Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Engir Sjálfstæðismenn með á frumvarpi gegn stafrænu kynferðisofbeldi

Helgi Hrafn Gunn­laugs­son, fyrsti flutn­ings­mað­ur frum­varps­ins, seg­ir að Sjálf­stæð­is­mönn­um hafi ver­ið boð­ið að vera með­flutn­ings­menn en hann geti ekki út­skýrt hvers vegna eng­inn tók boð­inu.

Engir Sjálfstæðismenn með á frumvarpi gegn stafrænu kynferðisofbeldi
Hefur ekki skýringu Helgi Hrafn segist ekki hafa á því skýringu hvers vegna enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins vildi vera meðflutningsmaður á frumvarpi gegn stafrænu kynferðisofbeldi. Mynd: Pressphotos.biz - (RosaBraga)

Frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum er varðar stafrænt kynferðisofbeldi hefur verið lagt fram af 23 þingmönnum allra flokka á Alþingi nema Sjálfstæðisflokksins. Fyrsti flutningsmaður þess er Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Björt Framtíð flutti svipað frumvarp í tvígang, en þá var talað um hefndarklám. 

Í frumvarpinu er lagt til að dreifing af ásetningi á mynd- eða hljóðefni sem sýnir nekt eða kynferðislega hegðun einstaklings án hans, hennar eða háns samþykkis verði refsivert með sektum eða allt að sex ára fangelsi. Einnig er ákvæði um að dreifing falsaðs efnis sem sýnir kynferðislega hegðun einstaklings verði refsiverð.

Athygli vakti að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokks er meðflutningsmaður frumvarpsins. Gísli Marteinn Baldursson deildi frétt RÚV um frumvarpið á Twitter aðgangi sínum og spurði þar Helga Hrafn hvort Sjálfstæðismönnum hafi yfir höfuð verið boðið með.

„Já, ég bauð öllum þingmönnum. Get ekki svarað því af ábyrgð hví enginn þeirra vildi vera með,“ svarar Helgi. „Seinast þegar ég lagði þetta fram byggði gagnrýni xD á þeim misskilningi að þetta væri sama frumvarp og BF lagði fram á sínum tíma. Kannski sáu þau ekki að við höfum brugðist vel og mikið við umsögnum og telja því eldri gagnrýni enn gilda. Bara ágiskun, samt.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.
Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn
FréttirKynferðisbrot

Seg­ist hafa feng­ið „gríð­ar­leg­an stuðn­ing“ eft­ir sýknu­dóm­inn

Mað­ur á sex­tugs­aldri sem ját­aði að hafa strok­ið þroska­skertri konu með kyn­ferð­is­leg­um hætti og lát­ið hana snerta lim sinn ut­an klæða var sýkn­að­ur í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands ár­ið 2017. Hann er ánægð­ur með með­ferð­ina sem hann fékk í ís­lensku rétt­ar­kerfi. „Ég var í sam­bandi við móð­ur stúlk­unn­ar með­an á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ seg­ir hann.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár