Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Starfsgreinasambandið krefst 425 þúsund króna lágmarkslauna

Samn­ing­ar­nefnd Starfs­greina­sam­bands Ís­lands, sem hef­ur samn­ings­um­boð fyr­ir um 57 þús­und laun­þega, hef­ur lagt fram kröfu­gerð gagn­vart stjórn­völd­um og Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins fyr­ir kom­andi kjara­við­ræð­ur.

Starfsgreinasambandið krefst 425 þúsund króna lágmarkslauna

Í kröfugerð sem samþykkt var fyrr í dag af samninganefnd Starfsgreinasambandi Íslands er krafist þess að lægstu laun fyrir fulla vinnu verði 425 þúsund krónur, að þau laun verði skattfrjáls með tvöföldun persónuafsláttar, að gert verði þjóðarátak í húsnæðismálum, og unnið gegn félagslegu undirboði. Þetta kemur fram á vefsíðu sambandsins.

Samningarnefndinni var veitt samningsumboð allra nítján verkalýðsfélaga innan Starfsgreinasambandsins, þar með talið fyrir hönd Eflingar sem er næst stærsta stéttarfélag landsins með um 28 þúsund félagsmenn. Samanlagt hefur Starfsgreinasambandið um 57 þúsund félagsmenn, en sambandið er stærsta landssamband innan Alþýðusambands Íslands.

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur áður sagt að kröfur um 375 þúsund króna lágmarkslaun séu ekki „í samræmi við raunveruleikann“ og að sú upphæð myndi valda samfélaginu miklu tjóni. Lágmarkslaun eru nú 300 þúsund krónur á mánuði.

Kröfugerðin er í tveimur hlutum, en annar hluti snýr að stjórnvöldum og hinn að Samtökum atvinnulífsins.

Kjarasamningsbrot gerð refsiverð

Í fyrri hlutanum er farið fram á að lægstu laun verði skattfrjáls með tvöföldun persónuafsláttar. Þessi afsláttur verður „síðan stiglækkandi með hærri tekjum, þannig að lækkun skatta á lág- og millitekjuhópa verði m.a. fjármögnuð með hærra skattaframlagi þeirra tekjuhæstu.“ Persónuafslátturinn þar síðan að fylgja launaþróun, en hann hefur ekki gert það frá hruni. Með þessu móti vill sambandið að álagnir tekjuskattkerfisins verði nær því sem gerist í hinum norðurlöndunum.

Einnig er blásið til þjóðarátaks í húsnæðismálum, en til þess þarf „sameiginlegt átak ríkis, sveitarfélaga og lífeyrissjóða.“ Tekið verður mið af þeirri vinnu sem Bjarg íbúðafélag hefur unnið, en „aðrar útfærslur sem stutt geti við markmið Bjargs í gegnum aðra tekjustofna verði jafnframt skoðaðar.“

Farið er fram á lögð verði lög til að „taka á brotastarfsemi á vinnumarkaði og kjarasamningsbrot verði gerð refsiverð með skýrum hætti og sektir lögfestar við slíkum brotum.“ Vinnustaðaeftirlit stéttarfélaga skal vera eflt, Vinnumálastofnun og Vinnueftirlit ríkisins sameinaðar í eina öfluga stofnun til að sinna eftirliti, og alþjóðasáttmálar um mansal virtir og fjármagnaðir.

Þar að auki er farið fram á að barnabætur hækki, dregið verði úr skerðingum á þeim, að verðtrygging á neytendalánum verði afnumin, fæðingarorlof lengd í samtals 18 til 24 mánuði fyrir tvo foreldra, og fleira.

Atvinnurekendum gert að borga kostnað launakrafna

Kröfurnar gagnvart Samtökum atvinnulífsins eru áðurnefndu lágmarkslaun, að launatöflur verði einfaldaðar og álag fyrir vaktavinnu hækka.

Sambandið fer fram á að inn komi ákvæði sem takmarki heimildir atvinnurekanda „til að gera húsaleigu hluta af ráðningarkjörum.“ Gerð er krafa um að húsaleiga „sé ekki rukkuð nema samkvæmt þinglýstum húsaleigusamingi, sé í samræmi við eðlilegt leiguverð og að umsamin upphæð húsaleigu sé þá hluti af ráðningarsamningi sem stéttarfélagi sé heimilt að skoða.“

Þar að auki er farið fram á atvinnusjúkdómar verði viðurkenndir með skýrari hætti, að öll persónubundin réttindi miðuð við starfsaldur haldist án skerðinga milli atvinnurekenda, að lágmarkssumarfrí verði 25 dagar, fremur en 24 dagar, ásamt tveggja daga vetrarorlofi, og að eftir tveggja ára starfsaldur verði uppsagnarfrestur tveir mánuðir.

Sektarákvæði skal einnig bætt inn vegna brota á ákvæðum kjarasamnings, en sambandið gerir kröfu um sekt í krónum miðað við kjarasamningsbrot sem „rennur í vinnudeilusjóð viðkomandi stéttarfélags.“ Atvinnurekendur skulu einnig bera „eðlilegan og fullan kostnað við gerð launakrafna sem stéttarfélag reisir fyrir félagsmenn sína vegna vangoldinna launa. Stéttarfélag innheimtir þann kostnað beint af viðkomandi atvinnurekanda sem hluta af launakröfu.“

Lesa má kröfur Starfsgreinasambandsins hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarabaráttan

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
GreiningKjarabaráttan

Kjara­við­ræð­ur stranda á for­sendu­ákvæð­um og breið­fylk­ing­in fund­ar um mögu­leg­ar verk­falls­að­gerð­ir

Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.
Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
GreiningKjarabaráttan

Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár