„Ég treysti honum af því að hann gerir fallega og friðsamlega tónlist. Fólk vill hlusta áfram á tónlistina þeirra, fara á tónleika, styðja Sigur Rós af því að það gefur þeim eitthvað. Enginn aðdáandi vill hugsa um að trommarinn hafi nauðgað.“
Þetta segir Meagan Boyd, listakona í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hinn 25. september síðastliðinn birti hún færslu á Instagram þar sem hún sagði Orra Pál Dýrason, trommara Sigur Rósar, hafa nauðgað sér í ársbyrjun 2013. Eftir að fjölmiðlar hófu að fjalla um ásökunina sendi Orri Páll frá sér yfirlýsingu um að hann væri hættur í hljómsveitinni. Hvorki hann né umboðsstofa hans hafa svarað ítrekuðum beiðnum Stundarinnar um viðtal.
„Fólk er mjög reitt út í mig og ég fæ haturspóst,“ segir Meagan. „Ég vissi að það kæmi bakslag, en var ekki tilbúin. Ég hef heyrt allt saman, að ég hafi átt þetta skilið, það sem gerðist hafi ekki verið nauðgun, …
Athugasemdir