Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Starfsgreinasambandið krefst 425 þúsund króna lágmarkslauna

Samn­ing­ar­nefnd Starfs­greina­sam­bands Ís­lands, sem hef­ur samn­ings­um­boð fyr­ir um 57 þús­und laun­þega, hef­ur lagt fram kröfu­gerð gagn­vart stjórn­völd­um og Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins fyr­ir kom­andi kjara­við­ræð­ur.

Starfsgreinasambandið krefst 425 þúsund króna lágmarkslauna

Í kröfugerð sem samþykkt var fyrr í dag af samninganefnd Starfsgreinasambandi Íslands er krafist þess að lægstu laun fyrir fulla vinnu verði 425 þúsund krónur, að þau laun verði skattfrjáls með tvöföldun persónuafsláttar, að gert verði þjóðarátak í húsnæðismálum, og unnið gegn félagslegu undirboði. Þetta kemur fram á vefsíðu sambandsins.

Samningarnefndinni var veitt samningsumboð allra nítján verkalýðsfélaga innan Starfsgreinasambandsins, þar með talið fyrir hönd Eflingar sem er næst stærsta stéttarfélag landsins með um 28 þúsund félagsmenn. Samanlagt hefur Starfsgreinasambandið um 57 þúsund félagsmenn, en sambandið er stærsta landssamband innan Alþýðusambands Íslands.

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur áður sagt að kröfur um 375 þúsund króna lágmarkslaun séu ekki „í samræmi við raunveruleikann“ og að sú upphæð myndi valda samfélaginu miklu tjóni. Lágmarkslaun eru nú 300 þúsund krónur á mánuði.

Kröfugerðin er í tveimur hlutum, en annar hluti snýr að stjórnvöldum og hinn að Samtökum atvinnulífsins.

Kjarasamningsbrot gerð refsiverð

Í fyrri hlutanum er farið fram á að lægstu laun verði skattfrjáls með tvöföldun persónuafsláttar. Þessi afsláttur verður „síðan stiglækkandi með hærri tekjum, þannig að lækkun skatta á lág- og millitekjuhópa verði m.a. fjármögnuð með hærra skattaframlagi þeirra tekjuhæstu.“ Persónuafslátturinn þar síðan að fylgja launaþróun, en hann hefur ekki gert það frá hruni. Með þessu móti vill sambandið að álagnir tekjuskattkerfisins verði nær því sem gerist í hinum norðurlöndunum.

Einnig er blásið til þjóðarátaks í húsnæðismálum, en til þess þarf „sameiginlegt átak ríkis, sveitarfélaga og lífeyrissjóða.“ Tekið verður mið af þeirri vinnu sem Bjarg íbúðafélag hefur unnið, en „aðrar útfærslur sem stutt geti við markmið Bjargs í gegnum aðra tekjustofna verði jafnframt skoðaðar.“

Farið er fram á lögð verði lög til að „taka á brotastarfsemi á vinnumarkaði og kjarasamningsbrot verði gerð refsiverð með skýrum hætti og sektir lögfestar við slíkum brotum.“ Vinnustaðaeftirlit stéttarfélaga skal vera eflt, Vinnumálastofnun og Vinnueftirlit ríkisins sameinaðar í eina öfluga stofnun til að sinna eftirliti, og alþjóðasáttmálar um mansal virtir og fjármagnaðir.

Þar að auki er farið fram á að barnabætur hækki, dregið verði úr skerðingum á þeim, að verðtrygging á neytendalánum verði afnumin, fæðingarorlof lengd í samtals 18 til 24 mánuði fyrir tvo foreldra, og fleira.

Atvinnurekendum gert að borga kostnað launakrafna

Kröfurnar gagnvart Samtökum atvinnulífsins eru áðurnefndu lágmarkslaun, að launatöflur verði einfaldaðar og álag fyrir vaktavinnu hækka.

Sambandið fer fram á að inn komi ákvæði sem takmarki heimildir atvinnurekanda „til að gera húsaleigu hluta af ráðningarkjörum.“ Gerð er krafa um að húsaleiga „sé ekki rukkuð nema samkvæmt þinglýstum húsaleigusamingi, sé í samræmi við eðlilegt leiguverð og að umsamin upphæð húsaleigu sé þá hluti af ráðningarsamningi sem stéttarfélagi sé heimilt að skoða.“

Þar að auki er farið fram á atvinnusjúkdómar verði viðurkenndir með skýrari hætti, að öll persónubundin réttindi miðuð við starfsaldur haldist án skerðinga milli atvinnurekenda, að lágmarkssumarfrí verði 25 dagar, fremur en 24 dagar, ásamt tveggja daga vetrarorlofi, og að eftir tveggja ára starfsaldur verði uppsagnarfrestur tveir mánuðir.

Sektarákvæði skal einnig bætt inn vegna brota á ákvæðum kjarasamnings, en sambandið gerir kröfu um sekt í krónum miðað við kjarasamningsbrot sem „rennur í vinnudeilusjóð viðkomandi stéttarfélags.“ Atvinnurekendur skulu einnig bera „eðlilegan og fullan kostnað við gerð launakrafna sem stéttarfélag reisir fyrir félagsmenn sína vegna vangoldinna launa. Stéttarfélag innheimtir þann kostnað beint af viðkomandi atvinnurekanda sem hluta af launakröfu.“

Lesa má kröfur Starfsgreinasambandsins hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarabaráttan

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
GreiningKjarabaráttan

Kjara­við­ræð­ur stranda á for­sendu­ákvæð­um og breið­fylk­ing­in fund­ar um mögu­leg­ar verk­falls­að­gerð­ir

Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.
Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
GreiningKjarabaráttan

Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár