Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kannast ekki við að þingmenn hafi fengið óhóflegar akstursgreiðslur

Helgi Bernód­us­son skrif­stofu­stjóri Al­þing­is kann­ast ekki við að þing­menn hafi feng­ið ferða­kostn­að end­ur­greidd­an um­fram það sem leyfi­legt var.

Kannast ekki við að þingmenn hafi fengið óhóflegar akstursgreiðslur
Kemur af fjöllum „Ég kannast ekki neinar "óleyfilegar eða óhóflegar endurgreiðslur þingfararkostnaðar á undanförnum árum",“ segir Helgi. Mynd: Pressphotos.biz

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, kannast ekki við að þingmenn hafi fengið hærri endurgreiðslur á undanförnum árum heldur en reglur um þingfararkostnað gera ráð fyrir. „Ég kannast ekki neinar „óleyfilegar eða óhóflegar endurgreiðslur þingfararkostnaðar á undanförnum árum“,“ segir hann í svari við fyrirspurn Stundarinnar um hvort komið hafi til álita að þingmenn verði beðnir um að endurgreiða fjármuni sem þeir fengu í trássi við reglur sem þeir höfðu skuldbundið sig til að fylgja. 

Í febrúar á þessu ári kom í ljós að þrír þingmenn sem notuðust við eigin bifreiðar fengu meira en 30 þúsund kílómetra aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi árið 2017 þrátt fyrir að reglur forsætisnefndar um þingfararkostnað kvæðu á um að þingmenn sem ækju meira en 15 þúsund kílómetra á ári í starfi sínu skyldu notast við bílaleigubíl. Eins og Stundin benti á eru siðareglur þingmanna afdráttarlausar um að þingmenn skuli „sjá til þess að endurgreiðsla fyrir útgjöld þeirra sé í fullkomnu samræmi við reglur sem settar eru um slík mál.“ 

Alls fóru átta þingmenn yfir 15 þúsund kílómetra markið á eigin biðfreið, en Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, keyrði mest, neitaði að þiggja bílaleigubíl og fékk samtals 4,6 milljóna aksturskostnað endurgreiddan eftir að hafa ekið um 48 þúsund kílómetra. Þá viðurkenndi hann að hafa rukkað Alþingi fyrir aksturskostnaði vegna prófskjörsbaráttu sinnar og þáttagerðar fyrir ÍNN. Þegar Stundin spurði Helga um málið sagði hann að það væri í höndum þingmanna sjálfra að meta hvað væri eðlilegt í þessum efnum. 

Þrátt fyrir að hafa skuldbundið sig til að fylgja siðareglum þar sem kveðið er á um að gæta skuli fullkomins samræmis við reglur um þingfararkostnað hafa flokksfélagar Ásmundar á Alþingi hæðst að umræðunni um akstursgreiðslurnar.

Umræðan um umgengni þingmanna við endurgreiðslukerfið var hávær fyrri hluta ársins en koðnaði svo niður. Stundin sendi yfirstjórnendum þingsins fyrirspurnir um málið á dögunum. Sagðist Helgi Bernódusson ekki kannast við „neinar „óleyfilegar eða óhóflegar endurgreiðslur þingfararkostnaðar á undanförnum árum““. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Akstursgjöld

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
Fréttir

Siðanefnd: Þór­hild­ur Sunna „skað­aði ímynd“ Al­þing­is með um­mæl­um um Ásmund

For­sæt­is­nefnd vildi ekki láta kanna hvort Ásmund­ur Frið­riks­son hefði brot­ið siða­regl­ur þeg­ar hann fékk end­ur­greidd­an akst­urs­kostn­að langt um­fram það sem regl­ur um þing­far­ar­kostn­að gera ráð fyr­ir. Hins veg­ar vís­aði for­sæt­is­nefnd kvört­un Ásmund­ar und­an Þór­hildi Sunnu og Birni Leví til siðanefnd­ar Al­þing­is – og nú hef­ur siðanefnd­in kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Þór­hild­ur Sunna hafi brot­ið siða­regl­ur.
Akstursgreiðslumál „ekki sambærileg“ Klaustursmáli og engin álitaefni um hæfi
Fréttir

Akst­urs­greiðslu­mál „ekki sam­bæri­leg“ Klaust­urs­máli og eng­in álita­efni um hæfi

Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, seg­ir að ekki hafi ver­ið tal­ið til­efni til að beina því til nefnd­ar­manna for­sæt­is­nefnd­ar að meta hæfi sitt með hlið­sjón af regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar­ins þeg­ar er­indi Björns Levís Gunn­ars­son­ar um akst­urs­kostn­að þing­manna voru af­greidd. Er­indi Björns hafi ekki feng­ið „stöðu siða­reglu­máls“.
Túlkun forsætisnefndar: Þingmenn þurftu ekki að fylgja fyrirmælum um bílaleigubíla – skrifstofan enn að „innleiða“ reglurnar
Greining

Túlk­un for­sæt­is­nefnd­ar: Þing­menn þurftu ekki að fylgja fyr­ir­mæl­um um bíla­leigu­bíla – skrif­stof­an enn að „inn­leiða“ regl­urn­ar

Ákvæði siða­reglna al­þing­is­manna, um að þeir skuli sjá til þess að end­ur­greiðsla fyr­ir út­gjöld sé í full­komnu sam­ræmi við regl­ur um þing­far­ar­kostn­að, tók ekki til reglna um bíla­leigu­bíla þrátt fyr­ir að skrif­stofa þings­ins bæði þing­menn um að fylgja regl­unni.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár