Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Dans, drag og drungalegir tónleikar

Tón­leik­ar, við­burð­ir, og sýn­ing­ar 12.–25. októ­ber.

Dans, drag og drungalegir tónleikar

Útgáfutónleikar Teits Magnússonar

Hvar? Iðnó
Hvenær? 12. október kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.990 kr.

Útgáfu nýju plötu skeggprúða þjóðlagatöframannsins Teits Magnússonar, „Orna“, er fagnað í Iðnó. Þetta er önnur einkaplata hans í fullri lengd og hefur nú þegar hlotið góðar viðtökur hjá Rás 2 og Morgunblaðinu, en Teitur var lengi vel leiðandi afl í reggí-hljómsveitinni Ojba Rasta. Ingibjörg Turchi hitar upp og Kraftgalli heldur fjörinu gangandi fram í nóttina.

Hundred Year Old Man, A-Sun Amissa, Celestine, Morpholith

Hvar? Húrra
Hvenær? 12. október kl. 21.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Hin drungalega breska síð-málmshljómsveit Hundred Year Old Man leggur land undir fót með einsamals sveitinni og samlanda sínum A-Sun Amissa. Í þessari rokk- og málmveislu stíga líka íslensku stóner-rokkararnir í Morpholith og síð-pönkararnir í Celestine á svið. Aðrir tónleikar með bresku hljómsveitunum eru haldnir degi síðar á R6013.

Hrekkjavökusýning Drag-Súgs

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 12. október kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Dragdrottningarnar (og konungarnir) í kabaretthópnum Drag-Súgur fagna hrekkjavöku snemma með sérstakri sýningu fullri af glamúr og blóði. Búast má við gríni og glensi, metnaðarfullum tilþrifum sem RPDR mætti taka sér til fyrirmyndar. Ekki sitja framarlega ef þú ert hræddur við skvettur og vessa.

Suð og Svart og hvítt

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 13. október kl. 15.00
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Suð eftir Maríu Dalberg og Svart og hvítt eftir Erró opna samdægurs í Hafnarhúsi. María hefur unnið með vídeóinnsetningar, hljóð, gjörninga, ljósmyndir, teikningar og textaskrif, en tilraunir með efni og efniskennd er stór þáttur í listsköpun hennar. Sýning Errós er samansafn af 30 nýjum og nýlegum svarthvítum verkum úr vinnustofu hans í París.

Ég heiti Guðrún

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 13.–28. október kl. 19.00 
Aðgangseyrir: 6.200 kr.

Ég heiti Guðrún er tragikómedía um innilega vináttu fjögurra kvenna. Þegar Guðrún er greind með Alzheimers 55 ára gömul ákveða vinkonurnar að styðja hana allt til hinstu stundar. Sjúkdómur Guðrúnar fær þær allar til að velta fyrir sér lífinu sem þær hafa lifað og ákvörðunum sem þær hafa tekið.

The Craft föstudagspartísýning

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 19. október kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Klassíska költ-kvikmyndin „The Craft“ frá 1996 fjallar um fjórar táningsnornir í hefðbundnum kaþólskum skóla sem nota galdramátt sinn til að hafa stjórn á lífi sínu í uppreisn sinni gegn hefðbundnum gildum feðraveldisins og þeim karlmönnum sem misnota forréttindastöðu sína í krafti þess.

Yann Leguay, Tom Manoury

Hvar? Mengi
Hvenær? 18. október kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Á þessum tónleikum flytja tveir nýstárlegir raftónlistarmenn verk sín sem nálgast óhefðbundna tónsmíði frá mismunandi áttum. Yann Leguay notast við tölvudrif sem hljóðgjafa og breytir í óhefðbundin hljóðfæri. Tom Manoury flytur lifandi tónlist sem er unnin á rauntíma í gegnum gagnvirk rafeindahljóðfæri sem Manoury hefur verið að þróa í mörg ár.

DoPPler

Hvar? Norræna húsið
Hvenær? 20. október kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Þessi óhefðbundna danssýning er bæði tilgerðarlaus og fjörug og gengur út á að skoða hug kvenna og karla. Hún lýsir hugarástandi sem ýmist getur verið óútreiknanlegt, ofbeldisfullt, ástríkt, biturt og umhyggjusamt og haft bæði góðar og slæmar afleiðingar í för með sér. Áhorfendur sitja í miðju rýminu og fá þannig dansinn og tónlistina beint í æð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár