmsa fjöruna sopið í þeim bransa.

Hún hatar karla. Hún er forhert og ofdekruð. Það á að reka hana úr vinnunni (sinnum hundrað). Hún er sérfræðingur í hatri gegn karlmönnum, illyrðum og rógi. Hún er orðljót með afbrigðum. Það er keytulykt af henni. Hún er ógæfulegur pilsvargur og hún er asni. Hún er brundfés og BITCH !! og afleiðing úrkynjunar og aumingjavæðingar. Það er æðissvipur í augunum á henni og eini munurinn á augnaráði hennar og jórtrandi belju er gáfnaglampinn í augum beljunnar. Hún sýgur samborgara sína um lífsviðurværi um leið og hún spýr yfir þá óþverra. Hún er fasisti. Hún er gráðug og spillt og það á að fiðra þessa glyðru. Það á að flæma þetta ógeð úr Ráðhúsinu og hún er ófullnægð og miðaldra. Hún er forréttindapía sem vinnur við að ata saklaust fólk aur. Hún hefur níð og mannorðsmorð á samviskunni. Hún er geðbilað drullupakk og viðbjóður. Hún er ógeð og kríp sem á að skammast sín og fara til andskotans.

Takk fyrir þetta, Jón Steinar. Vonandi líður þér betur.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
3
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
5
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár