Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Engir Sjálfstæðismenn með á frumvarpi gegn stafrænu kynferðisofbeldi

Helgi Hrafn Gunn­laugs­son, fyrsti flutn­ings­mað­ur frum­varps­ins, seg­ir að Sjálf­stæð­is­mönn­um hafi ver­ið boð­ið að vera með­flutn­ings­menn en hann geti ekki út­skýrt hvers vegna eng­inn tók boð­inu.

Engir Sjálfstæðismenn með á frumvarpi gegn stafrænu kynferðisofbeldi
Hefur ekki skýringu Helgi Hrafn segist ekki hafa á því skýringu hvers vegna enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins vildi vera meðflutningsmaður á frumvarpi gegn stafrænu kynferðisofbeldi. Mynd: Pressphotos.biz - (RosaBraga)

Frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum er varðar stafrænt kynferðisofbeldi hefur verið lagt fram af 23 þingmönnum allra flokka á Alþingi nema Sjálfstæðisflokksins. Fyrsti flutningsmaður þess er Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Björt Framtíð flutti svipað frumvarp í tvígang, en þá var talað um hefndarklám. 

Í frumvarpinu er lagt til að dreifing af ásetningi á mynd- eða hljóðefni sem sýnir nekt eða kynferðislega hegðun einstaklings án hans, hennar eða háns samþykkis verði refsivert með sektum eða allt að sex ára fangelsi. Einnig er ákvæði um að dreifing falsaðs efnis sem sýnir kynferðislega hegðun einstaklings verði refsiverð.

Athygli vakti að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokks er meðflutningsmaður frumvarpsins. Gísli Marteinn Baldursson deildi frétt RÚV um frumvarpið á Twitter aðgangi sínum og spurði þar Helga Hrafn hvort Sjálfstæðismönnum hafi yfir höfuð verið boðið með.

„Já, ég bauð öllum þingmönnum. Get ekki svarað því af ábyrgð hví enginn þeirra vildi vera með,“ svarar Helgi. „Seinast þegar ég lagði þetta fram byggði gagnrýni xD á þeim misskilningi að þetta væri sama frumvarp og BF lagði fram á sínum tíma. Kannski sáu þau ekki að við höfum brugðist vel og mikið við umsögnum og telja því eldri gagnrýni enn gilda. Bara ágiskun, samt.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár